Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 47

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 47
svarti kötturinn,“ öskraði skipstjór- inn öskuvondur. „Guð veri aumum sálum okkar náðugur — við erum glataðir!“ sagði stýrimaðurinn og néri höndum sam- an í skelfingu. En við þá hreyfingu sleppti hann stýrinu, og hinn mað- urinn — sem var jafn skelfingu lost- inn, réði ekki einn við bað. Hann féll á kné, og rétt í sama mund reið heljarsjór undir skútuna og kastaði henni nær því á hliðina. Við köstuð- umst allir á bolakaf í sjó, út að lunn- ingunni.“ „Vill ekki einhver laga kveikinn,“ sagði einn áheyranda lágri röddu. Dick þagnaði meðan verið var að laga kveikinn. Aðeins sjóskvampið, tap, tapp, tapp við skipssíðuna rauf þögnina, með þunglyndislegum hljómi. Einhvernveginn fannst mér allt dularfullt í kring um okkur. Þegar því var lokið, hélt Dick áfram: Nú — allir komu samstundis á dekk. En það tók okkur um tvo tíma, að koma skútunni aftur á rétt- an kjöl, því allir voru meira eða minna miður sín af því, að þeir höfðu heyrt hið ámótlega — mjá — þar sem þeir sátu niður í lúkarn- um, og töldu að það hefði verið mjög nálægt þeim. Farþeginn og Jim komu hlaupandi skelfingu lostnir. Þeir höfðu einnig heyrt þetta sker- andi mjálm, og töldu það hafa komið undan káetuborðinu. Loks hafði tek- izt að rétta skútuna, en stormurinn var ofsalegur ennþá. Skipstjórinn var hraustmenni og þrautreyndur sjómaður, þegar allir höfðu hópast saman að nýju, sagði hann til þess að hughreysta þá: Jæja piltar, stormurinn styttir fyrir okk- ur túrinn. Ef hann heldur áfram að blása svona, verðum við fljótlega komnir til Smyma.“ „Við fáum aldrei að sjá Smyrna!“ sagði annar stýrimaður með glamr- andi tönnum. „Nei, aldrei!“ tóku einhverjir undir. Skipstjórinn sendi Jim niður í ká- etu sína til þess að sækja romm- flösku, og gaf hverjum manni vænan sopa, sem hressti alla nokkuð við. En allt í einu hljómaði aftur sker- andi „mjá“. „Þarna er það,“ öskruðu mennirn- ir, en þeir voru varla þagnaðir, þegar brotsjór rann aftanyfir skipið og kastaði öllum hópnum frameftir skipinu. Skútan var svo full af sjó, að hún lá alveg kyrr og var eins og hún ætlaði að síga niður undan þunganum. Loks hallaðist hún þung- lega til bakborða og hellti af sér sjónum, og þaut svo af stað aftur með miklum hraða. Einhver stakk upp á því, að kasta aumingja Jim fyrir borð, til þess að milda með því kattarfjandann, því það var þó hann sem hafði hrint kettinum í sjóinn. En þegar skipstjórinn heyrði þetta varð hann ofsareiður, og sór þess dýran eið, að ef nokkur vogaði sér að snerta drenginn, skyldi hann slá þann flatan í gólfið. Svo sagði hann Jim að fara að hvíla sig. Aumingja Jim grét beisklega, þegar hann heyrði hvað rætt var um. Nú, en það er enginn vegur, sem aldrei kemur bugða á, og enginn stormur varir að eilífu: daginn eftir lægði veðrið verulega, og næsta dag var komið gott veður og sléttur sjór. Við vorum aftur orðnir ánægðir með tilveruna, og þess fremur þar sem ekkert heyrðist meira í kettinum. Skipið rann áfram fyrir hægri golu, við nálguðumst Smyrna og vonuð- um að ná þangað daginn eftir. En annar stýrimaður hrissti höfuðið og sagði: Þið skuluð ekki ímynda ykk- ur að við séum lausir við köttirm ennþá, því þetta var svartur fress- köttur!“ Um morguninn þegar skipstjórinn kom upp sagði hann: Mér fannst vera óeðlilegt sjóskvamp í lestinni í nótt — hafið þið mælt það nýlega?“ „Nei,“ sagði stýrimaðurinn, „ég hefi falið bátsmanninum að sjá um það.“ „Ágætt, þá spyr ég hann. En bátsmaður hafði ekki gert það enn- þá, svo hann gerði það þá strax, og kom í ljós að í lestinni var sex feta sjór. „Ég vissi að það væri úti um okk- ur,“ sagði annar stýrimaður, „við náum aldrei í höfn“ og það hugsuðu fleiri, en skipstjórinn sagði: Jæja piltar, það lítur út fyrir að leki hafi komizt að skipinu í storminum, og þarf engann að undra, eins og við vorum komnir nærri því að sökkva, þegar skútan lagðist á hliðina. Verið nú fljótir að drífa ykkur í dælum- ar, þá fáum við þetta ábyggilega í lag aftur. Þetta snertir að minnsta kosti ekki fressköttinn,“ bætti hann við brosandi! Nú stóð þannig á, að neðst í lest- inni voru tágakörfur með leirtöfl- um og ýmiskonar leirvörum, sem ekki gátu skemmst af vatni en efst voru ýmiskonar stykkjavörur og tauvörur, sem skipstjórinn vákti mjög yfir að ekki kæmist sjór að, og var því mjög árvakur við að halda okkur að dælunum. Veður var bjart, nær sléttur sjór, en aðeins hæg golla. Piltarnir voru óttaslegnir, og héldu að lekinn á skipinu væri það mikill að það myndi sökkva án þess að við yrði ráðið. Þeir kröfðust þess að fá romm og neituðu að vinna við dæl- urnar án þess, þar sem þeir töldu skipið hvort sem væri að því komið að sökkva. Skipstjórinn sleppti sér af reiði, fór niður í káetu, hlóð tvi- hleypu sína, kom svo og hótaði því að skjóta þann fyrsta sem neitaði að fara að dælunum. Piltarnir gerðu sér ljóst, að þetta væri full alvara, því þeir þekktu þegjandi að vinna vió dælumar. Það að skipstjórinn gat verið hörkutól, ef því var að skipta, svo þeir byrjuðu virtist ekki bera mikinn árangur. En skipstjórinn taldi að þetta gengi á- gætlega, og að mikill sjór kæmi úr lestinni, við töldum að hann seg'ði það aðeins til þess að hressa okkur upp. Hann skipaði stýrimanninum að opna lúguna, svo að við gætum séð hvemig færi á fragtinni í lestinni, og það var gert. Að þvi er við gátum bezt séð, hafði ekkert komið fyrir viðkvæm- ari vöruna. Piltarnir dældu af full- SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 33

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.