Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 17
Róðrarsveit Gísla J. Johnsen, stýrimaður Hannes Hafstein. Þeir réru vegalengdina á
3:11,0 mín. og höfðu beztan tíma róðrarsveita.
Sjómannadagurinn i Reykjavík 1971
Sjómannadagurinn 1971 var hald-
inn 6. júní og var hinn 34. í röSinni.
I Reykjavík fóru hátíðahöldin fram
með svipuðu sniði og undanfarin ár
nema útihátíðarhöldin, en þau fóru
fram að þessu sinni í Nauthólsvík.
Kl. 8.00 hófust hátíðahöldin með
því að fánar voru dregnir að hún á
skipum sem voru í höfn.
Kl. 11.00 hófst messa í Dómkirkj-
unni, Biskup Islands herra Sigur-
björn Einarsson, predikaði og minnt-
ist 24 drukknaðra sjómanna sem far-
izt höfðu frá síðasta sjómannadegi.
Að vanda var minningarathöfn bisk-
ups sérstök, hjartfólgin og eftir-
mynnileg. A meðan athöfnin fór
fram í kirkjuimi var lagður blóm-
sveigur á leiði óþekkta sjómannsins.
Kl. 13.30 hófst leikur Lúðrasveitar
Reykjavíkur í Nauthólsvík, strætis-
vagnar hófu þá ferðir úr Lækjar-
götu og frá EQemmtorgi að hátíðar-
svæðinu og rétt fyrir kl. 14.00 mynd-
uðu sjómenn fánaborg með fánum
sjómannafélaga og íslenzkum fánum
fyrir aftan ræðustól.
KQ. 14.00 var hátíðin sett og flutt
ávörp: Eggert G. Þorsteinsson sjáv-
arútvegsráðherra af hálfu ríkis-
stjómarinar. Guðmundur Jörunds-
Róðrarsveit m.b. Óskar Halldórsson, stýrimaður Ainór Guðmundsson. Þeir réru vega-
lengdina ó 3:11,8 mín. og munaði því litlu við sveit Gísla J. Johnsen.
Róðrarsveit Sjóvinnunáinskeiðsins, stýiömaður Kristjón E. Poulsen.
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 3