Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 37

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 37
kofáhró, byrgi eða skúr tii að salta í og vann heimilisfólkið að því að vaska og þurrka fiskinn á sumrin. Þannig var helzt að fá eitthvað út úr þessu. . . . . .. Eg hef alltaf verkað allan minn fisk sjálfur og, eins og ég sagði áðan hefur mér alla tíð fundizt það vera verkunin, sem bjargaði útgerð- inni, eða þetta baslast svona hvað með öðru, en ekki útgerðin ein sam- an. Manni nýttist líka svo vel hjálp- in í landi með þessu lagi. Eg gleymi því ekki, það var eftir að ég vav kom- inn á Jón Finnsson I., að ég var á útilegu um sumarið á honum. Þegar ég kom heim voru konan og börnin búin að verka 600 skppd. af full- þurrkuðum saltfiski. Konan hafði keypt niður vöskunina, en vann hún og bömin ásamt því að heyja handa kúnum, því að við höfðum alltaf 4—5 kýr. Það var mikil búbót að kúnum á svona stóru heimili. Við seldum líka stundum mjólk. Þarna sérðu mynd á veggnum af Gísla syni mínum við að tutla úr einni belj- unni. Það var oft, þegar konan og bömin komu seint heim af fiskreit- unum, þá varð að senda bömin út til að mjólka, og þau fengu þá spen- volga mjólkina að næra sig á . . . Þetta var allt saman barningur en það baslaðist. Eg lét byggja Jón Finnsson I. 1924 og byrjaði að róa honum 1925 og var með hann sjálf- ur. Þetta var 15 tonna bátur, aldeil- is lystafleyta, með hann var ég til 1937 að ég seldi hann og þá var hann skírður Kristján, og það er sá frægi Hrakninga-Kristján, sem nauðlenti eftir 12 daga hrakninga í Skiptivík í Höfnum og eyðilagðist þar. Það fór illa um þann bát. Jón Finnsson II. var 29 tonna bátur, sem við fengum um leið og við seld- um þann fyrri 1939. Jón Finnsson III. var sænskux blöðrubátur, 56 tonn og Jón Finnson IV. var 174 tonna norskur stálbátur, og lengdum við hann 1965 og er hann nú um 210 tonn. Eg hætti sjómennsku 1936 og tók þá Þorsteinn sonur minn við og síð- ar Gísli sonur minn, þegar Þor- steinn fór í land. Þetta hafa allt verið heldur lán- samar fleytur og aldrei orðið alvar- leg slys á þeim . . . Kraftaverk . . . ... Á langri sjómannsæfi fá rnenn náttúrlega oft rysjuveður, en lang- versta veðrið sem ég hef lent úti i er veðrið þegar franska rannsókn- arskipið Parqua Pas fórst héma upp á Mýmnum. Það var ægilegt veð- ur. Ég var þá á Jóni Finnssyni litln eða fyrsta. O, hann var snillingur, þó lítill væri. Við lágum undan Brimilsvöllunum, þarna skammt fyr- ir innan Ólafsvík. Lágum þar á grunnu vatni, fyrir báðum akkerum en svo söng allt í sundur, þetta var svoddan ógurlegur ofsi. Meðan akkerin héldu lagðist hann oft inná stýrishús. Og það var ekki um ann- að að gera en halda sjó og keyra uppí eftir því sem vélakrafturinn leyfði. En það var furðulegt þetta með véhna. Á leiðinni vestur hafði hún hitað sig svo mikið að við urð- um alltaf að vera að stoppa, en þama í veðrinu keyrðum við hana eins og hægt var meðan veðrið stóð, ég man nú ekki hvað það var lengi en það var alla nóttina og fram á dag sem þessi ofsi stóð, og hún sló ekki feilpúst allan tímann, enda kom það sér betur fyrir okkur, því að við hefðum verið dauðir með sama, ef hún hefði klykkað. Þegar svo lægði fórum við útá Ólafsvík og fengum þar legufæri og fórum síð- an út að fiska, en strax í fyrsta kast- inu glóðhitaði vélin sig og stoppaði og það varð að draga okkur til Reykjavíkur. Að vélin skyldi ganga allt veðr- ið, hefur mér alltaf fundizt krafta- verki líkast. . . . ... Og maður hefur svo sem margt fyrir að þakka eftir svo langan dag. Mér hefur til dæmis aldrei orðið misdægurt allt mitt líf, fyrr en þetta með fæturna sem tóku að láta sig síðustu árin, en ég ætla nú að fara í nudd eftir helgina inní Keflavík og sjá hvort þetta lagast ekki eitthvað. Ég hætti allri tóbaksbrúkun fyrir nokkrum árum, ég notaði bæði nef- tóbak og munntóbak hér fyrrum, en aldrei verið víndrykkjumaður; ég segi ekki, að ég hafi ekki bragðað vín, en drukkinn hef ég aldrei orðið og sé ekki eftir því . . . SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 23

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.