Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 52
Ég ætla bara að biðja þig, séra Þor-
steinn, að hola mér ekki svona oní
jörðina. Þá sagði séra Þorsteinn:
O, ætli þú lifir okkur ekki öll, Lási
minn. Jæja og ekkert meira með
það.
11. Brosandi þjónar og efni.
Það er alveg agalega gott að vera
hérna á Hótel Valhöll, hann Magn-
ús yfirkokkur stjórnar þessu öllu
saman hérna í eldhúsinu og greyið
hann Bjössi er líka alveg hundrað
prósent maður. Og svo fer ég líka
aftur til Spánar með Ragnari
frænda. Það er alveg dásamlegasta
og elskulegasta ferð sem ég hef far-
ið í. Oo, þjónarnir komu brosandi
og sögðu: Mikið ert þú vel klædd-
ur: Já, maður verður nú að vera
uppdubbaður í öðrum löndum, sagði
ég, þið munduð vera það sjálfir
heima á Islandígó, jess, jess, moní
ollræt. Eruð þið milljónamæringar
eða hvað? spurðu þjónamir. Ég veit
nú ekki með mig, sagði ég, en Ragn-
ar frændi er í töluverðum efnum.
Svo sagði Ragnar frændi við
Dalla: Ætli sé ekki bezt að ná í
stelpu handa honum Lása. Þá sagði
ég: Jú, jú, elsku frændi, en reyndu
að hafa hana svolítið þrifalega. Þá
sagð^1 Ragnar frændij: Þú ert nú
meiri kallinn, Lási.
12. Ég get nú alveg þegið snafs,
eins og sveitakarlamir.
Jæja, nú má ég ekki vera að þessu
lengur, ég verð að fara að vinna.
Hann Magnús kokkur setur mig oní
Almannagjá, ef ég kem ekki strax.
Oo, þú ert svo vitlaus, litli Jón, alltaf
étandi og vinnur ekki neitt. Þú ert
ekki líkur henni ömmu þinni. En
heyrðu . . . Áttu nokkurn snafs, þú
skilur mig? Ooooooo, elsku drengur-
inn minn, aðeins meira. Svona. Þi'i
ert alveg dásamlegur, bráðduglegur
og stórmenntaður, alltaf að vinna
Þú ert líkur henni ömmu þinni núna.
Ég skal vera góður við börnin þín
þegar þú ert dáinn.
ÁHE.
Að kvöldi 25. janúar 1971 rákust m.s. Roraima og m.s. Anzoategui saman í svax-taþoku
skammt út at Galveston í Texas. Um 70 manns var skjótlega bjargað af aðvífandi
skipum, tveir alvarlega slasaðir. Um morguninn var reynt að aðskilja skipin, sem ekki
tókst, og lögðu dráttarbátar af stað með þau samhangandi til lands. En sjógangur á leið-
inni hafði þau áhrif, að þau losnuðu sjálfkrafa. Roraima komst til hafnar af eigin
rammleik, en dráttarbát tókst að koma hinu skipinu til hafnar.
KOHHil ........IIIIIIII ..■ll■ll■ll■■llllllllll■llllllllllll■l■ll■lllll■■■l■lll■l■l■l■■ll■lllll•lll■lllllll■lllll■ll■llllllllllll■l■l■l■l■ll■||■■■llr/
"4> ..............................................................................................................................................................................................................................................................................................................iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim'**
38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ