Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 50

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 50
ari frá Hafnarfirði, sem var með okk- ur, fórst, og allir héldu, að við vær- um dauðir, og það var komið í Vísi, að við værum dauðir, steindauðir. 4. Enginn fer með óvaskað til himna. Einu sinni var allt fullt af skóla- mönnum með okkur á sjónum, 18 eða 19 stykki, allt læknar og prest- ar og allur djöfullinn. Einn, sem var lengi læknir á Selfossi, hann átti heima á Bollagötunni bakaði alltaf fyrir mig pönnukökur. Jæja, svo legg ég mig útaf og segi við strák- ana: Eg ætla að biðja ykkur að gera allt klárt, fíflin ykkar. Hvaða raus er þetta í kallinum segja þeir, það er blankandi logn. Jú, segi ég, það verður ekkert meira logn þegar fer að líða á. Svo sofna ég. Þá vekur einn strákurinn mig og segir. Heyrðu Lási, það er allt í kafi. Hvað get ég gert að því, segi ég, það er skipstjór- inn sem á að stjórna, en ekki ég. Þá var allt fullt af vatni í káetunni. Hálfvitamir ykkar segi ég, takið upp nótina og látið út bátana og farið að berja ísinn, sleggjan er hérna undir kojunni, en lofið mér upp. Og ég fer upp, bölvandi og ragn- andi, og sjórinn flaut upp yfir stíg- vélin mín. Hvaða andskotans læti eru þetta, segi ég, hvað er eiginlega að? Skipið er að sökkva, segir skip- stjórinn. Jesús minn, segi ég, þá er bezt að ganga frá öllu, því það fer enginn til himna sem á eftir að vaska upp. Annars fórst aldrei skip, sem ég var á. 5. Skilinn eftir í panti hjá ömmu í Hull. Svo var ég á Helgafellinu. Þá vor- um við í Hull. Amma gamla, hún átti skemmtihús og var amma okk- ar allra. Hún lánaði okkur peninga og allt saman. Jæja, svo fórum við til hennar í húsið. Við áttum ekki nóga peninga, svo þeir fara til skip- stjórans um borð, að ná í meiri peninga, og skilja mig eftir í panti. Svo er ekkert meira með það. En strákarnir finna ekki skipstjórann. Svo sat ég þarna í marga klukku- tíma og þjónarnir hringsnerust í kring um mig og ég fékk alveg nóg- an snafs. En mér fannst eitthvað bog- ið við þetta og passaði mig að drekka ekki of mikið, því þeir gætu látið eitthvað eitur í snafsinn, því mað- ur veit ekkert, hvernig það er í út- löndunum með það. Jæja, svo er ekkert meira með það. Eftir tvo tíma kemur skipstjórinn og borgar allt út, og þá var ég ekki lengur í panti, þú skilur mig, og svo fórum við út. Eg er með fimm bjórflöskur úti á torginu, og þá er mér svo mál, rétt á götunni, svo ég pissa þar. Þá kem- ur lögreglan og tekur í mig en ég rétti þeim bjór, og þeir segja að allt sé í lagi, það kostaði svo mikið, bjórinn þá svo ég gaf þeim alla bjór- ana og þeir fylgdu okkur alla leið um borð. Svo sagði hann Gestur sálugi heitinn: Eg veit ekki hvern- ig hefði farið, ef hann Lási hefði ekki setið eftir í panti. Við hefðum allir verið látnir í tugthúsið hver einasti, þú skilur mig, Jón litli, þú veizt hvað ég meina. 6. Ef stelpurnar klipu í tippið á yður, frú Margrét. Og svo réði María Maack mig í vinnu hjá henni frú Margréti á Hótel Heklu. Kerlingin dubbar sig upp og fer til frú Margrétar og ég er með henni. Er þetta strákurinn? spyr frú Margrét. Já, segir María Maack, heldurðu að þú getir notað hann? Já, já, segir frú Margi’ét, allt í lagi með strákinn, ég tek hann til prufu í tvo, þrjá daga, og ef hann kann eitthvað þá verður hann áfram. Og ég var í átta ár. Þegar ég fór, eftir átta ár, ætlaði hún að verða vitlaus en ég fór til sjós, með Benna vini mínum Pálssyni, og hún lét 1800 krónur í sparibók, sem mamma tók við, en ég fékk alltaf nóga peninga hjá henni frú Margrét, allt sem ég vildi og hún klæddi mig, og ég hafði það alveg ágætt. Svo gaf hún mömmu kaffi og sykur um jólin og allt svo- Góðir vinir, glatt á hjalla. leiðis. Ég var alltaf í eldhúsinu hjá henni frú Margréti, með Antoni sáluga kokk, sem var útlærður, og lengi kokkur á vinnuhælinu fyrir Austan. Hann var frændi hennar, kerlingarinnar. Það var stundum smá kennderí þar, en ég segi ekk- ert frá því, ekki orð, þú skilur mig. Jæja, svo klipu stelpurnar í mig, þegar ég var að vinna með Antoni sáluga heitnum, hann var alveg dásamlegur maður. Við vorum að gera hreint og stelpumar klipu í tippið á mér, og ég gólaði. Þá kem- ur frúin og segir: Hvaða andskotans læti eru þetta í strákskrattanum? Þá segi ég: Hvað mynduð þér segja, frú Margrét, ef stelpurnar klipu í tippið á yður? Þá sagði hún bara: Þegiðu, strákur, steinþegiðu. Hún var alveg dásamleg, hún frú Mar- grét. Og svo þvoði ég á henni fæt- uma. 7. Gangstéttin í tærnar og andlitið í tertuna. Svo kom hún Gunna á Biminum, blessunin, oft í heimsókn. Þá var ég sendur til að kaupa púrtara, fyrir frú Margréti, og svo sátu þær kerl- 36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.