Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 43

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 43
FREDERICK MARRYAT: SVARTI FRESSKOTTURINN Það liðu ekki margir dagar, þar til góður kurmingsskapur hafði myndast milli mín og skipshafnar- innar. Einn daginn , en mjög kalt var í veðri, fórum við í eftirmiðdag- inn niður í hásetaklefann og drógum fram öl og grogg. Síðan settumst við umhverfis lúkarborðið og stilltum kertaljósi á þvi miðju. Við sigldum á móti vindi, og það mátti greinilega heyra þegar skipið Idauf ölduna og skvampið af sjónum aftur með skips- síðunum. Það var einkennilega þunglyndislegur niður, sem ég hafði aldrei heyrt áður. Þegar hlé varð um stund á viðræðum, hafði einn há- setanna veitt því athygli, að ég sat og hlustaði, og sagði: „Dálítið sér- kennilegur hljómur, finnst þér ekki drengur minn? Maður gæti haldið að sjórinn væri að streyma beint inn til okkar. En hljómar til sjós, eru öðruvísi en hljómur í landi. Eg veit ekki í hverju það liggur. „Það minnir mig á sjóferð til Mið- jarðarhafsins, sem ég fór einu sinni fyrir löngu síðan,“ sagði annar. „Þar komu til greina hljóð, sem ástæða var til þess að skelfast við.“ „Já, Dick, lofaðu okkur að heyra þá sögu,“ hrópuðu viðstaddir. „Já, og það er meira að segja sönn saga, um nokkurskonar draugagang." „Bíddu augnablik," sagði einn, við skulrnn klippa af kveiknum. Mér fannst eins og rökkvaði hér, um leið og þú minntist á draugagang.“ Þegar því var lokið, hóf Dick sög- una. „Eg var ráðinn á skútu sem sigldi til Smyrna. Það eru um sjö eða átta ár síðan. Við höfðum komið við í Portsmouth til þess að sækja far- þega. Okkur vantaði einn háseta og skipstjórinn fór á ráðningastofu í landi, sem lofaði að senda mann mn borð. Morguninn eftir kom svo mað- urinn með róðrarbát, og var dreginn um borð méð allt sitt hafturtask. I þann mund veitti enginn því athygli, að hann væri úttroðinn undir peys- unni. En hvað mynduð þið halda, að það hefði verið? Það var stór, svart- ur fressköttur!“ „Hvað segirðu- Svartur fresskött- ur!“ „Já, hann var svartur eins og fjandinn sjálfur. Pjakkurinn kom draslandi með þetta frammí, og ég sagði við hann: Heyrðu kunningi, þú heldur þó ekki, að þú getir haft þetta dýr með þér á sjóinn?“ „Auðvitað geri ég það,“ sagði hann luntalega, „þetta er gamall vinur, og við skiljumst aldrei að.“ „Jæga, kalliim,“ sagði ég. „Þú kemst að annarri niðurstöðu þegar skipstjórinn uppgötvar þetta. Ég tek ekki ábyrgð á neinu, ef dýrið verður á vegi mínum, og ég skyldi vera með trékylfu í hendinni.“ „Ég skal segja þér nokkuð,“ taut- aði hann, „það er ekki óheillavekj- andi að hafa kött um borð, heldur hitt, að henda honum fyrir borð. Þú hefur aldrei heyrt sögur af því að skip hafi sokkið, fyrr en búið væri að henda kettinum fyrir borð. Því þá er það einmitt, sem hann dregur það niður, mn leið og hann sekkur til botns.“ Nú, einn piltanna, sem ekki lagði of mikinn trúnað á þesskonar sögur, því hann var ungur og reynzlulaus, ætlaði að klappa kettinum á haus- inn, sem beit hann svo illilega í fing- uma, að piltur rak upp feiknar ösk- ur. „Þetta ætti að kenna ykkur, að láta köttinn minn í friði,“ sagði eigandi hans. „Hann þýðist engan nema mig, alla aðra bítur hann, og nú hefi ég aðvarað ykkur um, að láta köttinn minn í friði.“ Það var nokkuð til í þessu, því þessi illvættur var svo stórvaxinn, að hann var á við tvo meðalketti, og grimmur eins og tígrisdýr. Þegar þessi nýi náungi var kallaður á dekk, lét hann köttinn sinn verða eftir niðri í lúkamum — svona eins og hann gæti sem bezt verið hjá okk- ur — og þama lá hann í dimmum krók og hvæssti — hvert skipti sem einhver vogaði sér í nálægð við hom- ið, gneistuðu grænar glyrnur hans af vonzku. „Nei,“ sögðum við hver við annan,“ þetta gengur aldrei vel! En við skulum sjá til, þegar skip- stjórinn kemur um borð.“ Við höfð- um nóg að starfa allan daginn við að stúfa vörum í lestinni. Loksins, þeg- ar komið var undir kvöld, kom skip- stjórinn um borð með farþegann — ungan mann, með áhyggjusvip á andliti, eins og hann hefði aldrei sigið fæti á skipsdekk áður. Um leið og skipstjórinn kom niður á dekk- ið, fórum við allir frá vinnu okkar til þess að segja homnn frá kettin- um. Hann varð bálvondur og skip- aði manninum, að senda köttinn samstundis í land, ef hann vildi ekki að honum yrði kastað fyrir borð. Náunginn, sem var leiðinda skarfur að sjá, svaraði, að enginn skyldi fá sig til að skiljast við köttinn sinn. Skipstjórinn gaf þá fyrirskipun um að kötturinn yrði tekinn, og honum kastað í land. En enginn þorði að leggja í köttinn, því hann var eins og fjandinn sjálfur við alla aðra en eiganda sinn. Annar stýrimaður gerði tilraun, en fékk stórar rispur á sig, og kom aftur upp kattarlaus — með skelfingu í svip. Þá fór fyrsti stýrimaður niður og gerði tilraun, en kötturinn stökk í fang hans og klóraði og beit, og hann var fölur eins og liðið lík, þegar hann kom upp. Kötturinn var nú orðinn svo forhertur, að han stillti sér í neðsta stigaþrepið, með aðra framlöppina SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 29

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.