Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 61

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Side 61
Mér kom þetta dæmi í hug þegar eftir fyr- greindan slysavarnardeildarfund. Eg hef síðan fundur þessi var haldinn, talað við marga félaga mína sem eru skráðir á skip, allra tegunda, og segja þeir mér flestir, að engar báta- æfingar hafi verið haldnar síðan stríðinu lauk. Sé þetta rétt, sem ég efast ekki um, verður á því séð að skipverjar allra stétta, hafa ekki tækifæri til þess að kynna sér róðrarlagið, né að þjálfa sig í því efni, og er það til vansæmdar, og eins hitt að taka veitingastarfsfólkið sérstaklega fyrir í þessum efnum. Þessar línur eru skrifaðar til þess að minna á, að nauðsynlegt hljóti það að vera, að aðgæta hvort allt sem björgunarbátum viðkemur sé í lagi, talíur smurðar á ákveðnum fresti, yfirlitið að talí- ur séu ekki slitnar af t. d. fúa, svo og annað sem bátunum viðkemur sé í eðlilegu standi. Þessir hlutir mega ekki stirðna af hreyfingarleysi. Slysavarnarfélag íslands á að mínu áliti að láta þessi mál til sín taka, eins og önnur velferðarmál, sem það félag hefur beitt sér fyrir, er snerta slysa- varnir og aukið öryggi. Um leið og ég lýk þessum fáu línum mínum, vil ég ítreka það, að veitingastarfsfólkið á skipum, hefur fullan skilning og áhuga á þessum efnum, og því alrangt að saka þá eina um vansa í þeim málum. Og svo vænti ég þess að skipstjórar geri meir af því að hafa bátaæfingar héðanífrá, því eins og sagt er, er það of seint að byrga brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann, eins getur það orðið of seint að aðgæta hvort björgunarbáturinn sé í lagi þegar skipið er strandað, eða er að sökkva úti í rúmsjó. Frá síðasta sjómannadegi Stakkasundið í Tivoli. Sundmennirnir. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.