Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 43

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 43
um klukkan fjögur um kvöldið komum við að bryggju á ísafirði, hafði ég þá staðið með hend- urnar á stýrishjólinu í 40 tíma og var orðinn all stirður í liðamótunum. Rúgbrauðið var búið og sömu leiðis smjörlíkisstikkið, en eingan vatnsdropa höfðum við með. Við bundum bátinn eins ramm- byggilega og byrgðir okkar af landfestum leifðu og sváfum síðan svefni hinna réttlátu á „Herkast- alanum“ um nóttina. Við vöknuðum í býti um morgunninn við vondann draum, það var komið vestann rok. Allir vita hvernig er að liggja við bryggju á Isafirði í vestanroki þ. e. a. s. fyrir smá- skip, og við þutum á fætur og um borð. Bátur- inn hjó og rykkti í festamar. Við þorðum ekki meir en svo að treysta festi bitanum um borð og settum því fast um mastrið á meðan við komum vélinni í gang. Síðan hjöksuðum við á móti rokinu innfyrir suður tangann og út sundin og lögðumst fyrir akkeri, grunt utan við kaupstaðinn. Faðir minn, sem var staddur á Isafirði kom og sótti okk- ur, því að engan bát höfðum við, til þess að fara á í land. Við keyptum okkur nú nauðsynjar heldur ríflegri en í fyrraskiftið og fengum vatn á kútinn. Var komið fram yfir hádegi er við lögðum af stað. Fengum við undanhald vestur að Hóli, þá fór hann að koma á móti og er við komum á opinn Súgandafjörð var orðið það hvast að rétt mjakað- ist og aldan óx að sama skapi. Það blés heldur óþyrmilega í gegnum stýrishúsið, og var ekkert notalegt að standa í roki og ágjöfum. Ég ákvað því að reyna að taka fyrir Sauðanesið og inn á Onundarfjörð' og tókst það að lokum og Luium við þar um háttatíma. Bundum við bátinn við bryggju og fengum gistingu hjá fólki, sem ég þekkti á Flateyri. Um morgunninn kom til okkar maður all einkennilegur, að mér fannst, bað hann um far til Reykjavíkur. Var það auðsótt og hugs- aði ég mér gott til glóðarinnar að láta hann skifta við mig að stýra. Lögðum við af stað um morgun- inn eftir að hafa þegið hinar beztu góðgerðir. Var nú veður orðið stilt. Bættum við enn við vistir þar sem við vorum nú orðnir þrír. Það kom brátt í ljós, að lítið gagn var að farþega okkar til að stýra, var þetta sveitamaður, sem aldrei hafði snert á slíku fyrr, en ekki var hann sjóveikur, enda ágætt veður. Um morgunninn, daginn éftir vorum við út af Öndverðanesi, áttavitinn var nú sæmi- legur. Ég hafði getað stilt seglana dálítið eftir miðum um leið og ég fór frá ísafirði. Félagi minn hélt sig í vélarrúmi að vanda, farþeginn hafði verið uppi hjá mér alllengi en svo farið frammí og lagt sig. Nú kom hann upp, eftir að hafa verið frammí um tvo tíma. Hann glápti allkynlega á mig er hann kom inn í stýrishúsið. Svo sagði hann. „Hvað er þetta, ert þú hér, ég sá ekki betur en að þú svæfir frammí“. „Nei, sýndist þér það“ svar- aði ég og hló. Mér sýndist það ekkert, ég sá það, þú lást í „kojunni“ á móti mér og svafst, og það fast að sjá. „Eða er það kanski hinn maðurinn, bætti hann við. Nei það er ekki hann, hann er niðri í vélarrúmi11, svaraði ég. En eigum við ekki að koma og athuga þennann vanda, kanski þetta hafi verið hugur minn holdi klæddur, því að mig dauð langar til að leggjast í „Koju“ og sofna, sagði ég við hann. Ég kallaði niður og bað vélamann að stýra svolítið fyrir mig, ég ætlaði að skreppa framí hásetaklefa. En farþeginn gaf það dauðan- um og djöflinum að hann færi frammí aftur og helzt ekki það sem eftir væri af ferðinni. Ég lét það gott heita og fór fram í klefann og settist á bekkinn gegnt kojunni, sem farþeginn hafði séð mig sofa í. Þar var ekkert að sjá, utan fatadræsur og einn teppisræfil. Það kom yfir mig einhver undarleg værð, báru gjálfrið við skipssúðina var svo róandi og svæfandi, ég stóðst ekki mátið, kast- aði mér upp í kojuna á móti og steinsofnaði á auga- bragði og svaf í tvo tíma, þá vaknaði ég og leit á klukkuna og þaut upp. Mér fannst ég vera svo hress og endurnærður á sál og líkama eins og ég hefði sofið minnst 10 tíma. Ég fór aftur í stýris- hús og farþeginn og ég horfðumst í augu, mér lannst eins og væri hræðsluglampi í augum hans, það er eins og hann sjái draug, hugsaði ég. Við komum til Reykjavíkur um kvöldið þann 9 nóv. í bezta veðri og kvöddum farþegann okkar og hef ég aldrei séð hann síðann. Daginn eftir hitti ég útgerðarmanninn, sem spurði mig spjörunum úr, hann glotti er ég sagði honum að þriðji maðurinn hefði allt í einu orðið veikur þegar átti að fara af stað. En umsamda þóknun greiddi hann og ég gat gengið í heilagt hjónaband og þótti betur farið, en heimasetið. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.