Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 21

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 21
Af hverju gerðist þú ekki sjómaður? Asgeir Jakobsson ræðir við Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsráðherra Eggert G. Þorsteinsson. Guðbjörn Þorsteinsson er skipstjóri á Þorsteini RE 303. Hann er aíflamaður og sagður hinn ágætasti skipstjóri í alla máta. — Guðbjöm er albróðir Eggerts sjávarútvegsráðherra, tveimur og hálfu ári yngri. — Eggert lyftir sér stundum upp frá stjórnmálaþvarginu með því að skjótast út túr og itúr með bróður sínum, ef þannig stendur á um helgi, að hann getur verið kominn aftur að landi í tæka tíð á mánudeginum. Ég varð Eggert samskipa í loðnutúr á Þorsteini síðastliðinn vetur. Mér gafst tækifæri til viðræðna á leiðunum og eins meðan verið var að snörla inn nót- ina, því að kraftblökkin bilaði, þegar verið var að þurrka að loðnunni, og varð þetta tafsamt verk og erfitt, en tókst með ‘harðfylgi og lagi, þó að tæp 200 tonn væru í nótinni af loðnu, sem leggst feykilega þungt í. Það er einhvem veginn þannig á sjó, að menn ræða eitt og annað frjálslegar en þeir myndu að öðru jöfnu gera í landi. Andrúmsloftið um borð er þannig. Það lá vel á Eggert að minnsta ko9ti, eftir að séð varð að aflanum yrði bjargað og hann svaraði tæpitungulaust ýmsum spumingum mínum, sem hann hefði vafalaust ekki anzað, ef ég hefði Iagt þær fyrir hann í landi. Eins og kunnugt er, þá er Eggert G. Þorsteinsson upp- alinn við sjó og af sjómönnum kominn í allar áttir. Mér fannst þ\f eðlilegt að spyrja hann: — Af hverju varðst þú ekki sjó- maður? — Ég helfi oft verið spurður þessarar spumingar og sannarlega ekki að ástæðu- lausu. Um leið og ég svara spuming- unni finnst mér ekki úr vegi að rifja upp nokkra þætti frá æskuárunum til að sýna, hversu eðlilegt það hefði í raun- inni verið, að ég legði sjómennsku fyrir mig. Ég er fæddur 6. júh 1925, kl. 3,30 í norðausturherbergi í kjallara ‘hússins við Kirkjuveg 15 í Keflavík. Foreldrar mínir voru hjónin Margrét Guðnadótt- ir, ættuð austan yfir fjall og norðan úr landi, og Þorsteinn Eggertsson, Gísla- sonar útvegsbónda í Kothúsum í Garði, og ég er heitinn í höfuðið á afa mínum rækilega, því að ég heiti fullu nafni Eggert Gíslason Þorsteinsson. — Faðir minn var skipstjóri. Hann Ifórst 35 ára að aldri ásamt sex skipverjum sínum að- fararnótt 27. nóvember 1940 á báti, sem Eggert hét og var 22 tonn að stærð, byggður 'í Fredrikssund í Danmörku árið 1930, og hét í höfuðið á afa. Þessi bátur hafði alla tíð reynzt happafleyta. Faðir minn hafði tekið við honum þetta haust af Gísla Ama, eldra bróður sínum, sem hafði verið með hann frá því bátur- inn kom til landsins, nema hvað faðir Þorsteinn Eggertsson t. h. og bróðir hans Gísii Arni t. v. Myndin er tekin um 1930. minn hafði hlaupið í skarðið fyrir bróð- ur sinn eina eða tvær haustvertíðir á reknetum, og á reknetum var hann þeg- ar ’hann fórst. Eins og alf þessu sést var mjög gott með þeim bræðrum alla tíð eins og þeim Kothúsasystkinum öllum, en þau votu þá sex talsins, nú fjögur látin. — Það ríkti einstakt vinarþel innan Kothús- fjölskyldunnar. Þar heyrðist aldrei orð- inu hallað. Ef einhverjum í fjölskyld- unni mislíkaði eitthvað, við einhvern annan fjölskvldumeðlim, þá var þeirri misklíð eytt með þögn. Ég minnÍ9t þess ekki, að þegar systkinin hittust ásamt mökum sínum, að nokkru sinni væri rætt um nokkuð það, sem ágreiningi gæti valdið, 'heldur var það bezta dregið fram í 'fylgd með innilegum hlátri og kátínu og þannig kafnaði öll miöklíð 'hafi hún einhvem tímann verið. Samfundir systkinanna urðu að sjálf- sögðu færri, þegar hvert þeirra hafði stofnað eigið heimili, en í hléum milli vertíða, eða á stundum, þótt ek'ki væri nema landlega, voru ekki spöruð sporin út í garð. Á leiðinni út eftir hröðuðu foreldrar mínir svo göngunni, að við bræðumir, ég og Guðbjörn, urðum að bera stuttu fætuma hratt til að 'halda í \rið þau. Þau hlökkuðu sannarlega til samfundanna við skyldmenni sín. Allt tal á heimili minu og þeirra, sem í heimsókn komu, var um fiskirí, veðr- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.