Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 42

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 42
hungur og 'þorsti þjakaði þá á ný. Loks tókst þeim að ná til Filippseyja, þar sem sæfaramir heyrðu fyrst evrópskt mál frá því þeir fóru að heiman — portúgölsku. AUt gekk vel í fyrstu, en hér mætti Magellan örlögum sínum. Þegar hann réri með 20 manna hóp til eyjarinar Macta, til þess að vingast við frumbyggjana, lenti eiturör í hægri handlegg hans og lamaði hann svo að hann gat ekki dregið sverð sitt úr slíðrum í tæka tíð og var drepinn samstundis. Hópnrnn hafði fækkað stórlega í ferðinni. — Af skipunum var að- eins eitt eftir — flaggskipið Viktoria. Á því sigldi nú það sem eftir var af leiðangursmönnimi fyrir Góðrarvon- arhöfða heim til Spánar, og kom þangað 6. september 1522. Fimm skip og 239 menn höfðu lagt af stað — eitt skip kom aftur með 18 menn. Bein foringjans hvítnuðu í sand- inum á smáeyjunni Macta. En heimurinn og heimsverzlunin var þýðingarmikilli reynzlu ríkari. Á tímum seglskipanna var sundið ekki mikilvæg siglingaleið vegna hinna erfiðu vinda og strauma þar. En þegar gufuskip hófu siglingar varð það þýðingarmikið og er það enn. Femando Magellan var fremur óvinsæll maður í lifanda lífi. Menn hlýddu 'honum mest af ótta við hann, en í óttanum fólst einnig virðing, því hann ætlaðist aldrei til neins af öðr- um, sem hann gat ekki gert sjálfur. Hann leið hungur og þorsta með mönnum sínum. Og þó að 'hann væri strangur og harður var það ekki sprottið af ruddaskap, heldur vegna þess að stjóm og reglu varð hann að halda uppi hvað sem það kostaði. Og þó að Magellan auðnaðist ekki sjálfum að sigla alla leið umhverfis hnöttinn, á hann þó aUan heiðurinn af þessu afreki. Hann hafði stjóm- að leiðangrinum erfiðasta áfangann. Heimferðin var aðeins venjuleg sigl- ing, sem hvaða reyndur skipstjóri sem var hefði getað framkvæmt. (Þýtt: Roy Ólafsson). 28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Sjóslys og dukknanir frá 2. júní 1971 tii 20. apríl 1972 1971: 2/6 drukknaði Agnar Kristinsson, 20 ára, Aðalstræti 23, Akureyri, er hann féll fyrir borð af togaranum Kaldbak, er var staddur út af Gjögrum. Ókvæntur, lætur eftir sig 2 börn. 24/6 drukknaði í Keflavíkurhöfn Guðmundur Tjörvi Kristjánsson, 54 ára, Hringbraut 85 Keflavík. Ókvæntur. 4/7 drukknuðu tveir drengir, í tjörn við Rifshöfn, Snæfellsnesi, Bergþór Kristinsson, 7 ára, og Friðþjófur Halldór Jóliannsson, 7 ára. 8/7 drukknaði í Akraneshöfn, Baldur Bragi Sigurbjörnsson, frá Blönduósi, 18 ára, skipverji á Sigurfara AK 95. 16/7 drukknaði í Rásinni, Grindavík, Haraldur Kristmundsson, 8 ára, Borgarhrauni 6, Grindavík. 18/7 drukknaði Jóhannes Árnason, 38 ára, 1 höfninni á Grand-Bahama. Vélstjóri á skipinu Lucaya. (Gömlu Esju). Kvæntur, átti 1 son. 4/8 féll útbyrðis og drukknaði Ólafur Karlsson, 19 ára, Brekkubraut 22, Akranesi, skipverji á Sæfara AK 171. 7/8 féll útbyrðis og drukknaði Guðmundur Sigurðsson, 50 ára, af skuttogaranum Barða NK 120, 30 sjm. SSA af Hvalbak. Ókvæntur. 16/9 drukknaði Sveiim Þór Steingrímsson, 24 ára, frá Sæbakka, Grenivík, er trillubátur- inn Þingey, frá Grenivík sökk á Eyjafirði, skammt undan Hjalteyri. Kvæntur átti tvö börn. 20/10 drukknaði Þorgeir Sturla Jósefsson, 27 ára, háseti á Lagarfossi, er hann féll af ferju í ána, en Lagarfoss var í þurrkví í Hamborg. 23/10 drukknaði Jensína Karlsdóttir, 40 ára, er hún féll útbyrðis af ferju milli Frederiks- hafnar og Gautaborgar 1 Svíþjóð. Var hún gift Hilmari Sigurðssyni og áttu þau 3 börn. 16/11 drukknaði kyndari af brezka togaranum Josena FD-150, er hann féll í höfnina á ísafirði. Lík hans fannst á Suðurtanga. Mikil ísing var á togaranum þegar slysið varð. 21/11 drukknaði Þorbjöm Jónsson, 34 ára, er hann féll fyrir borð af trillubát skammt frá Hrísey. Kvæntur, 5 bama faðir. 30/11 dmkknaði George Quickfall 43 ára, skipstjóri af brezka togaranum Ross Kelly GY 125, er togarinn var á veiðum út af ísafjarðardjúpi. 12/12 drukknuðu tveir bræður, er Stígandi NK 33 fórst við Norðfjörð, 20 sjm. SSA. Einar Halldórsson, 36 ára, kvæntur, 4 barna faðir og Björgvin Halldórsson, 30 ára, ókvæntur. Þeir láta eftir sig aldraðan föður. Þriðji maðurinn bjargaðist í gúmbát. 1972: 16/1 drukknaði Þorsteinn Sigurgeirsson, Glerárgötu 3 Akureyri, 60 ára. 12/2 drukknaði Óskar Gunnarsson, sjómaður, 27 ára, er hann féll útbyrðis af rækju- bátnum Árna Magnússyni, ÍS í ísafjarðardjúpi. Kvæntur, átti 1 bam. 19/2 drukknaði Ulrik Hansen, Bergþórugötu 16, Reykjavík, er hann féll útbyrðis af tog- aranum Jóni Þorlákssyni. Ókvæntur, barnlaus. 20/4 drukknaði Brynjar Ananiasson, Spítalavegi 8, Akureyri, er hann féll fyrir borð af togaranum Kaldbak, er togarinu var á veiðum fyrir Vestfjörðum, 19 ára, ókvæntur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.