Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 26

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 26
Alerki sýningarinnar er teiknað af iþeim Guðbergi Auðunssyni og Atla Má Arnasyni. Við ‘höfum gefið út vandaða sýningar- skrá, sem fyrirtækið Ritverk hefir séð um, en hún er prentuð í Prentsmiðju Hafnaífjarðar. Ég tel að hinar margþáttuðu upp- lýsingar í skránni um þá, er hér sýna, muni vekja noklkra eftirtékt og eigi efitir að nýtast mörgum sem hentug handbók um helztu aðila, sem að sýningunni standa. Ætlunin var að hafa kvikmyndasýn- ingar hér í 'húsinu, en vegna þrengsla varð að hverlfa frá því ráði. Sýningunni er þannig fyrir komið, að þegar opnað verður fyrir almenning í fyrramá'lið, verður þegar tekin upp hægri umferð hér á sýningunni. Gestir munu fyrst skoða og ganga í gegnum sögusýninguna, „Árin og segl- ið“. Þar má sjá, a. m. k. nokkra tíma á dag, aldraða sjómenn af Hrafnistu við gerð og uppsetningu veiðarfæra. Þegar inn úr þessari deild kemur, sjást ungu sjómannsefnin við skyld störf, en þar eru komnir drengir af sjó- vinnunámskeiði Æskulýðsráðs Reykja- víkurborgar. Þá eiga gestir kost á að fara niður einn stiga í vænitanlega fat-ageymslu hússins, sem einnig m'á skoða, þegar út er farið, en þar er margt forvitnilegt að sjá, eða upp í aðalsal hægra megin, þar sem flestir sýnendur eru. Til að auðvelda gestum að átta sig á umferðinni hér á eftir, hafa nokkrir yfirmenn frá Landhelgisgæzlunni og af kaupskipaflotanum boðizt til að leið- beina mönnum, auk þess sem sýnendur munu margir hverjir skýra gestum frá því, sem markvert er í deildum þeirra. Þegar úr aðalsal kemur, eiga gestir kost á því, eins og ég hefi drepið á, að skoða það, sem er í kjallara eða ganga í anddyri austanvert, þar sem gestir komu inn í kvöld. Þar er sýnt meðal annars, að hafið gefur, og getur gefið, okkur fleira en fisk. Þar sýna Sementsverksmiðja ríkisins og Rannsóknaráð ríkisins ásamt Orku- stofnun inn í nálæga framtíð, svo sem vinnslu verðmæta úr þörungum og ým- issa efna úr sjó. Þar er einnig komið fyrir fiskasafni frá Vestmannaeyjum, sem Þorsteinn Víglundsson setti upp fyrir okkur. í þeirri von, að gestir sýningarinnar fari ánægðir á brott höfum við leyft okkur að koma fyrir vinningum í skyndiihappdrætti sýningarinnar við út- göngudyr, og eru miðar einnig seldir þar. Ágóða þessa happdrættis verður varið til byggingar 9umardvalaheimilis úr Reykjavík og Ha'fnarfirði, sem Sjó- mannadagurinn heitir sér fyrir og eru nánari upplýsingar um þessa starfsemi í sýnnigarskrá. xxx í sýningarskrá segir svo um val okkar á einkunnarorðum sýningarinnar: Einkunnarorð sýningarinnar: Brim- rúnar skalt kunna, eru gerð að fyrir- mynd tíundu vísu Sigurdrífumála í Sæ- mundar-Eddu, þar sem segir: Brimrúnar skaltu rista, ef þú vilt borgið hafa á sundi seglmörum. Á stafni skalt rista og á stjómblaði og leggja eld í ár. Era svo brattur breki né svo bláar unnir, 'þó kemstu 'heiil af hafi. I einni gerð Völsungasögu, þar sem þessi vísa Sigurdrífumála er tilfærð, stendur: „Brimrúnar skaltu kunna.“ I upphafi sjóferða norrænna manna var það þekking á rúnum, sem bjarga skyldi „á sundi seglmörum", hinum seglbúnu hestum, skipunum. Rúnirnar átti að rista á stalfn skips og stjórnblað. Það vom brimrúnar og um leið bjarg- rúnar, en einnig varð að „leggja eld í ár.“ í þessum orðum geymist hinn fomi átrúnaður 4 verndareldinn. Með því að marka með eldi á tæki sín, bægðu menn frá illvættum; og enn tíðka sjómenn í Noregi þetta. Þessi ráð norrænna sæfarenda eru þúsund ára gömul. Með þeim töldu þeir sig komast heila af úfnu og hyldjúpu hafinu, sem mörgum, er heima sátu, stóð ógn af. Með þessum ihætti hófst leit að þekkingu í von um öryggi á hafinu, leit, sem enn er haldið áfram. Brimrúnir 20. aldar eru með öðr- um 'hætti en fyrir þúsund ámm. 1 stað blindrar galdratrúar og tilbeiðslu vernd- areldsins er komin þekking, sem sprott- ið hefur af hinni löngu leit. Nú eru tæki byggð á vísindum og tæknifram- förum komin á stað rúnaristurinnar og vemdareldsins. Kunnátta og þekking þeirra, sem nota eiga, sitja í fyrirrúmi, og árvekni og skjót viðbrögð til sjós og lands bjarga nú „á sundi seglmömm" og færir heill af hafi. — Einkunnarorðin tengja nútíð við fortíð og boða nýja framtíð með auknu öryggi og heillum handa sæfarendum á grundv-elli stöðugr- ar leitar. ðinnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnrðnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnf Cá] En3 Tðnnnnmnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnr 12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.