Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 40

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 40
hugsaði ég, ekki er meir á það að treysta. Er dimmt var orðið var þetta frekar ömurlegt ferða- lag, sá ekki útúr augunum fyrir byl, stormurinn ýlfraði og vældi í reiðanum og eins og undirtónn við þetta allt kváðu við hinar dimmu drunur í brotunum allt umhverfis. Aldrei fengum við þó neitt stórbort á okkur, utan einu sinni að brotsjór hvolfdi sér yfir bátinn framan við vantinn og tók vatnskútinn sem negldur var í járngjarðir öðru megin við lúkarskappann, og þeytti honum fyrir borð. Jæja, hann nær þó ekki rúgbrauðinu, hugs- aði ég og var hinn hreyknasti. Ég furðaði mig á því hvað báturinn lak lítið þar sem hann var byggður árið 1890 og var því á fimmtugs aldri, en við félag- ar vorum samanlagt nákvæmlega jafngamlir hon- um. Um kl. 3 um nóttina rofaði aðeins til, sáum við þá ljósbjarma frammundan, ég fór eins nálægt því eins og unt var í slíkum sjó. Þetta reyndist vera þýzkur togari, sem „slóaði“, þ. e. hélt skipinu upp í sjó og vind, voru skipverjar við vinnu á þilfari við aðgerð „sjóklárt“ að mér sýndist, litu þeir allir upp og gláptu á okkur eins og við vær- um einhver furðuskepna, um leið og við brunuð- um framhjá í faldi stórrar öldu. Ég rak handlegg- inn út um hliðargluggann á húsinu og veifaði, það var þó altaf munur að sjá fólk og ég hafði það ekki lengur á tilfinningunni að við værum aleinir á hafinu. Eftir vegm. áttum við að vera við Horn, eða því sem næst, en ekkert sást sem bent gæti til þess. Ég breytti nú stefnunni og hugð- ist nú halda laust við Kögur, var nú komið mesta foráttu veður, svo að ég hægði heldur ferðina, þurfti orðið aðgæzlustjórn til að verjast áföllum. Um morgunninn hafði ég staðið þarna í stýris- húsinu í sólarhring í sömu sporum að kalla og var farinn að finna til svengdar. Var nú farið að birta- af degi, heldur grisjaði í sortann með birtingunni, en herti heldur á veðrinu. Gengið var niður í vélarrúmið úr stýrishúsinu og þurfti ég ekki ann- að en kalla niður, kom þá félagi minn upp í gatið. Ég spurði hann hvort hann væri ekki svangur, en hann gaf lítið út á það, sýndist mér helzt að hann mundi vera hálfsjóveikur, enda var loftið og lyktin þar niðri ekki upp á það bezta. Mig dauðlangaði í rúgbrauðið, en gat þó ekki fengið mig til að biðja hann að sækja það, enda var það alls ekki hættu- laust verk. Ég kaus því að þrauka þar til við kæmum fyrir Straumnes. Mér fannst sjólagið vera með versta móti og minnkaði enn ferðina. Gluggi og hurð voru á afturhlið stýrishússins og varð mér litið út um gluggann nokkru seinna, sá ég þá að geigvænleg alda var á leiðinni fyrir aftan okkur, leiðinlega þunn í toppinn. Ég jók hraðann eins og hægt var til þess að hún brotnaði ekki alveg á okkur, enda var hún hálfa bátslengd frá er hún braut, þá rauf ég sambandið við skrúfuna svo að ferðin skyldi minka eins og hægt var, um leið og ég leit við skall brotið yfir okkur. Báturinn bókstaflega hvarf í grængolandi löðrinu, ég sá og fann ekkert nema ólgandi hafið umhverfis, saup hveljur, spítti og saup á aftur., Mér fannst þetta endalaus eilífð, ég hélt dauðahaldi í stýrishúsið og skynjaði það eitt, að ég ætlaði að halda bátnum beint undan brotinu og ímyndaði mér, að ég væri að því. Raunar gerði ég ekki annað en að halda mér, því mér fannst, að verið væri að slíta af mér handleggina. Glerbrotin höfðu þyrlast yfir höfði mér úr afturglugganum og hurðin fór mjölinu smærra. Sá gamli fór nú að lyfta sér úr löðrinu, það rann útaf lunningunni beggja meginn, það hrikti í honum og það fóru um hann hnikkir og rykkir og mér fannst eins og hann væri að vindast til. Allt í einu hrökk ég við, ég lyftist á loft frá gólfinu. Hver fjandinn hugsaði ég, er hann nú að liðast sundur eða hvað. Nei ég hafði aðeins stein- gleymt félaga mínum niðri, hann hafði sett herð- arnar undir lokið yfir opinu og lyft öllu saman upp, ég hafði sem betur fór staðið á því annars myndi það hafa flotið upp. „Hvað er eiginlega um að vera?“ sagði hinn rólyndi maður, hálfur uppúr gatinu með lokið á herðunum. „O við ætluðum að fara að æfa höfrunga hlaup en aftur- endinn á okkur várð heldur þungur“, svaraði ég og þóttist brosa, en varð víst ekkert annað en grettur. Um leið varð okkur litið fram á þilfarið og sáum að olíutunnan var á ferðalagi lunninga á milli. Ég gaf skrúfunni samband og setti á hæga ferð og reif báturinn sig þá upp úr, en tunnan var í hættu og tunnan var á þessari stundu, jafn verðmæt fyrir okkur og okkar eigin sál, því að án hennar . . . já, við vorum ekkert að reyna til að hugsa þá hugsun til enda. Við vorum ekkert fíknir í að velkjast um hafið vélarvana og segl- lausir, matarlausir og hálfviltir og það í slíku veðri. „Ég verð að reyna að bjarga tunnunni, því að ekki vil ég neitt eiga við stjórnina í þesum gaura- gangi“, sagði hinn rólyndi vélarmaður. „Jæja, en festu þessum enda yfirum þig“, sagði ég og kast- aði til hans kaðalhönk, sem á einhvern óskiljan- legan hátt hafði hangið kyrr í stýrishúsinu þrátt 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.