Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Blaðsíða 59
Ú tlitsmynd af
Sjómannakirkjunni
á Selási
í teikningu.
gengur á öldum hafsins, en á stöllum umhverfis
kirkjubygginguna, líkneski af postulunum og
atriðum úr postulasögunni. Kirkjan á að verða 50
metra löng og hæð turns 50 metrar. Á sönglofti
kirkjunnar verður rúm fyrir 100 manna kór.
Það yrði of langt mál, að lýsa henni hér, en
nokkra hugmynd um kirkjuna gefur útlitsmynd-
in, sem fylgir þessari grein.
Söfnunarlistar til kirkjubyggingarsjóðsins hafa
þegar gengið manna á milli, þótt ekki hafi verið
hafinn opinber áróður fyrir söfnuninni ennþá.
Hefir nokkuð fé þegar safnast til kirkjubyggingar-
innar. í sjómannakirkjunefnd eru auk Jens
Eyjólfssonar þeir Hafsteinn Bergþórsson útgerðar-
maður; Henry Hálfdánarson skrifstofustjóri; Ósk-
ar Erlendsson lyffræðingur og Þorsteinn Schev-
ing Thorsteinsson lyfsali. — Verður nú á næst-
unni hafist handa um að safna fé til kirkju bygg-
ingarinnar.
Gjörð hefir verið sérstök bók, bundin í skinn,
þar sem færð verða inn nöfn allra gefenda. Ligg-
ur hún nú frammi á biskupsskrifstofunni. Er ætl-
unin, að sú bók verði geymd í altari kirkjunnar og
færð þangað þegar kirkjan verður vígð.
Þetta er þá í fáum dráttum frásögn af aðal-
áhugamáli þessa sjötuga athafnamanns, sem vill
heldur tala um áhugamál, sem hann ætlar að koma
í verk, en unnin afrek á liðnum árum.
Jens Eyjólfsson fæddist að Hvaleyri við Hafn-
arfjörð 3. desember 1879. Hann nam fyrst iðn sína
hjá Magnúsi Blöndal í Hafnarfirði, en lauk námi
hjá Guðmundi Jakobssyni hér í Reykjavík. Síðan
fór hann utan til að fullnuma sig í byggingalist.
Faðir hans, Eyjólfur Eyjólfsson frá Hausastöðum
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39