Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 53
Þorkell Sigurgeirsson, Hellissandi, sem heiðrað-
ur var 1971.
SJÓMANNADAGURINN
Á HELLI5SANDI
Það mun hafa verið rétt eftir 1940 að
farið var að halda sjómannadaginn hátíð-
legan hér á Hellissandi. Munu það hafa
verið nokkur félagasamtök hér í j)orpinu
sem stóðu að |>ví undir forystu slysa-
varnadeildarinnar Bjargar og var þá öll-
um ágóða af deginum varið <il sundlaugar-
byggingar. Það var um 1961 er skipstjór-
ar á bátunum stofnuðu sjómannadagsráð
og séð hafa um hátíðahöld síðan. Öllum
ágóða af deginum verður varið til að reisa
minnismerki sjómanna og til byggingar
sjóminjasafns, þegar hefur verið lagfært
áraskip sem er yfir hundrað ára gamalt.
Sjómannadagurinn 1971 hófst kl. 8 með
því að fánar voru dregnir að húni. Síðan
var sjómannamessa í Ingjaldshólskirkju
hjá sóknarprestinum séra Ágústi Sigurðs-
syni. Klukkan tvö hófust svo útihátíðahöld
á Drymbum.
Að loknum útihátíðarhöldum er haldið
til kaffidrykkju í Félagsheimilinu Röst,
þar sem konur úr slysavaniardeildinni
Helgu Bárðardóttur standa fyrir. Þar var
heiðraður einn aldraður sjómaður að
jæssu sinni, Þorkell Sigurgeirsson og af-
hent verðlaun fyrir afrek dagsins í íþrótt-
um. Um Kvöldið var svo fjölmennur dans-
leikur í Röst, sem fram fór með prvði.
Sjómannadagsráð skipa nú þessir menn.
Leifur Jónsson, Sigurður Kristjónsson,
Kristinn Friðþjófsson, Sævar Friðþjófsson,
Tryggvi Eðvarðsson, Þorvarður Eggerts-
son ásamt fjölda sjómanna er undirbúa
daginn.
I. mynd: SjómannadagsráS á Hellissandi. 2.
Sjómenn sem hafa verið heiðraðir á undan-
förnum árum. Aftari röð Siómannadagsráð. —
3. Rifshöfn. 4. Röst Hellissandi á sjómannadag.
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 39