Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 47

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 47
urn, þegar Doyle lögregluforingi kom til vinnunnar, sagði Rogers honum, að ihann ætti pakka niður á varðstofu lög- reglunnar. Það var ekkert óvenjulegt að pakkar bærust. Doyle og Rogers fóru saman niður á skrifstofuna að sæikja pakkann. Vélritaður miði var utan á pakkanum með upplýsingar um, að innihaldið væri lítið 'hitaelement, sem óskað var eftir að yrði prófað. Rogers fylgdist með Doyle upp í radíóverkstæðið á næstu hæð fyrir ofan. Þeir röbbuðu saman um daginn og veg- inn meðan Doyle fór strax að vefja utan af pakkanum. Tvöfalt pappalag var utan um, og þegar Doyle hafði loks komizt að innihaldinu og ædaði að fara að setja tengilinn í samband, veitti hann því athygli að Rogers var farinn út. Doyle hafði sennilega talað við sjálfan sig síðustu mínúturnar. Hann yppti öxlum og stakk tenglinum í samband. Ofsaleg sprenging kvað við, og allt húsið gnötraði. Doyle kastaðist meðvit- undarlaus í vegg og ilá iþar, og blæddi úr djúpum sárum á andliti 'hans og hálsi. Þegar staxfsliðið kom hlaupandi inn í verkstæðið fundu þeir hann liggj- andi nær líflausan á gólfinu. Allir fing- ur voru slitnir af vinstri hendi og hann hann var einnig lærbrotinn. Það þóttí enginn vafi leika á því, að þetta væri morðtilraun. Doyle lá nær meðvitundarlaus í hálfan mánuð á sjúkrahúsinu. Loks tók hann að hjarna við. Ef hann hefði dáið, var nokkum veginn ömggt að Rogers heifði verið látinn taka við starfi hans. En Doyle 'lifði. Á meðan Rogers tjáði konu 'hans samúð sína, og hét því að hann skyldi drepa ,,þann vitfirring sem framið hefði iliverkið", fór lögreglan með mikilli leynd að draga saman ýmsa þræði út frá þeim punktum, sem ’þeir fengu hjá Doyle á sjúkrabeðinu. Það kom í ljós að bréfmiðinn, sem fylgdi pakkanum, halfði verið skrifaður með ritvél lögreglunnar í radíó-deild- inni. Leiðsluþráður í radíóverkstæðinu var sömu tegundar og sá sem var í sprengjunni. í íbúð Rogers fannst slatti af sams konar málningu og var á sprengj- unni. Einnig fannst þar sams konar þéttiefni og það sem notað hafði verið í sprengjuna. Og það sem gerði útslagið var: að nákvæmlega sams konar sprengja fannst þar undir gólffjölum. Ut frá öllum þessum gögnum var að nvju farið að grúska í Morro Castle- málinu. Radíóviðgerðarmaður í Bay- onne kom með athyglisverða frásögn. Haustíð 1933 halfði hann sent nokkur bréf fyrir kostnað Rogers. Viðgerðar- -maðurinn áttí afrit af þeim — innihald iþeirra voru mergjaðar hótanir tíl þáver- andi yfirloftsheytamanns á Morro Castle, Stanley Fer90n Bréfin skelfdu Ferson til þess að segja upp starfi sínu, — og Rogers var látínn taka við starfi 'hans. Meðan á rannsóknunum stóð, kom ókunnugur maður í 'heimsókn á sjúkra- húsið til Doyle. Hann hafði verið far- þegi með Morro Castle síðustu ferðina. Hann 'haJfði bjargast með því að kasta sér í sjóinn og verið dreginn upp í nær- staddan fískibát. Hann hafði þó aldrei komið fyrir rétt — hann hafði ferðast undir fölsku nafni, þar sem hann var á leynilegu ferðalagi i sambandi við upp- reistina á Cúbu. Hinn ókunni sagði svo frá: — Kvöld- ið fvrir brunann hafði hann verið uppi á bátadekki og átt viðtal við Willmott skipstjóra, sem hann var vel kunnugur frá fyrri ferðum. Skipstjórinn hefði þá haft orð á því að fyrsta verk sitt þegar komið væri til New York yrði að láta yfirloftskeytamanninn Rogers fara í land. Rogers væri hefnigjam maður, sem svifist einskis, og gætí verið hættu- legur bæði skipi og farþegum. George Alagna annar löftskeytamað- ur hafði setið fjóra mánuði 1 gæzlu- varðhaldi, grunaður um skemmdarvetk, en hafði þá verið sleppt vegna skorts á sönnunum. Þegar honum var sleppt lausum gerði hann tílraun til að fremja sjálfsmorð, niðurbrotínn maður vegna þess glæps, sem hann var sakaður um. En Bayonne-lögreglan fór nú að skyggn- ast nánar í öll smáatriði. Þegar starfandi dekkyfirmenn Morro Castle vom í yfiiheyrslum í New York hafði enginn minnst á fyrirætlun Will- motts skipstjóra um að setja Rogers í land. Þegar Alagna háfði skýrt frá hneykslanlegri framkomu yfírmanna í brúnni, þar sem þeir hefðu hagað sér eins og „móðursjúkar kerlingar, en ekki sem heiðarlegir sjómenn", hafði Warms þess í stað vitnað á móti Alagna. Þar við bættist umsögn Rogers um Alagna — sem að sjálfsögðu var lygi frá rótum. Það kom einnig í Ijós, að lögfræð- ingamir höfðu af hagsmunalegum ástæðum, lagt allt upp í hendurnar á Rogers. Þeir vildu draga úr ásökunun- um á yfirmennina og útgerðarfélagið, og þá kom sér vel að hafa Alagna sem syndasel. Allri rannsókninni var því beint að Alagna, sem skortí þó öll sönn- unargögn gegn. í stað þess að lögreglan hefði átt að fara nánar í saumana við Rogers. Rækileg rannsókn á fortíð Rogers hefði fljótlega eytt hetjuljómanum, sem hann hafði aflað sér. Alk frá 12 ára aldri var 'hann þekktur sem þjófur og lygari, og síðustu 20 árin hafði hann margsinnis verið dæmdur fyrir ýmiss konar afbrot. Það algengasta var þjófn- aður, en honum hafði einnig verið hegnt fyrir ofbeldi og íkveikjutilraunir. Það Ifundust einnig upplýsingar um óupplýst brunatilfelli á vinnustöðvum þar sem Rogers hafði starfað. Sumarið 1938 var George Rogers dæmdur fyrir morðrilraunina á Doyle lögregluforingja. Hann neitaði, en lík- umar vom svo sterkar, að hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Rogers var sleppt úr Sing Sing-fang- elsinu haustíð 1942. En það leið ekki á löngu þar til hann sýndi að nýju, að 'hann væri samvizkulaus um mannslíf. Hann myrtí eldri hjón á eitri, ril þess að komast yfir 1500 dollara sem þau áttu. Löks 1953 var hann dæmdur að nýju í fangelsi og í það sinn til æviloka, 'án möguleika til náðunar. Meðan hann var í fangelsinu viðurkenndi Rogers fyrir lögreglunni, að það væri hann sem helfði kveikt í um borð í Morro Castle — aðallega tíl þess að hefna sín á Al- agna, sem 'hann taldi „að væri að sækj- ast eftir starfi hans“. Morðið á Will- mott skipstjóra vildi hann aldrei viður- kenna, þótt lögieglan legði hart að hon- um í því efni. — George Rogers lézt í fangelsinu 1958. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.