Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Side 57
maurildin af henni. Torfan verður
að vera alveg uppi á yfirborðinu, ef
hún er svo sem tvo til þrjá faðma
undir því, sjá þeir hana ekki, þeir
geta því ekki kastað á mórillu, eins
og við gerðum í gamla daga. Það er
eins, að þeir sjá ekki vaðandi síld
nema rétt við bátinn, ef torfan er
100—200 metra í burtu, þá sjá þeir
hana ekki frá bátnum.
Þama getur því ekki orðið um
verulegar kraftsíldveiðar að ræða
nema beitt sé fiskileitartækjum. Þeir
reyfa þó saman talsvert magn. Síld-
arvertíðin hjá þeim stendur eina 8
mánuði, en gæti staðið allt árið.
Þrátt fyrir hin frumstæðu veiðiskil-
yrði koma þeir alltaf að með góðan
afla. Þeir geta ekki veitt nema hálf-
an mánuð í einu. Þeir veiða allt í
bræðslu, en ég held að heildarmót-
tökuskilyrði verksmiðjanna við all-
an Kaliforníuflóann sé ekki nema
900 til 1000 tonn á sólarhring. Ég
þyrði að ábyrgjast síldarbáti velbún-
um tækjum 2—300 tonn á dag allan
ársins hring.
— Af hverju ferðu ekki með ein-
hvern síldarbátin héðan?
— Það fengist aldrei leyfi til veið-
anna og svo myndi strax stranda á
móttökunni.
— Hvernig eru aðstæður á mið-
unum? Er langt að sækja? Mikill
straumur?
— Aðstæður á miðunum eru eins
og ég hef áður sagt, alltaf blíða, og
straumar eru ekki til baga. A þess-
um slóðum sem ég er, sækja þeir
eins og hálftíma stím út og þar fengu
þeir næga síld. Ég Jeitaði þama
með tækjum og fann mikla síld en
þó miklu meiri á svæðum sem þeir
koma aldrei á og eru svona fjögurra
til tíu tíma stím undan landi eða
sem svarar 45—100 sjómílum.
— Stendur síldin djúpt, þegar hún
ekki veður?
— Nei, nei, það er allur fiskur
þarna á mjög grunnu vatni, það
verður ekki fisks vart fyrir neðan
25 faðma. Mesta fiskislóðin er á
5—10 föðmum.
— Þeir eru þá ekki með ýkja djúp-
ar nætur og það hljóta alltaf að vera
um botnköst að ræða?
— Já, það eru alltaf botnköst og
það er allt í lagi, þarna er ekkert
nema ægisandur. Það er hægt að
kasta þama á hundruða mílna fláka
án þess að lenda í festu.
Dýptin á nótunum er yfirleitt 1:10,
það er 300 faðma löng nót er höfð 30
faðma djúp. Fellingin er ekki nema
25%, sem þýðir að þegar þú hefur
kastað og tekið baujuna, þá getur
þú ekkert meira gert. Báturinn
snurpast strax inní kork og þá er
það bara síldin sem verður eftir sitt
í hvoru horninu sem næst. Þetta
gengur allt vel, ef kastað er t. d.
á þremur föðmum, en það getur far-
ið illa, ef menn lenda á dýpra vatni.
Ég brá mér út eina nóttina með
báti. Þeir köstuðu á 3 föðmum og
fengu fulla nót. En svo gjóaði að-
eins eða nóg til þess að bátinn tók að
reka með nótina, þegar þeir voru
rétt byrjaðir að draga og bátin rak
út á 10 faðma dýpi, sem sé það snar-
dýpkaði.
Svona lítil felld nót er náttúrlega
eins og spjald í sjónum og síldin
hefur ekkert svigrúm og ruddist á
garnið, færði korkateininn á bóla-
kaf og hvarf síðan út yfir hann. Ég
er viss um að við vorum með ein
þrjú hundmð tonn inn í nótinni,
en við héldum ekki eftir nema 30
tonnum. Ég hef nú verið að segja
við þá að þeir ættu að fella nætum-
ar meira, það myndi margborga sig,
en þeir horfa í stofnkostnaðinn, sem
ég er þó viss um að ynnist upp á
einni viku í mesta lagi.
— Er þama eitthvað um stórút-
gerðarmenn?
— Nei, það er nú meinið í skránni.
Þetta eru einstaklingar, sem sjaldn-
ast eiga nema einn bátinn hver og
bauka hver í sínum skúr og lítil
samstaða með þeim. Þeir hafa bara
ekki efni á hagkvæmum rekstri. Út-
vegurinn er alltof lítið fjármagnaður
í landinu. Þetta er auka-atvinnuveg-
ur ekki mikils metinn. Þjóðin er frá
fomu fari landbúnaðarþjóð.
— Finnst þér nú starf þitt bera
árangur þarna?
— Ég held það sé bezt að svara
þessari spumingu með sögu sem ég
hef heyrt hafða eftir Guðjóni 111-
ugasyni, sem hefur langa reynzlu
í þjónustu FAO. Hann hafði verið
í Indlandi á sama staðnum að mig
minnir ein fimm ár og fannst lítið
ganga í framfara átt og streð sitt og
íyrirhöfn nánast engan sjáanlegan
tilgang hafa. Þegar hann svo fór í
burtu taldi hann sig ekki geta merkt
neinn árangur af öllu sínu baksi.
Mörginn árum seinna átti hann leið
í þetta þorp sem hann hafði verið í
sem lengst, og þá sá hann árangur-
inn af starfi sínu. Menn voru þá
búnir að taka upp og farnir að not-
færa sér margt það sem hann hafði
kennt, og hélt að hefði farið fyrir
ofan garð eða neðan hjá þeim.
Við með okkar velútbúnu skip
og háþróuðu fiskveiðar gerum okk-
ur ekki alltaf ljóst, að við eigum að
baki margra áratuga þróun. Þegar
við svo komum til vanþróaðra fisk-
veiðiþjóða, með okkar þjálfun og
þekkingu, sem við höfum í rauninni
verið að öðlast á mörgum áratugum,
þá grípur óþolinmæðin okkur, og
við krefjumst þess, að viðkomandi
þjóð tileinki sér okkar kunnáttu á
nokkrum mánuðum.
Mexikanar eru duglegir og það er
engum vafa undirorpið, að ef stjóm-
völd leggja áherzlu á að efla sjávar-
útveg í landinu, þá verða Mexikanar
innan tíðar mikil fiskveiðiþjóð.
Læknirinn var kallaður til sjúklings um
miðja nótt. „Vilduð þér athuga hjarta
mitt,“ stundi sjúklingurinn.
Eftir stutta stund andvarpaði læknir-
inn: „Látið þér kalla á nánustu ættingja
yðar.“
„Er það svona alvarlegt?" spurði sjúk-
lingurinn.
„Það er ekkert að óttast,“ svaraði lækn-
irinn. „En ég vildi bara ekki verða einn
um það, að vera rifinn uppúr rúmi mínu
um miðja nótt vegna magakveisu yðar!“
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43