Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 48
um krafti framundir kvöld, en þá
gaf skipstjórinn hverjum manni góð-
an skammt af rommi og klukkutíma
frívakt. Þetta var fagurt tunglskins-
kvöld, og hægur andvari, sem að-
eins hélt seglunum þöndum. Skip-
stjórinn, sem hafði verið undir þilj-
um með stýrimanninum, kom nú upp
úr káetu sinni og sagði: „Jæja piltar,
þá verðum við að taka til aftur!“ —
en þegar hann sleppti orðinu, heyrð-
ist eymdaregt „mja-á“, sem gekk
að mergi og beini. Við skimuðum í
kringum okkur til þess að reyna að
finna út hvaðan hljóðið kom, og
þarna — uppi á öðrum bátnum —
sáum við allt í einu draug svarta
fresskattarins. Hann sat risastór og
kolsvartur í tunglskininu. Hann var
svo horaður, að hann hefði getað
verið kattarbeinagrind, ef svarti lit-
urinn hefði ekki glampað í tungls-
ljósinu. Hann skaut upp kryppunni,
og skottið stóð beint upp — hann
virtist helmingi stærri en þegar við
sáum hann síðast — og hafði það þó
verið meira en nóg.
Mennimir öskruðu upp af skelf-
ingu og hlupu á harðaspretti aftur á
skipið, þar sem þeir veltu skipstjóra
og stýrimanni um koll, sem ekkert
höfðu séð, og bölvuðu eða báðu til
guðs. Skipstjórinn var fljótur að
koma sér á fætur til þess að sjá
hverju þessu gauragangur sætti, og
kom þá allt í einu auga á köttinn,
sem stóð kyrr á sama stað, og gaf
enn frá sér átakanlegt „mja-á“.
„Hver fjandinn sjálfur“, hrópaði
skipstjórinn, sem var nýbúinn að
innbyrða sinn groggskammt, og var
hlaðinn orku og óttaleysi, meira en
nokkumtíma áður. „Þama höfum
við þá andskotans kattarkvikindið,
bíddui bara rólegur.“ Sifðan þaut
hann niður í káetu sína, kom aftur
upp með tvíhlaðninginn, og skaut
margsinnis að kettinum.
Dick lækkaði röddina, svo að hann
nánast hvíslaði.
„Kötturinn gaf frá sér hræðilegt
hvínandi ýlfur — og svo —“.
Á þessum stað í frásögninni rétti
Bill út tvo fingur, til þess að laga
kveikinn á kertinu, en hönd hans
skalf svo mikið, að í stað þess að
laga kveikinn, slökkti hann ljósið,
og við sátum allt í einu í svarta
myrkri. Það er erfitt að lýsa hvaða
stemning var yfir hópnum. Allir
færðu órólega til fæturna, en eng-
inn hreyfði sig úr sæti sínu.
„Nú,“ sagði Dick, sögumaðurinn
með mjög hóglátri rödd. „Hvers-
vegna kveikir enginn annað ljós?“
Hlauptu upp efir öðm kerti Bill, það
varst þú sem slökktir á þessu.“
„Hjaa,“ svaraði Bill, og auðheyrt
var að rödd hans skalf. „Er enginn
sem tók eftir hvert það vallt?“
„Það er ómögulegt að finna það
í þessu myiJkri,“ sagði einhver hjá-
róma rödd.
„Hlauptu þá upp eftir öðru hvolp-
urinn þinn, þú ert yngri en ég.
„Það var ekki ég sem slökkti
ljósið,“ svaraði drengurinn veiklu-
legum rómi.
„Upp með þig, eða ég skal mölva
hvert bein í skrokknum á þér,“ taut-
aði Bill til hans.
Þessi ógnun varð til þess að hinn
dauðskelfdi drengur þaut á fætur, og
fór að fikra sig upp stigann. Hann
var varla kominn nema tvö, þrjú
þrep upp, þegar við heyrðum yfir
höfði okkai* átakanlegt „mja-á“.
Drengurinn rak upp skelfilegt ösk-
ur, og féll niður mitt á milli okkar,
og mölvaði glös og eyðilagði tirikrús-
irnar. Aðrir öskruðu upp. Loks varð
dauðaþögn, eins og í grafhvelfingu,
og ég þóttist heyra fleiri en eitt
hjarta berjast í brjósti.
„Heyrið nú piltar,“ sagði Dick,“
hvað var þessi kjáni svona hræddur
við? Reynið nú að koma með ljós,
einhver ykkar.“
Þá loksins fann Bill kerið, sem
hafði fallið niður við fætur hans.
Hann fór að leita að eldspýtu skjálf-
Heiðurinn fyrir hugkvæmni á maðurinn,
sem hafði ákveðið að ganga 3 kílómetra ó
dag sér til heilsuhressingar, en fann þver-
veg sem stytti leiðina um helming!
andi höndum þegar bátsmaðurinn
kom í sama mund niður stigann með
ljóslukt í hendinni og sagði: „Hvað
er þetta piltar, sitjið þið hér í kol-
niðamyrkri? Blessaðir takið þið
luktina mína!“
Það er bezt að ég segi ykkur það
strax, að bátsmaðurinn hafði staðið
uppi á dekki og hlustaði á allt sem
fram fór niðri, og að það var hann.
sem gerði það sér til gamans, að
reka upp þetta ámátlega „mja-á“,
sem drengurinn varð svona hrædd-
ur við.
Strax þegar ljósið var komið aftur,
hélt Dick áfram:
„Já, hvað var ég nú að segja, jú
— skipstjórinn hafði farið niður,
sótt byssuna sína og skaut mörgum
skotum á köttinn og svo — já kött-
urinn gaf frá sér ískrandi væl og féll
niður á dekkið. Skipstjórinn gekk
að honum, tók hann upp á skottinu
og bar hann aftur eftir til mann-
anna sem stóðu í hnapp.
„Hérna heimskingjar,“ sagði hann.
„Hér hafið þið kattarskrattann ykk-
ar. Og nú ættuð þið að geta trúað
ykkar eigin augum.“
Og þama var kötturinn raunveru-
lega kominn. Því sjáið þið til, þegar
Jim féll í sjóinn var orðið dimmt,
og við svo uppteknir að bjarga hon-
um, að við sáum ekkert til kattarins.
Hann hlýtur að hafa klifi-að upp eftir
bardúnu og stokkið niður í lestina,
meðan lúgan stóð opin. Oll bessi
undarlegu hljóð, sem við vorum að
heyra, hlýtur að hafa verið kvikind-
ið í leit að rottum. Þið vitið hvað
köttur getur lengi tórað matarlaus,
svo dýrið hefur verið tiltölulega ró-
legt, eftir að hafa getað satt sig
á rottum. En þegar stormurinn kom,
og hreyfing kom á fragtina, sem ekki
hefur verið nægilega vel skorðuð —
hefur hann orðið hræddur og farið
að mjálma öðru hvoru. Þegar við
svo opnuðum lestina til þess að gá að
fragtinni, hefur hann skotizt upp • —
og hann var orðinn hálfgerð beina-
grind, eins og þið getið hugsað ykk-
ur. Já, svona var nú þessi saga.“
34 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ