Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 23

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 23
notað á lensi, 18 tonn af olíu tók harrn um borð og mikið af vatni og vistum, því að skipshöfnin var orðin all-fjölmenn. Sig- urður hafði kynnzt í Gíbraltar bandarísk- um verkfraeðingi, sem ætlaði sjálfur að sigla eigin skútu yfir hafið, en var lítill sighngamaður og hætti við áform sitt, seldi farkostinn og réðist til Sigurðar á Bonnie, eins og Sæbjörg hét orðið, en Bonnie er gælunafn dóttur Sigurðar. Auk þessa lof- aði Sigurður þremur ungum ferðalöng- um — Hollendingi, Svisslendingi og Bandaríkjamanni — þumalfingursfólki að fljóta með yfir hafið og svo var frúin og börnin sex, og enskur vélamaður, svo það var all-fjölmennt um borð. Og nú segir Sigurður sjálfur frá ferð- inn yfir hafið og lítið eitt frá siglingu milli eyja í Karabiskahafinu og dvöl á sumum þeirra. Oll frásögnin er stytt. „ . . . Ferðin yfir hafið er einhver rólegasta sjóferð, sem ég hef nokk- urn tímann farið. Það var norðaust- an ljúfur byr, 4—5 vindstig, en vél- ina^varð ég að láta mala alla tíð, þvi hún stýrði sér ekki á seglunum, Sæ- björg er lélegur siglari, kannski gert tveggja sjómílna framdrátt á þeim en varla meira, og sjálfstýringin, sem ég keypti í bátinn á Möltu verkaði ekki undir seglunum einum. En samt var ekkert að gera nema liggja í sólbaði og hafa það náðugt. Alltaf var sól og hlýja. Farþegunum fannst ég taka þessu ferðalagi með fullmikilli léttúð. Það sást vitaskuld aldrei neitt til lands og þeir voru sífellt að spyrja mig, hvort ég vissi nú í raun og veru hvert ég væri að fara eða hvar við myndum lenda. Ég sagði, að það eitt væri víst að framhjá Ameríku færum við ekki, sú heimsálfa næði nefnilega milli skauta að heitið gæti og það væri ógerningur annað en hitta á hana. Annars var ég alveg viss um hvað ferðinni leið. Eg tók nokkrum sinn- um sólarhæð og gerði staðarákvarð- anir og fann ég var réttur í því, enda varð það, við komum nákvæmlega á þann stað, sem ætlað var. Ferðin yfir hafið tók aðeins 12 daga, 3000 sjómílna sigling, svo að það er glöggt að ég hef farið stytztu leið. Að vísu sigldi ég ekki eftir stórbaug heldur kompáslínu, en það er sama, ég hef haldið stytztu leiðina. Við áttum eft- ir miklar vistir og 5 tonn af olíu, þegar við komum yfir. Sáfc Flœkst um Karabiskahafið Við tókum land í Barbados og þar stönzuðum við í heilan mánuð og átt- um alveg einstaklega skemmtilega daga. Stunduðum aðallega skemmti- siglingar. Við hittum þarna á Bar- bados ameríkana, sem var skyldur verkfræðingnum, sem með mér var, og þessi ameríkani var þarna með kappsiglingabát lítinn og bauð okk- ur strax afnot af honum, meðan við stæðum við, því að sjálfur var hann lítill kappsiglingamaður. Þetta var nú aldeilis þegið með þökkum. Bát- urinn stanzaði ekki frá því í birtingu á morgnanna og þar til dimmdi á kvöldin og það komu þarna í ljós furðulegir eiginleikar hjá einum stráknum mínum. Fyrstu dagana voru krakkarnir og ég reyndar líka, sífelt að æfa okkur á bátnum, því að það þarf talsverða æfingu og kunn- áttu til að ná árangri á þessum bát- um. Krakkarnir hvolfdu honum oft, kannski tvisvar á dag, en það var auðvelt að rétta hann við og þetta kom aldrei að sök. En þegar við höfð- um verið þannig nokkra daga að æfa okkur, þá vildum við fara að reyna að taka þátt í kappsiglingum, sem voru þarna daglega. Það var stór siglingaklúbbur þarna og alltaf ver- ið að keppa. Það var siglt fram og aftur og ýmsar stefnur og krókar, stundum í hring, stundum þrfhyrn- ing eða ferning, stundum í kráku- stigu og við fórum sem sé að taka þátt í þessum keppnum. Þá kom það í ljós að einn strákurinn minn, hafði einhverja dulda hæfileika til að sigla. Hann vann hverja einustu keppni meðan við stóðum þama við. Hann virtist ekkert gera sér jóst, að minnsta kosti ekki þegar við og fleiri vorum að spyrja hann, hvemig hann færi að þessu, heldur virtist sem hon- um væri inngróin svo rík tilfinning fyrir bátnum og siglingunni að reyndustu sigingamenn stóðust hon- um ekki snúning. Þetta vakti mikla furðu manna, en hvernig sem menn brutu heilann um þetta þá fannst engin skýring og enginn sigraði strákinn. A Barbados kynntumst við mörgu skemmtilegu fólki og stofnuðum til kunningsskapar. Það komu um borð til okkar amerísk hjón ásamt dóttur sinni. Hjónin voru hjá okkur í viku en dóttir þeirra skildi ekki við okk- ur fyrr en við komum til Banda- ríkjanna. Var með okkur í sex vik- ur eða allan tímann, sem við vorum að flækjast um Karabiskahafið. Hún var flugfreyja, þessi stúlka, mikil indæhs manneskja. Þegar við fórum frá Barbados fórum við yfir til Beque í Grenada- eyjaklasanum, feykilega falleg eyja það, perla Karabiskahafsins, og er mikið gósenland fyrir kafara, mikið af flökum og þvíumlíku. Þarna eru kóraleyjar en ekki sandeyjar eins og þegar komið er til Bahamaeyjaklas- anna. Þarna eru þó anzi skemmtileg- ar sandbaðstrendur. Við vorum þarna í nokkra daga en sigldum svo áfram frá eyju til eyju má segja. Við höfðum þó hvergi langa viðdvöl fyrr en við komum til Domineque. Ég hafði heyrt talað um að á Dómineque væru enn leyfar af þeim þjóðflokki, sem upphaflega byggði eyjamar í Vestur-Indíum, þegar Spánverjar komu þangað fyrst. Þessi þjóðflokkur er kallaður Karib-Indíánar. Þeir eru ekki tald- ir af sama stofni og Indíánarnir í Ameríku og það hefur reyndar aldrei komið nein skýring á því, hvaðan Karib-Indíánar væru í raun og veru. Þeir voru geysilega herskáir og aldrei sigraðir til fulls með vopnum. Þeir bjuggu þarna á öllum eyjunum en nú er það sem eftir er af þeim samankomið á smásvæði á Dóm- eneque og þeir eru algerlega friðað- ir, enda ekki nema tæplega 3000 í allt og fer alltaf fækkandi. Sennilega deyja þeir út, ef ekki verða gerðar einhverjar sérstakar ráðstafanir. SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.