Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Qupperneq 22

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Qupperneq 22
og það varð til þess, að ég var næst- um orðinn flotamálaráðunautur. Það veiddist mikið af síld við Suð- ur-írland og hún var mest veidd af útlendingum og írarnir vildu fara að efla gæzluna hjá sér. Fiskimálastjóri írlands kom svo til Cork að ræða við mig. Ég hafði nátt- úrlega eins og að líkum lætur enga sérþekkingu í þessu efni, nema eins og hver annar ís'lenzkur sjómaður. Ég reyndi samt að ráða þeim heiit eftir beztu getu. Þeir höfðu helzt ætlað sér, að kaupa eina stóra kor- vettu, sem þurfti 150 manna áhöfn og kostaði 5 milljónir sterlingspunda. Ég taldi þetta eins og hverja aðra fjarstæðu og sagði þeim frá reynslu oldtar að nota fiskibáta til land- helgisgæslu. Landhelgi þeirra er ekki nema 3 sjómílur svo að þeim hlaut að nýtast ágætlega litlir bát- ar og liðlegir og miklu betur en einn stór dreki, auk þess sem kostnaður af þeim rekstri yrði miklu minni. Þeir vildu að ég settist þarna að, en mig var nú farið að langa í sól- ina, til þess var nú leikurinn gerð- ur, svo að ég afþakkaði gott boð og hélt af stað suður á bóginn, þegar siglingaplöggin voru komin í lag. •aite I Biscayflóanum Við héldum frá Irlandi um miðj- an nóvember og ég reyndi að velja mér veður, því að mér hefur alla tíð staðið dálítill stuggur af Biscay- flóanum. En mér brást nú illa veður- skynið og reyndar brást veðurspáin líka, ég lenti aldeillis í foráttu- veðri í flóanum. Það má segja, að þetta hafi verið í eina skiptið, sem við fengum vont veður á Sæbjörgu. Við hrepptum þarna 11 vindstig af norðvestan og það er þama versta áttin, því að hann stendur þá af opnu Atlantshafinu beint inní fló— ann. Og sjórinn var eftir veðrinu. Þetta var sem sagt sannkallað mann- drápsveður og í þetta skipti kynnt- ist ég fyrst þessum báti, sem ég átti, og hvílík listafleyta þetta var. Ég þekki nú ekki mikið til smærri báta, hef mjög lítið verið á mótor- bátum, að vísu sigldi ég eitt sinn báti upp til íslands, það var 1958 og báturinn var Gullver frá Seyðis- firði. Ég lenti þá í smáævintýri, því að vélin brotnaði skammt suður af Færeyjum í ofsaveðri og Jökulfellið bjargaði okkur og dró okkur til Fær- eyja, en það er nú önnur saga. Onn- ur eins sjóborg og Sæbjörg er, get ég ekki ímyndað mér að sé til. Ég spígssporaði um dekkið á henni á inniskónum, að vísu sneri ég henni undan og lensaði á slói, en það er sama, þetta var furðulegt, hvernig skipið varði sig. Við vissum ekki af veðrinu, þó að stórskip í kringum mig væru í vandræðum, stærðar tankskip létu reka eða slóuðu og stærðar farþegaskip, norskt, varð fyrir áfalli, það voru sem sé fjöldi stórskipa þarna í erfiðleikum, en það kom ekki dropi á Sæbjörgu, hún vætti ekki dekk heldur dansaði eins og önd á öldunum. Ég gat staðið tímunum saman og horft á hvernig risasjóir komu æðandi á eftir okk- ur, jafnháir möstrunum að sjá, og virtust ætla að hvolfast yfir okkur, en sú gamla lyfti sér alltaf uppá þá án þess að taka dropa inná sig. Það var furðulegt að sjá það. Þessi stefnubreyting mín undan veðrinu hafði náttúrlega mikinn krók í för með sér, því að í stað þess að sigla fyrir Cape Finisterre, eins og ég ætl- aði var ég kominn inní botn á Biscayflóanum, einar 200 sjómílur úr leið. Við komum þama til Sant- ander. Við fórum þar í land og átt- um skemmtilega daga þarna. Ég kann alltaf betur við Baskana en aðra Spánverja. Ég naut til dæmis góðs af því þarna, að mér var tjáð, að yfirtollvörður héraðsins væri mjög líkur mér, en ekki fékk ég nú tækifæri til að sjá þennan tvífara minn. Það var oft tekinn feill á mér og honum þarna. Þegar við höfðum stanzað þarna í nokkra daga héldum við áfram suður með Spánarskaga og fórum inn til Aveiró. Þetta er gamall og þekktur fiskibær og sjálf- sagt verið eitthvað þekktur hérlend- is fyrrum, því að margar Portú- gölsku skútumar á doríufiskiríi, sem stunduðu veiðar hér við land voru einmitt frá þessum bæ. Innsiglingin til Aveiro er ein- kennileg. Fyrst siglir maður í gegn- um brimgarð úti fyrir miklum árósi, eins og hér er stundum við suður- ströndina, en síðan upp eftir ánni, í skurðum og lænum einar 10—12 sjómílur uppí borgina. Þarna er hvorki fært inn eða út í útfallinu, þá er svoddan hörkubrim við árós- inn. Ég varð nú fyrir því samt að fara út á útfallinu og hef varla séð hann svartari. Það eru tvær bámr sem girða þama fyrir ósinn og þeg- ar straumur er öndverður, þá verða þær eins og snarbrött fjöll. Ég hélt að skipið ætlaði aftur yfir þegar það kleif uppá báruna, og síðan hélt ég að það ætlaði framyfir sig, þegar það fór niður af henni hinumegin. Skút- an Sæbjörg gamla bara hreinlega stóð lóðbeint upp í fyrra skiptið, en lóðbeint niður í það síðara. Á aðfallinu liggur afturámóti þessi röst niðri. Við stönzuðum þama í Aveiro í nokkra daga, þar var margt að sjá gamalla minja, en síðan héld- um við til Safi í Marokkó.“ Sáfc Undir seglum — Lélegur siglari. „ . . . Nú verður vegna rúmleysis í blaðinu að hlaupa yfir langan kafla í frú- sögn Sigurðar, þar sem segir frá olíuleit fyrir vesturströnd Afríku í þjónustu Frakka og síðar af langri dvöl, vegna sjúk- leika eins krakkans, í Gíbraltar innanum jaktir auðmanna, sjónvarpsþætti á Möltu, siglingu aftur norður til Englands, þar sem Sigurður kenndi hollenzkum að leita olíu, síðan enn siglingu til Safi og skip- stjóm á stóru skólaskipi, gamalkunnu hér- lendis frá því að það lá á stríðsárunum við Löngulínu í Reykjavík tvö ór og hét þá Royal Seotsman og þá er þar komið sögunni, að Sigurði finnst tími til kominn að 'halda yfir hafið, eins og upphaflega hafði verið ætlað. Hann sigldi fyrst niður til Kanaríeyja, þar sem hann undirbjó bátinn til siglingar yfir hafið. Hann yfirfór allan seglabúnaðinn, saum- aði meðal annars sjálfur stærðar spinn- aklesegl, en það er einskonar pokasegl 8 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.