Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Qupperneq 38
Dagbókarbrot frá árinu 1933
eftir Sœotur
í frásögn þeirri, sem hér fer á eftir, er á mjög
skemmtilegan hátt sagt frá sönnu sjóferða-
volki á kreppuárunum fyrir styrjöldina, og
hefðu ungir menn, nú til dags, gott af því, að
kynna sér hvað tveir ungir menn á þeim
tímum urðu á sig að leggja, til að innvinna
sér 300 krónur brúttó.
Það er heimskreppa, þetta andstyggilega fyrir-
brigði, sem óhjákvæmilega virðist sigla í kjölfar
styrjaldanna, þessara ógurlegu meinsemda, sem
mannfólkið, sem byggir þenna hnött, virðist ekki
vera nógu þroskað til að losa sig við og losnar
sennilega aldrei við á meðan viðhorfið milli hvers
einstaklings er eins og það er. Hinir fáu ríku, ráða
yfir og stjórna hinum mörgu fátæku. A meðan
hagsmunir auðhringanna sitja í fyrirrúmi fyrir
hagsmunum fjöldans, á meðan að stálkóngar, olíu-
kóngar, gúmmíkóngar og hergagnaiðjuhöldar ráða
gerðum annara valdhafa. Einn atburður verður
orsök annars og atburðarásin verður eins og
mylluhjól, sem snýst. Lögin eru skipulögð
og misnotuð blygðunarlaust. Ófyrirleitnir áróð-
ursmenn nota sér dómgreindarleysi almenn-
ings og andvaraleysi gagnvart þeim meðulum,
sem beitt er gegn þeim. En hvað um það,
það er óþreifanleg staðreynd að kreppan er hér
einnig og hefir krækt öngum sínum all óþyrmilega
í okkur. Ég og félagi minn höfðum orðið fyrir
barðinu á henni, skipið var selt undan okkur af
því eigendur þess stóðu höllum fæti með afborg-
anir í bönkunum. En við erum vongóðir fyrsta
kastið í landi, því að við ráðum yfir nokkurri
þekkingu, ég hef skipstjóraréttindi og hann vél-
stjóraréttindi. Eftir þriggjavikna ráp í landi áskotn-
ast okkur líka starf, sem byggist á þekkingu félaga
míns, það er sem sé, að taka sundur 50 hestafla
Bólindersvél og setja hana síðan saman aftur og
skildum við að því loknu gefa vottorð um ásig-
komulag hennar og hæfni. Þetta gekk nú allt
sæmilega, vinnan var vel af hendi leyst og allir
aðilar ánægðir, en þá vildi það óhapp til, að félagi
minn þurfti að skreppa fyrirvaralaust úr bænum
og það féll því í minn hlut að gefa vottorðið. Ég
held líka, að það sé það einkennilegasta plagg
um slíka hluti, sem ég hef séð, en hvað um það,
peningana fékk ég ekki nema að gefa vottorðið
og fyrst að vinnuveitandinn var ánægður, já hvað
átti ég þá að vera að velta vöngum. En 50 krón-
urnar, sem við fengum í part, hrukku ekki lengi
þrátt fyrir ýtrustu sparsemi og ég, sem ætlaði að
fara að gifta mig, auðvitað átti ég ekki nóg til að
borga prestinum og því urðu allir aðilar að bíða
og vona.
Einn góðan veðurdag í nóvember hitti ég út-
gerðarman, sem ég þekkti og spurði hann mig
hvort ég vildi ekki taka að mér að sækja fyrir sig
vélbát norður á Siglufjörð. Ég brást glaður við og
hélt nú að ekki stæði á mér til þeirra hluta og síð-
an fórum við að semja um kaupið, en það var nú
einn sem réði, og hann sagði að það skyldi vera
kr. 300,00 og ætti ég að borga allan kostnað. Ekki
var nú þetta glæsilegt tilboð, en ekki var um ann-
að að ræða en að taka því. Og svo setti hann það
skilyrði að við yrðum þrír. Við félagamir ræddum
þetta mál fram og aftur og komumst að þeirri
niðurstöðu að það yrði lagleg útkoma eftir túr-
inn fyrir tvo hvað þá heldur fyrir þrjá. Við gáf-
um því fjandann í öll fyrirmæli og ákváðum að
fara tveir. Nokkrum dögum seinna tókum við
okkur far með e/s Gullfoss og átti hann að koma
við á þrem stöðum og þar á meðal Hesteyri. Segir
ekki af ferðum okkar fyr en á Hesteyri, vorum
við orðnir matlystugir mjög því að ekkert höfð-
um við smakkað af mat frá því að farið var frá
Reykjavík því nú átti að spara, enda var skot-
silfur með naumasta móti. Ég þekkti fólk í þorp-
inu og ákvað að hætta á, að við félagar legðum
upp í klukkutíma göngu í von um að ég gæti
18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ