Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Qupperneq 32
Sjómannadagurinn
í Grindavík 19/1
Sjómannadagurinn í Grindavík
var haldinn hátíðlegur að venju og
byrjuðu hátíðahöldin með skrúð-
göngu en fólk safnaðist saman á
bryggju, gengið til kirkju og hlýtt á
messu hjá séra Jóni Arna Sigurðs-
syni sóknarpresti. Eftir hádegið
byrjuðu svo hátíðahöldin við höfn-
ina kl. 2 með björgunaræfingu, sem
hefur verið fastur liður í hátíðar-
höldum dagsins undanfarin ár.
Kappróður skipshafna hefur allt-
af verið vinsæl skemmtun. Með
beztan tíma var skipshöfnin á
Grindvíking. Aðrir dagskrárliðir
voru koddaslagur, naglaboðhlaup,
reiptog, stakkahlaup.
Um kvöldið var dansað af miklu
fjöri í Kvenfélagshúsinu.
Sá atburður á sjómannadaginn sem
við nýhöfum tekið upp, er að heiðra
aldraða sjómenn. Þeir sem heiðrað-
ir voru 1970 voru Hjalti Þór Hann-
esson, og Agúst Sigurðsson.
Árið 1971 voru (heiðraðir Árni
Guðmundsson og Helgi Jónsson.
í hermannaskálanum okkar höfð'im við
hvað eftir annað orðið varir við að ýmsu
var stolið úr vörugeymslum, sem við átt-
um að gæta. Dag einn er ég átti vakt, kom
þriggja tonna vörúbíH sem ætlaði út, og
sýndist bílstjórinn mjög taugaveiklaður er
liðsforinginn tilkynnti að hann ætlaði að
sýna mér ,hvernig rækileg leit ætti að
fara fram. Hann leitaði rmdir öllum sætum,
varadekkjum og allsstaðar sem hægt var
að hreyfa eitthvað. Þegar ekkert fannst
gaf hann bílsftjóranum með ánægjulegu
brosi, merki um að hann gæti haldið úfram.
Nokkrum dögum síðar, varð okkur ijóst
hversvegna bílstjórinn hafði verið svona
órólegur. Hann hafði stolið vörubifreið-
inni.“
Séð yfir Grindavík og Grindavíkurhöfn.
I miðið Sverrir Jóhannsson formaður Sjómannadagsráðs Grindavíkur ásamt þeim,
sem heiðraðir voru á Sjómannadaginn.
Flotinn í höfn í Grindavík.
Kappróður í Grindavík.
18 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ