Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 45
Nokkur orð
til hinna íslenzku
Fyrsta bréf Eggerts Ólafssonar
til Sigfúsar Eliassonar
Aldan bjarta upp mig 'leiddi
inn að hjarta sjáandans.
Ölduboðum burtu eyddi
blessuð náðin kraftgjafans.
Ég er hjá þér svo oft og svo dft, 'þótt þú ei hafir skilið mig. Ég hefi fylgzt
með tónfallinu. Ég hefi vakið hjá þér hreinar tilfinningar fyrir Ufeðlisfræði
sálarinnar. Stundum hefi ég orðið að beygja vilja þinn með þungum átökum.
Ekki af þvi að ég hafi viljað vera þér óvinveittur, heldur sannur vinur sálar
þinnar, þegar hafgúan hefir sungið í eyru þín hinn andlega unaðssöng töfra-
hljóma sinna.
Ég viðhef hafgúa, af þ\i mér fannst ég lenda í örmum þeirra, er ég hvarf
úr tölu þeirra lifandi á Jörðunni. En í raun og veru voru það hinar miklu
dísir, sem taka syni mannanna á arma sína, er þeir drekka saltan sjó og deyja.
Þetta er aðeins orðsending til þín, sem þú ekki flytur sem fræðierindi, eða
fræðigrein, því það eru ekki margir af áheyrendum þínum, sem kunna að
'bergja a'f þessum lindum, sem ég býð þér.
Mundu eftir því, að ég sigli á himinfleyinu umhverfis þig, eins og áður.
Þú ert helgaður í krafti andans, sveipaður í röðulskykkju Ijóssins — tengi-
aflið á milli heimanna.
Kem seinna í betri skilyrðum með fróðleik.
Friður sé með þér.
Eggert Ólafsson.
Dulheym Sveinbjargar Sveinsdóttur.
Skjalfest af Sigfúsi Elíassyni í Launhelgum íslands í aprilmánuði 1939.
sjomanna
Enda þótt þetta bréf frá hinum
himncska sendiboða, Eggert Ólafs-
syni, flókkist undir það, er vér nefn-
um: BLAÐ ÚR BÓK LEYNDAR-
DÓMANNA, þá er mér bæði ljúft
og skylt að láta það birtast hér í Sjó-
mannadagsblaðinu, því svo drengi-
lega brugðust margir sjómenn við, er
ég leitaði til þeirra á Ifyrstu árum út-
gáfustarfsemi minnar, hóf útgáfu
undir nafninu: Dulrænaútgáfan. —
Verða nöfn iþeirra mörgu heiðurs-
manna 'birt síðar. Þau standa skráð
í bókum Dulspekiskólans í Reykja-
vík. Þessi leynilega útgáfa, er nefn-
ist: Blað úr bók leyndardómanna, var
fyrst hafin tí'l þcss að sanna það, að
margoft voru óss sagðir fyrir ókomn-
ir heimsviðburðir. Og þessi prentuðu
leyniskjöl vom samstundis atfhent
tuttugu tnönnum, sem allir bám vitni
um hinn háa sannleika, að Drottinn
Guð vill og getur nú sem fyrr opin-
berað þjónum sínum áður Ókunna
leyndardóma og þannig sannað vald
sitt og hina eilífu vizku sína mönn-
unum til blessunar.
En þessir helgidómar eru og verða
aigjörlega ófáanlegir, nema beint frá
minni eigin hendi. Gef ég þá réttum
viðtakanda persónulegar upplýsingar.
Eykur það og margfaldar gildi þeirra.
Og svo gæti farið, að mikið fé yrði
boðið í þá útgáfu, þá er tímar liða
fram. Og þá munu færri fá en vilja,
jafnvel hvað sem í verður boðið. En
sjómönnum og ástvinum þeirra verða
þeir afhentir svo lengi sem upplagið
endist.
Sigfús Elíasson.
V
J
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31