Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Page 49

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Page 49
LÁSI KOKKIIR „Ég heiti Guðmundur Angantýsson og er fæddur við Bíldudal 21. maí 1901." 1. Þig vantar fleiri spegla í stásstofuna. Einu sinni þegar ég var lítill, i Bolungarvík, dró Vilmundur lækn- ir úr mér tönn. Við strákarnir vor- um búnir að halda fundi í þrjá daga, Olgeir, ég og Marinó glímukappi, og svo ákváðum við að hleypa öllum. tófunum út úr búinu, 18 tófum, það var alveg agalegt. Svo kemur hrepp- stjórinn, hann Halldór gronsari og segir við mig: Það hefir ekki verið þú Gvendur, ég var kallaður Gvend- ur þá, og stundum Mundi, sem hleyptir út öllum tófunum? Nei, nei, segi ég, ég er alltaf sofnaður klukk- an níu á kvöldin. Jaá, þú ert nú svo lúmskur með þetta, segir hrepp- stjórinn. Svo kemur sýslumaður, hann Magnús gamli Torfason, og hann drekkur kaffi hjá mömmu. Er ekki hér drengur, sem heitir Guð- mundur? spyr sýslumaður. Jú, jú, segir mamma, hér er hann, er eitt- hvað að? Jammmm, segir sýslumað- ur, einn strákur var að nauðga stelpu, svo voru þrír strákar að stela fiski frá Pétri st órkaupmanni. Já, segi ég, það kemur mér ekkert við, ég er ekkert að eltast við stelpur og hef ekki stolið neinum fiski, ég fæ nóg að éta. Jammm, segir sýslumað- ur, komdu hérna og segðu mér hver Meypti út tófunum. Það veit ég ekkert um, sagði ég, og sagði honum ekki neitt, ekki eitt orð. Svo kem- ur Vilmundur læknir, til þess að draga úr mér tönnina, og ég sagði honum alla söguna og hann gaf mér túkall fyrir. Jammm, segir sýslu- maður, hann er nú svo lúmskur hann Gvendur, þetta er alvarlegt mál og hann veit nú eitthvað um það, jamm. Síðan fór sýslumaður. Daginn eftir hleypti ég rollunum hans Halldórs gamla gronsara nið- ur í fjöru. Hann kemur grenjandi vondur heim til mömmu og segir: Það hefur ekki verið hann Gvendur, sem hleypti rollunum niður í fjöru. Jú, jú, segi ég, þú rassskelltir mig um daginn og svo vantar þig fleiri spegla í stássstofuna. Hann sagði ekki eitt einasta orð og fór. 2. Ekki hálfur, rétt mildur. Einu sinni, fyrir nokkrum árum, fórum við Vestúr, og þá var skotinn minkur. Bjössi kokkur1) og fleiri góðir menn voru með. Þá segir Ragn- ar aðalmaðurinn2). Lási, steiktu nú minkinn. Mér var alevg óglatt mað- ur, en fór með minkinn niður að ánni og þvoði hann. Það vildi til að Kalli greyið 3) var búinn að gefa mér svolítið í glas, það er lygi að ég hafi verið hálfur, rétt mildur, annars hefði ég kafnað úr andskot- ans lyktinni. Svo fláði greyið hann Bjössi kokkur minkinn og ég steikti hann. Það var bara pínulítið stykki, og svo át Kalli það allt saman, haxm vissi ekkert, hvað hann var að éta og Ragnar og Nonni4) hlógu og hlógu. Það var alveg agalegt, en ég sá mest eftir skinninu, því ég hefði fengið fimm hundruð krónur fyrir það. ') Bjöm Axelsson. 2) Ragnar Jónsson, veitingamaður. ■') Karl Jónsson, miðasali í Þórscafé. ■*) Jón Ragnarsson, bíóstjóri m. m. 3. Betra að drepast hjá hásetunum en í brúnni. Ég var lengi með Gesti sáluga heitnum á sjónum. Hann var alveg agalega fínn kokkur, hann smakkaði það svolítið, en lét mig alltaf sofa út og tók á móti kostinum sjálfur, og við rökuðum okkur, hvernig veður sem var. Jæja, einu sinni vorum við úti á sjó, þá var Jón Vídalín yfir- kokkur. Ég segi við strákana, svona blátt áfram að mér líki ekki, hvað það er mikil ísing uppi á hvalbak, en þeir segja bara: Nú fer hann að rausa, nú fer kallinn að rausa. Já, segi ég, þið verðið ekki svona bratt- ir þegar líður á nóttina. Jæja, svo er ekkert meira með það. Um nótt- ina koma strákamir til mín og segja: Ætlar þú ekki að fara að vakna Lási? Þá hafði hvesst þessi lifandi ósköp, gerði þetta voða rok og yfirkokkur- inn kominn í koju. Þú átt að fara upp í brú til skipstjórans, segja strákam- ir. Nei, segi ég. Það er alveg eins gott að drepast hér hjá hásetunum eins og upp í brú, síðan sneri ég mér á hina hliðina og skipti mér ekk- ert meira af því. Svo er þetta voða veður í 17—18 tíma og allt fyllist af sjó, steindrepst á eldavélinni, og loks leggst skipið á hliðina. Þá segi ég við sjálfan mig: Þú drepst ekkert á sjó Lási, og það dugði. Eftir klukku- tíma réttist það við aftur. En troll- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.