Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 18

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 18
Eggert G. Þorsteinsson, þáverandi sjávarútvegsráSherra, árnaði þeim heilla er heiðraðir voru á Sjómannadaginn. Frá vinstri: sonur Axels, sem tók við heiðursmerki föður síns, sem var á sjó. Eggert G. Þorsteinsson. Kona Péturs Einarssonar tók við heiðursmerki manns síns, sem var á sjó. Þá Þorvaldur Árnason skipstjóri, Gróa Pétursdóttir og Benedikt Benediktsson. Nokkrir af róðrarsveit m.b. Valur, stýrimaður Ingólfur Kristjónsson. son af hálfu útgerðarmanna, Helgi Hallvarðsson af hálfu sjómanna. Þá sæmdi Sjómannadagsráð (eft- ir ábendingu stéttarfélaganna) eftir- talda sjómenn heiðursmerkjum Sjó- mannadagsins, sem Pétur Sigurðs- son, alþingismaður, formaður Sjó- mannadagsráðs afhenti. Pétur Ein- arsson háseta, Þorvald Ámason, skipstjóra og Axel Sigurðsson mat- svein. Pétur Einarsson var við störf sín út á sjó og veitti kona hans merk- inu viðtöku. Axel Sigurðsson var einnig við störf sín á sjó, en sonur hans veitti merkinu viðtöku. Þá var Gróa Pétursdóttir sæmd gullkrossi Sjómannadagsins sem er æðsta heiðursmerki dagsins. Gróa er fyrsta konan sem sjómannadags- ráð heiðrar og er þessi aldna en þó síunga kona vel að þessari heiðrun komin. Afi’eksverðlaunabikarinn hlaut að þessu sinni Benedikt Benediktsson frá Tungu í Gaulverjabæjarhreppi í tilefni af sinni frækilegu björgun á skipsfélaga sínum af m.b. Kristjáni Guðmundssyni þ. 10. marz 1971 er skipið var við netalagningu í Eyra- bug. Nú hófst kappróður þar sem 7 róðrasveitir voru mættar til leiks en þær voru frá m.b. Óskari Halldórs- syni, m.b. Val, m.b. Gísla J. Johnsen, Iþróttafélagi Eimskips (starfsmenn í landi). Sjóskátar, sveitir sjóvinnu- námskeiðsins og róðrasveit kvenna frá ísbiminum. Róið var um 500 m. vegalengd, startið var í austanverð- um Fossvognum og róið í vesturátt að sjálfri Nauthólsvíkinni þar sem endamarkið var. Þyrla Landhelgisgæzlunnar flaug yfir víkina með björgunarstól neðan í sér þar sem brúðu hafði verið kom- ið fyrir. Þyrlan sýndi ýmsar flug- kúnstir yfir hátíðarsvæðinu og bryggjunni í Nauthólsvík. Sex fé- lagar úr björgunarsveit Slysavama- félagsins í Vík í Mýrdal komu að austan með mikinn hraðbát og sýndu fagrar lystir á sjóskíðum við mikla hrifningu áhorfenda. Þá kom þyrla Róðrarsveit Sjóskáta, stýrimaður Ingimar Bjarnason. 4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.