Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 42
Tveir kvensjóræningjar —
alræmdar fyrir grimmd um úthöfin
Löngu áður en nútíma umrœður um kvenréttindi og jafnrœði kynjanna
komu til greina, voru til ótalmargar konur, sem stóSu hvergi að baki í
karlmannsdug og beittu þá eigin vopnum. Frásögn þessi er um tvœr
konur, sem gerðust sjórœningjar og vöktu hrylling og skelfingu um út-
höfin, áður en þœr voru teknar til fanga og dauðadœmdar.
Frásagnir af sjóræningjum, sannar og
skáldaðar eru allflestar vafðar ævintýra-
blæ þjóðsagnanna. Orðið sjóræningi
vekur ósjálfrátt í huganum mynd af
svartskeggj uðu m ruddamönnum með
vafasama fortíð, í baráttu með fallbyss-
um, pístólum, sverðum og 'hnífum und-
ir svörtu flaggi með hvítri hauskúpu og
leggjuin undir. Hinn vilti ránfugl hafs-
ins, sem hefur hrisst alf sér öll bönd
samfélagsinS.
Frásagnir af sjóræningjum eru þekkt-
ar allt frá miðri 15. öld, stundum „lög-
Iegir“ þegnar, ef 'þeir voru í þjónustu
ríkisstjóma, en öftast sem hrein plága
á öllum friðsamlegum verzlunarsigling-
um. Þegar á leið var nær eingöngu um
samvizkulausa glæpamenn að ræða, sem
sigldu undir sjóræningjaflagginu „Jolly
Roger“ í von um ríkulegan ránsfeng,
sem þeir síðan gætu lifað góðu lífi af.
(Hvaðan nafnið á sjóræningjaflagg-
inu „Jolly Roger“ er komið vita menn
ekki með vissu, en ein tilgátan er þessi:
Stjómendur Cannonore fylkisins í Ind-
landi voru alræmdir sjóræningjar. Einn
grimmasti þeirra var Tamil AIi Raja,
sem um tíma var nefndur „konungur
hafsins". Sennilega hafa brezkir ræn-
ingjar ætlað að yfirgefa hann í grimmd
— og nefnt sig ,,raja“, sem síðar hefur
orðið að ,,Roger“. Löngu síðar var nafn-
ið „Old Roger“ alþekkt um þennan
svarfihvita fána, og síðar orðið að „Jolly
Roger" segir 'þessi tilgáta).
Vegna truflunar sjóræningjanna á
Tnilliríkjaviðskiptum, neyddust siglinga-
þjóðirnar til sameigin'legra strangra ráð-
stafana, og sjóræningi, sem var hand-
tökinn áttí aðeins yfir sér dauðadóm,
sem rétdættist með því, að sjóræning-
amir létu herfanga sína „ganga út
plankann". Tímarnir voru harðir og af-
staðan til afbrota var sú sama eins og
í Garnla Testamentinu: „Auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn.“
En þar sem 'hér er í meginatriðum
um sannsögulega frásögn að ræða, er
rétt að staldra við um stund og setjast
inn i réttarsal í San Jago de la Vega í
Vestur-Indíum, þar sem mildð var um
sjóræningja 1 upþhafi aldarinnar árið
1700. Nákværn tímasetning er 28. nóv.
1721, og frammi fyrir dómaranum
standa tvær uggvekjandi mannverur,
klæddar hinum algenga sjóræningja-
húningi: 9vört silkiskyrta og svartar
flauelsbuxur, sem troðið er niður í
óhrein sjóstígvél. Báðar eru þrjózku-
ifúllar og hegða sér frekjulega, þó út-
litið um dómsniðurstöðu sé síður en
svo gott.
Báðar hafa viðurkennt sök sína um
sjórán, og að hafa drepið fólk i ræn-
ingjaferðum. Dómarinn á aðeins eftir
að dæma þær til dauða með hengingu.
Þegar hann hefur lesið upp dómsúr-
skurðinn, spyr hann, 'hvort aðilamir
vilji ífæra fram einhverjar athugasemd-
ir, áður en aftakan fer tfram. Annar
hinna skuggalegu sjóræningja gengur
fram og segir:
— Herra dómari, — það verður að
fresta alftökunni. Ég er... þunguð...
Dómarinn og allir aðrir í réttarsaln-
um stara furðu lostnir á ræningjann.
Hvað er að gerast? Er þetta leikara-
skapur á 'hæsta stigi? Eða ný ósvífni í
framkomu?
En sjóræninginn lyftir aðeins klæð-
um, og dómaranum og öllum öðrum
verður ljóst, að hún segir satt: Það eru
tvær konur, sem hafa verið dæmdar til
dauða fyrir sjórán. Þetta yfirgengur allt,
sem áður hefur 'þekkzt.
Kvenræningjamir skýra í aðalatrið-
um líf sitt, og viðstaddir hlusta á eitt
furðulegasta fyrirbæri mannlegrar til-
wru, sem sögur greina frá. Bf til vill
eru játningamar eitthvað litaðar af
kringumstæðunum og } ímyndunarafli
kvennanna, en sögufræðingar hafa full-
yrt, að í meginatriðum hafi 'þær skýrt
rétt frá.
Nafn þeirrar sögulegri þessara tv'eggja
kvensjóræningja var Anna Bonny. Það
mætti segja, að fæðing hennar stæði í
sambandi við þjófnað á þremur silfur-
teskeiðum.
Faðir hennar var lögfræðingur í Cork
á Irlandi. Kona hans halfði orðið alvar-
lega sjúk og verið send tíl heilsubótar
í kyrrlátara umhverfi út á land. Lög-
fræðingurinn dvaldi ófram heima í
Cork, með þjónustustúlku, til þess að
sjá um 'heimilið. Stúlka þessi var í tygj-
um við pilt — skinnaverkunarmann —
en sleit skömmu síðar samvistum þeirra,
hann brást hið versta við og til hefnda
við hana stal hann þremur silfurtesikeið-
um frá heimilinu, sem hann lagði nökkr-
um dögum síðar í rúm hennar, svo hún
yrði sökuð um þjófnaðinn. En í sama
mund kom eiginkona lögfræðingsins
heim úr heilsubótarverunni. Hún grun-
aði eiginmann sinn um að hann færi á
bak við sig, og til þess að fá vissu sína,
lagðist 'hún í rúm þjónSutustúIkunnar.
Með þessu bragði komst hún að
tvennu: Að eiginmaðurinn brá sér inn
í stúlkuherbergið um nóttina, og að í
rúmi stúlkunnar lágu þrjár stolnar silf-
urteskeiðar. — I ofsabræði yfirgaf hún
heimilið. No’kkrum tíma síðar komst
aftur á samkomulag milli hjónanna, en
iþá kom til þess, að húsfrúin eignaðist
tvíbura, og nú hélt lögfræðingurinn þ\á
fram, að eiginkonan hefði verið sér
ótrú!
Eftir þetta lagði hann allan óhuga
sinn við dótturina, sem hann hafði
eignazt með þjónustustúlkunni. En af
28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ