Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 45

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 45
teygða út, viðbúinn að ráðast á hvern sem gerði tilraun til þess að komast niður. Mannskrattinn eigandi hans, hló hæðnislega og skoraði á okkur, endi- lega að taka köttinn. „Allt í lagi,“ sagði fyrsti stýrimaður, „ég get ekki hreyft við kettinum, en ég get náð mér niður á þér, og þú getur bölvað þér upp á, að það geri ég með ánægju, þó það kosti mig tuttugu pund!“ Þar með greip hann trélurk og slá náungann í hausinn, svo að hann féll meðvitundarlaus í dekkið, sem hann átti vel skilið. Nú, næst kom skipstjóranum til hugar að skjóta köttinn, því þetta væri raun|verulega villidýr. Aðrir stungu upp á einu og öðru, sem fór þó þannig að Jim aðstoðarmatsveinn kom með nokkrar brennisteinssteng- ur í potti. Hann kveikti á þeim og lét pottinn síga í snæri niður í lúk- arinn, til þess að svæla kvikindið út. Þetta heppnaðist ágætlega, því á sama augabragði skauzt kötturinn upp á dekk, en við hlupum hver um annan þveran í allar áttir á eftir honum, þar til hann stökk út á Hyfirbómuna.Aðstoðarmatsveinninn Jim elti hann þangað út, með tré- lurk í hendi sem hann sveiflaði af öllum kröftum eftir kettinum. Kött- urinn missti fótfestu og féll í sjóinn með rniklum. skvampi — en Jim og trélurkurinn féllu einnig í sama mund! Jim hafði misst jafnvægið um leið og hann ætlaði að slá köttinn í fallinu, svo þeir féllu virðulega saman í ölduna. Við rukum allir í að setja út bátinn, til þess að bjarga aumingja Jim. Köttinn sáum við hinsvegar ekki, enda orðið nær al- dimmt. Þegar þessu var öllu lokið, fórum við að hugleiða hvað hefði skeð. Og strax þegar búið var að loka lúgum og ganga vel frá öllu, fórum við nið- ur í lúkarinn, þó þar væri varla viðlíft fyrir brennisteinssvælunni. Við fórum að ræða málið. Því ykk- ur er það að sjálfsögðu ljóst, að það átti ekki að kasta kettinum í sjóinn, heldur að handsama hann og flytja í land! En það var fljótlega kallað á okkur upp aftur. Því náung- inn var rankaður úr rotinu og sór og sárt við lagði að hann yrði ekki um borð stundinni lengur. Hann vildi komast í land til þess að draga fyrsta stýrimann fyrir rétt. SHp- stjóri og fyrsti stýrimaður voru inni- lega sammála um, að því fyrr því betra væri að losna við þennan ná- unga úr skipinu. Við rérum honum því í land, en hann sór og bölvaði alla leiðina. Þegar hann hafði klifrað upp á hafnarbakkann, snéri hann sér að okkur og sagði: „Ég myndi ekki vilja sigla með þessari skútu, þó mér yrði gefin hún, þegar hún kemur til Smyrna, og ég skal segja ykkur hversvegna: Þið hafið kastað svört- um fressketti í sjóinn, og komist aldrei á ákvörðunarstað, aldrei! öskraði hann hátt,“ og hvarf upp bryggjuna. Nú, þetta var nú ekki hressandi framtíðarútlit, og hefði annar stýri- maður ekki verið með í bátmmi, veit ég ekH nema við hefðum stung- ið af í land. Fyrir dagrenningu um morguninn var létt akkerum, skip- stjórinn vildi ekki bíða eftir því að ná í annan mann, og innan skamms vorum við komnir góðan spöl út í Biscayaflóa. Við höfðum nýlega siglt framhjá Kap Finisterre, þegar aðstoðarmat- sveinninn, kom upp um morguninn í bezta veðri og sagði: „Ég er viss um, að ég heyrði í kettinum í nótt, eða afturgöngunni hans.“ Við gerðum auðvitað grín að honum, því að hann svaf aftur í skipinu, rétt við eldhús- ið, en ekki frammi í eins og við. „Jú, sagði hann með ákafa, „ég heyrði hann mjálma.“ „Já, já, Jim,“ sagði ég, því við hin- ir vorum farnir að gleyma kettinum, „það varst þú sem ýttir honum fyrir borð, svo það er ekH óeðlilegt að hann ásæki þig, en ekki okkur hina. En Jim var ekki hlátur í hug, og var augsýnilega mjög áhyggjufullur. Skömmu síðar kvartaði skipstjórinn og farþeginn yfir því, að þeir hefðu átt erfitt með svefn, vegna undar- legra hljóma sem þeir hefðu heyrt. Þeim bar saman um, að það hefði verið líkast því, sem maður gæti hugsað sér gólandi púkahóp. Skip- stjórinn var mjög þungbúinn yfir þessu, og farþeginn virtist miður sín af skelfingu. Við gerðum enn grín að þessu, og töldum þá hafa ímyndað sér þetta, bar sem við höfðum ekkert heyrt. Skömmu síðar komum við til Gíbraltar, til þess að taka vatn og vistir, síðan var ferðbúist að nýju. Skipstjórinn minntist ekki á fleiri hlljóð og Jim ekki heldur, svo við vorum nærri búnir að gleyma þessu á ný. Sögumaður stanzaði, þar sem ein- hver barði með trélurk í skelettið yf- ir okkur. „Halló — hvað er nú að?“ „Upp með ykkur drengir, það þarf að dæla,“ sagði maðurinn uppi, við höfðum alveg gleymt því.“ Verið þið dálítið snarir, þetta er aðeins tíu mínútna verk.“ Eftir stundarfjórðung gátum við flýtt okkur niður aftur í groggið okkar og söguna, og strax þegar allir voru setztir byrjaði Dick aftur! „Þegar við vorum þvert af Mö'ltu, urðu algjör veðrabrigði. Skýin urðu dökk og hrúguðust upp á himinhvolf- inu, sem benti til þess að ofviðri væri í nánd. Þið getið bölvað ykkur upp á, að slíkt veður og sjógang hafði ég aldrei komizt í áður. Stormurinn var að vísu á eftir okkur, en sjóirnir voru svo hrikalegir og runnu svo hratt, að við áttum von á því á hverri stundu, að þeir steyptust yfir okk- ur. Um miðnættið fór að rigna ofsa- lega og veðrið harðnaði enn meira, svo að sauð á öllu í kring um okkur. Ég var á vaH með fyrsta stýrimanni, og manni sem hélt við stýrið með honum. „Þetta á eftir að verða enn verra, sagði skipstjórinn. „Mjá,“ kom eins og svar einhvers- staðar að. „Andskotinn eigi það, að þetta er SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.