Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 57

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 57
Sæljónin taka sín síðustu frjálsu sundtök áður en þau lenda í netunum. sólbrenndu klettaströnd Californiu, þar sem sjór- inn er oftast ylvolgur, svo að mikil umskipti hljóta þetta að hafa verið fyrir þau. Þeir eru víst ekki margir hér, sem hafa séð sæljónin í hinum upp- runalegu heimkynum sínum, eða vita hvernig far- ið er að veiða þau. Myndirnar sem þið sjáið hér gefa nokkra hugmynd um þetta. Sæljónin eru mjög eftirsótt í öllum dýragörð- um, og þeir menn eru til, sem stunda eingöngu þá atvinnu að veiða sæljón fyrir dýragarða. Einn þessara manna er John Zolezzi, sem þið sjáið hér um borð í bátnum sínum. Hann stundaði sæljóna- veiðar fyrir stríð, og að ófriðnum loknum tók hann aftur til fyrri iðju sinnar. Bækistöðvar hans eru við Coronado eyjuna úti fyrir San Diego í Cali- forniu, þar sem hið fjölbreytilegasta selakyn elst upp við hin ákjósanlegustu skilyrði. Veiðiaðferðin er ofur einföld og miskunarlaus eins og öll veiði er. Net eru lögð fyrir utan þar sem sæljónin sóla sig á klöppunum, að því loknu er hafin skothríð yfir höfuðum þeirra og sæljónin kasta sér til sunds hvert um annað þvert — beint í netin. Síðan eru þau dregin um borð í mótorbátinn, þar sem þau sæljón eru valin úr sem eru yngri en þriggja ára, og eftii það hefst ferðalag þeirra, til dýragarða Sæljónin eru nú ánetjuð, og ferðalag þeirra til dýra- um allan heim. garða út um heim er hafið. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.