Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 55

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 55
stjórinn og stýrimaður póstskipsins, en læknirinn, sem lokið hafði við að gera að sárum manna hlaustaði forvitnislega á. Arangurinn af þessum við ræðum varð eins og stýrimaðurinn hafði sagt, því að lokum yfirgaf björgunarbáturinn barkskipið, án þess að nokkur af áhöfn þess væri með. „Skilaðu kveðju til skipstjórans", sagði skip- stjórinn að lokum við stýrimann póstsskipsins, „og segðu honum að við munum komast í höfn eftir 3 daga, og þangað til muni skútan fljóta. Ég get ekki yfirgefið hana meðan nokkur von er. Hann mun skilja það“. Þegar þessi skilaboð voru færð skipstjóra póst- skipsins kinkaði hann hæglátlega kolli og sagði: „Já, ég skil“. Póstskipið andæfði nú um stund hærra af bar- skipinu og dældi út olíu. Við það lægði sjóinn og notaði barskipið þá tækifærið og lagði yfir og hélt svo leið sína. Skildi þar með skipunum. Læknirinn lýsti nú fyrir skipstjóra ástand- inu um borð í barkskipinu og lét í ljós undrun sína yfir framferði skipstjóra þess, en skipstjóri hlustaði þögull á. „Hvers vegna gera þeir þetta“, sagði læknir- inn að lokum. „Enginn mundi ásaka skipstjórann fyrir að yfirgfa skipið undir þessum kringumstæð- um. Stýrimaður þinn gæti borið vitni um það“. „Það gæti ekki sýknað hann fyrir hans eigin samvisku“, sagði skipstjórinn. „En hann hættir sínu eigin lífi Og allrar skips- hafnarinnar fyrir skipið“, svaraði læknirinn. „Eg játa að ég skil þetta ekki, en mér finnst það heimskulegt11. Skipstjórinn brosti. „Segið mér eitt“, sagði hann, „hvers vegna fórstu um borð í barkskipið þegar það óskaði eftir laekni?“ „Hvers vegna“, sagði læknirinn undrandi. „Þú sagðir mér að þeir vissu að við værum póstskip, og að þeir myndu ekki stöðva okkur nema í lífs- nauðsyn11. „En þú hefðir getað neitað að fara“, hélt skip- stjórinn áfram. „Eg sagði þér frá hættunni, sem þú lagðir þig í, í opnum báti í þessu veðri, og að komast á milli björgunarbáts og skips“. „Eg vona að persónuleg hræðsla mín vami mér aldrei að gera skyldu mína“, svaraði læknir- inn. Sjómenn íslands Sjómenn, Islands sómi, sigra hverja jpraut, hinn forni frægðarljómi, falli þeim í skaut. Þeir æðrast sízt þó Ægir sig ygli, og lyfti hramm, sjómenn, íslands sómi, sækja djarfir framm. Sjómenn, lslands sómi, sína þrek og hug, þó hafsins undur ómi þá aldei brestur dug. Þeir sækja björg og blessun í breiða unnar skaut, sjómenn, íslands sómi, sigla glaðir braut. Sjómenn, ísíands sómi, sanna geyma dyggð, þeirra hrósið hljómi heims um víða byggð. Þeir fórna djarfir fjöri við feiknum þrunginn sjó, sjómenn, íslands sómi, með sanna hetju ró. Sjómenn, íslands sómi, sveipist Drottins mund og bænir hlýjar hljómi til heilla hverja stund. Þeim Ijós á hættu leiðum, voru Ijiífi faðir ver á vegum báru breiðum þá blíðast felum vér. Sigríður Sigurðardóttir. „Já, þannig er það með okkur flesta”, sagði skipstjórinn. Geir Ólafsson loftsk.m. þýddi. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.