Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Page 34

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Page 34
verkunarplássum á landinu, til dæmis hærri en bæði Sandgerði og Hafnarfj örður. Gaukstaðir eru ævagamalt útræð- isbýli í Inn-Garðinum, en Inn-Garð- ur kallast frá Rafnkelsstaðaberginu og út að Gerðum. Á Gaukstöðum hefur alið allan sinn aldur, 84 ára, útvegsbóndinn Jóhannes Jónsson. Hann var kvæntur Helgu Þorsteins- dóttur (Meiðastöðum) og áttu þau hjón 14 börn og lifa nú 11 þeirra og staðfestust synirnir í Garðinum og Keflavík við sjósókn og útgerð svo sem faðir þeirra, en dæturnar gift- ust nema ein í fjarlæga staði. Þau hjón, Helga og Jóhannes, hýstu bæ sinn vel og gerðarlega og allur var þeirra búskapur bæði til sjós og lands með hinum mesta myndarbrag. Gaukstaðaheimilið naut álits og virðingar í heimasióð- unum og allra þeirra sem til þess þekktu. Helga er látin fyrir tveim- ur árum en Jóhannes er enn ofar foldu, hress í anda þrátt fyrir sinn háa aldur og langa og stranga vinnu- dag, en fætumir tóku að láta sig, þegar þeir höfðu pjakkað þessa ver- öld í meira en átta tugi ára og er það nú hið eina sem angrar gamla manninn. Kjarkurinn er þó síður en svo þrotinn, það á aldeilis ekki að leggja árarnar uppí bátinn fyrr en allt mn þrýtur, hann ætlar að taka upp baráttuna við fótameinið af fullum krafti. Frá Jóhannesi er sagt í bókinni: Hurðir Garðskagastaða einnig hefur nokkuð verið ritað rnn framgöngu hans, þegar Jón forseti fórst 1928. Það er vandséð hverja Sjómanna- dagsblaðið ætti fremur að ræða við á Sjómannadaginn en slíka öldimga, sem hafa nú „dregið nökkvann í naust,“ eftir æfilangan barning og síðan farsæla landtöku. Jóhannes rifjar nú upp hér á eftir sitthvað frá liðinni ævi. . . . Eg er fæddur og uppalinn hér á Gaukstöðum og hér hef ég alla ævi mína dvalið, aldrei farið af hólnum — nema til róðra. Hér á Gaukstöð- Jóhannes Jónsson. um bjó einnig faðir minn, Jón Finns- son, en Finnur afi minn bjó hér úti í Gerðahverfinu. Hann var ættaður austan úr sýslum, Skaftafells eins og margir Garðverjar. Hann náði sér hér í prestsdóttur frá Útskálum og staðfestist síðan hér. Móðir mín Guðrún Hannesdóttir var frá Prests- húsum hér í Út-Garðinum. Ég hef aldrei verið sterkur í ættfræðinni, en ég held þetta hafi allt verið mesta sómafólk sem að mér stendur og þá vitneskju hef ég látið mér nægja . . . Kornungur byrjaði ég að gutla á skektu hér útí þarann. Þessi svo- kölluðu þararóðrar voru venjulega fyrstu róðrar okkar strákanna hér í Garðinum. Þetta voru svo sem eng- ir róðrar og fullorðnir menn stund- uðu þá ekki. En við pilkuðum oft drjúgum upp ágætan og eldrauðan þaraþyrskling, vel nýtanlegan. Ung- lingsárin var maður svo að gutla á smærri árabátunum og hjálpa til í landi við fiskaðgerð og veiðarfærin, eiginlega frá því maður gat staðið. Síðan tóku við þrjú úthöld á skút- um frá Reykjavík, róðrar fyrir aust- an, þrjú sumur á Bakkafirði og þrjú á Norðfirði, það var ekkert hér að hafa á sumrum. Við fórum venju- lega austur í júní og vorum framí október. Eiginlega finnst mér ég ekki hafa byrjað róðra héðan úr Garðinum fyrir alvöru fyrr en ég fór að róa á áttæringi með Árna Árnasyni. Kannski er mér sú vertíð minnisstæðari en aðrar vegna þess, að þetta var mannskaðavorið mikla 1906, þegar Emilie og Sophia Whitley fórust uppá Mýrum og Ingvar við Viðey, öll þann 7. apríl. Með þess- um skipum fórust 68 manns. Slíkir ógæfudagar festast mönnum í minni ævilangt og við þá miðar maður gjarnan þegar eitt og annað er rifj- að upp. Við misstum öll netin í þessu veðri, tvær trossur, 24 net, við vorum níu á og það var eitt net í hlut í trossunni og með formanns- hlutum og hásetahlutum urðu því 12 net í trossu. En þessi net áttu eftir að eiga sér kynduga sögu. Þau fundust löngu síðar í einum hnút útaf Vest- fjörðum. Sá sem fann þau var góð kunningi Árna og þekkti netin. Hann pakkaði þeim öllum í geysistóran kassa, sem ég held að sé enn til hér einhversstaðar, og sendi þau öll suð- ur. . . Það var svo 1910, sem við feðgarn- ir leigðum okkur sexæring saman og' tveim árum síðar eða 1912 létum við smíða okkur áttæring og á hon- um varð ég formaður . . . Mér gekk strax sæmilega að fiska og þetta gekk allt áfallalaust . . . — Ókunnugum, sem virðir fyrir sér strandlengjuna héma í Garðin- um finnst, að hér muni hafa verið heldur iUt til lendingar í brimi. — Og það er nú rétt, landtakan gat verið erfið, en það var nú ein- hvemveginn svo, að það fanst alltaf læna. Það þurfti að velja lög til þess að geta skotizt inn í þessar varir. Eg lenti alla tíð hér í Gaukstaðavörinni nema í eitt einasta skipti, að ég ætl- aði að lenda í Varaós, sem var nú kölluð bezta lendingin hér í Garð- inum, en lenti þá skakkur, því þó að það blessaðist allt . . . Það gat verið vont að lenda héma í Gaukstaðavörinni fyrr en fór að hækka svoldið í. Það var hellu- skratti héi’framaf, en svo löguðum við nú hana seinna og stækkuðum 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.