Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 16

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 16
viðurkennda sem þ j óðr éttarreglu, þótt eitt af verkefnum væntaniegr- ar hafréttarráðstefnu verði að á- kveða mörk landgrunnsins með hlið- sjón af rannsóknar- og nýtingar- möguleikum á auðæfum hafsbotns- ins. Sú staðreynd liggur fyrir að ná- grannar okkar, sem lönd eiga að Norðursjó, hafa 'þegar skipt upp á milli sín botni Norðursjávar. Rann- sóknir hafa staðið yfir um árabil og gífurlegar auðlindir fundist, sem þegar er farið að nýta — bæði olía og gas. Meðal þessara þjóða eru hörðustu andstæðingar okkar gegn útfærslu fiskveiðilögsögunnar — gegn við- urkenningu þess, að auðæfi hafsins sjálfs á landgrunninu, sem nátengd eru hafsbotninum, — teljist undir sama rétt. Persónulega hefi ég þá skoðun, að þessir hagsmunir hvorki eigi eða megi skerast í sundur, og áður en mörg ár líði verði þessi skoðun viðurkennd af meirihluta þjóða. Því hefur verið haldið fram að illframkvæmanlegt væri að miða fiskveiðilögsöguna við 400 metra jafndýpislínuna, þrátt fyrir ábend- ingar um að beinar línur yrði að draga yfir djúpa ála milli dýpis- punkta sem jafnvel væru í mikilli fjarlægð frá hvor öðrum, eins og að sumu leiti er gert með grunnlínu- punktana. Þessi röksemd fær ekki staðist, enda hefur Sjómælingastofn- un Islands þegar afsannað þessa kenningu með korti því, sem fylgdi frumvarpi til laga um fiskveiðiland- helgi Islands. Þar utan virðist nægur tími framundan til frekari dýptar- mælinga á umræddum svæðum nú í sumar, ef nauðsynlegt hefði talizt. A erlendum vettvangi væri okk- ur síst verra að miða við landgrunn- ið eins og við höfum alltaf stefnt að, samhliða algerri sérstöðu okkar meðal þjóða vegna fiskveiðihags- muna okkar. Málið hefur verið kynnt af utanríkisráðherra og sendi- herra okkar, Hans Andersen, bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og í Genf og þá fyrst og fremst byggt á land- grunninu og talað um 50—70 mílur. Hér hefur nokkuð verið rætt um það sem því miður var ekki í sam- hljóða ályktun Alþingis. Hinu ber að fagna að inn í upphaflega tillögu ríkisstjórnarinnar var tekinn nýr liður er segir, að unnið skuli áfram í samráði við fiskifræðinga, að ströngu eftirliti með fiskistofnum við landið og settar, eftir því sem nauð- synlegt reynist, reglur um friðun þeirra og einstakra fiskimiða til þess að koma í veg fýrir ofveiði. Hitt verður að harma, ef sú skoð- un er ríkjandi hjá núverandi ráða- mönnum þessara mála, að ekkert megi gera til friðunar, nema fyrir liggi samjþfykkt fiskifræðinga inn- lendra eða útlendra. Þetta er dregið hér fram vegna þess álits sjómanna og útgerðarmanna, sem veiðar stunda á hrygningarsvæðunum við suðurströndina að um ofveiði sé að ræða, en stangast á við álit fiski- fræðinga þar um. Þeirri skoðun vex nú mjög fylgi, að auk margháttaðra friðunarað- gerða okkar sjálfra til þessa, innan 12 mílna markanna, beri okkur nú í haust, um leið og mörkin verða færð út að alfriða stór svæði bæði hrygningarsvæði og viðurkenndar uppeldisstöðvar. Slíkar aðgerðir eru ekki aðeins nauðsynlegar framtíð okkar sem fiskveiðiþjóðar, heldur munu þær hjálpa okkur og auka stuðning við málstað okkar á er- lendum vettvangi. Aður en sigur vinnst á þjóðin sjálfsagt erfiða göngu fyrir hönd- um. Fiskimið okkar eru fjöregg þjóðarinnar og því verður að fara með allrij gát að skoða rækilega hverja framkvæmd sem gera á og hverja yfirlýsingu sem gefin er í sambandi við útfærsluna. Við skulum sýna fulla ábyrgð, en einurð, svo sem vera ber þegar fá- menn þjóð berst fyrir efnahagslegu sjálfstæði sínu og tilveru. Þá mun vel fara. Gjafir fil Hrafnisfu, barna- heimilissjóðs og sérsjóða Sjómannadagsins: Hjörleifur Þórarinsson, Hraun- bæ 156 .................... 20.000,00 Steinunn Magnúsdóttir Fram- nesvegi 56A ásamt börnum sín- um, Magnúsi Arnasyni, Onnu Amadóttur, Eyjólfi Amasyni, Asdísi Amadóttur, Sigurði Arnasyni og Sigurbergi Arna- syni, hafa gefið til minningar um Arna Þorsteinsson, hluta af hús- eigninni Framnesvegi 56A. Frímann Einarsson til minningar um konu sína Maríu Björnsdótt- ur .......................... 50.000,00 Jóna Guðmundsdóttir til minn- ingar um son sinn Stefán Björnsson og börn hans Lárus Stefáns9on og Jónu Stefánsdótt- ur .............................. 40.000,00 Hallgrímur Jóhannsson Hrafn- istu ............................ 50.000,00 Bjarni Jónsson Hátúni 3, Hafn- arfirði ........................ 300.000,00 Þorvaldur Magnússon Laugar- nesvegi 88 ...................... 80.000,00 Seld minningarkort til Styrkt- arsjóðs vistmanna ............... 26.186,00 Barnalieimiliss j óður: Ónefndur........................ 100.000,00 Sveinn Jónsson, vélstjóri ....... 50.927,00 Guðjón Pétursson Þykkvabæ .. 20.000,00 Bókagjafir: Guðrún Eiðsdóttir er var vist- kona á Hrafnistu hefur gefið 58 bókatitla eftir íslenzka og er- lenda höfunda. Margrét Amadóttir vistkona á Hrafnistu 186 bækur, eftir ís- lenzka og erlenda höfunda. Fulltrúaráð sjómannadagsins og stjórn Hrafnistu flytja fyllstu þakkir til gefenda og allra þeirra er á margvíslegan hátt stuðla að velferð Hrafnistu. 2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.