Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 54
Formannaskipfi í Sjómannafélagi Reykjavíkur
Formannaskipti urðu í stærsta aðildarfé-
lagi Sjómannadagsráðs, Sjómannafclagi
Keykjavikur á síðasta aðalfundi þess. Jón
Sigurðsson fráfarandi formaður hvarf nú
Jón Sigurðsson, fráfarandi formaður.
Jón Sigurðsson er fæddur 12. maí 1902 í
Hafnarfirði. Stundaði sjómannsstörf á segl-
skútum, bátum og togurum um árabil. Réð-
ist í ársbyrjun 1934 sem erindreki til ASI,
framkvæmdastjóri sambandsins 1941—44
og aftur frá 1949—54. Formaður Fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík í
nokkur ár. Ritari Sjómannafélags Reykja-
víkur 1931—34 og aftur 1951—19G0. For-
maður frá 1960—1972. Formaður Sjó-
mannasambands íslands frá stofnun þess
1957 og er enn. Á sæti í stjóm Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins. Stofnaði mörg verka-
lýðsfélög og er heiðursfélagi 2ja þeina. —
Kona Jóns er Jóhanna Guðmundsdóttir
Bjamasonar bóksala frá Seyðisfirði og
konu hans.
úr stjóm félagsins eftir langt og farsælt
starf í þágu þess. Við formannsstörfum tók
Hilmar Jónsson.
Jón Hilmar Jónsson, formaður.
Jón Hilmar Jónsson er fæddur 30. maí
1906 að Ytri-Vogum, Vopnafirði Norður-
Múlasýslu. Byrjaði sjómannsferil sinn á
m.b. Nyrði í júlí 1923, var um tíma á bát-
um, síðan á togurum til 1954. Fór í land og
varð starfsmaður Sjómannafélags Reykja-
víkur 1. maí 1954 og er þar enn. Haim
var fyrst kosinn í stjóm félagsins 1951 sem
varagjaldkeri, varaformaður frá 1956—1964,
gjaldkeri frá 1964. Formaður frá 1972. —
Fulltrúi í Sjómannadagsráði frá 1958 og
í stjórn Sjómannadagsráðs frá 1961. Á
sæti í stjóm Lífeyrissjóðs sjómamia. —
Kvæntur Sigurlaugu dóttur hjónanna Jóns
Tómassonar, sjómanns og verkamanns og
Guðrúnar Hákonardóttur.
Álykfun Sjómannadagsráðs
Eftirfarandi tillaga var samþykkt
samhljóða þann 29. apríl á aðalfundi
Sjómannadagsráðs, en þar eiga sæti
fulltrúar úr öllum félögum sjómanna
í Reykjavík og Hafnarfirði.
„Aðalfundur Sjómannadagsráðs í
Reykjavík og Hafnarfirði, haldinn
29. apríl, fagnar þeirri samstöðu, sem
náðzt hefur meðal þjóðarinnar um
útfærzlu fiskveiðilögsögunnar.
Hinsvegar harmar fundurinn við-
brögð samtaka brezkra flutninga-
40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
verkamanna, sem hótað hafa af-
greiðslubanni á íslenzk skip, sem til
Englands kunna að koma eftir út-
færzluna.
Ef gripið verður til slíks gerræðis
skorar fundurinn á alla íslendinga,
að draga sem mest má verða úr kaup-
um og innflutningi brezkrar fram-
leiðslu og þjónustu við brezk skip,
sem til landsins koma.
Fundurinn skorar þó eindregið á
alla þá, sem slík störf vinna, að veita
sömu fullkomnu þjónustuna hér eft-
ir sem hingað til, til tryggingar
öryggi skipa og skipshafna."
Einar M. Einarsson,
fyrrv. skipherra, 80 ára
Einar M. Einarsson.
Einar er fæddur í Ólafsvík á Snæ-
fellsnesi 2. maí 1892. Faðir hans var
Einar Markússon kaupmaður í Ólafs-
vík og móðir hans Guðrún Lýðs-
dóttir.
Einar er þjóðkunnur fyrir dugnað
og drengskap á sínum langa sjó-
mannsferli.
Við þessi tímamót árnar Sjó-
mannadagsblaðið honum heilla og
þakkar honum fyrir vel unnin störf
fyrir land og þjóð.