Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Qupperneq 59

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Qupperneq 59
um klukkutíma síðan, og segist vera komin alla leið frá Caracas í Ven- ezuela. Hún segist vera yfir sig hrif- in að hafa getað grafið upp heim- ilisfang þitt, elsku frænda síns! Terry bölvaði illskulega og taut- aði, allt í lagi, við gefum henni kvöldmat og lofum henni að gista í nótt, en komum henni svo af stað aftur í fyrramálið. Griselda var glæsileg kona í útliti og ótrúlega ungleg að sjá. Silfurgrátt hár hennar var sérlega vel upp sett, og andlitið slétt og frítt. Hún var í dagstofunni, en reis upp úr stólnum strax þegar Terry kom inn, gekk á móti honum og faðmaði hann inni- lega að sér, síðan gekk hún skref aftur á bak, og virti hann fyrir sér með bláu skærum augum, sem völ^vuðust gleðitárum. — Þú ert orðinn verulega fallegur maður, Terry, og átt svona yndislega konu. Það gleður mig verulega að sjá hve hamingjan leikur við þig. — Það er verulega ánægjulegt að sjá þig aftur Griselda frænka, kreisti Terry út úr sér, en hugsaði jafn- framt um að hún yrði ekki hjá þeim lengur en til morgundagsins. — Þú vildir máske hvíla þig stutta stund eftir ferðalagið, meðan ég út- bý kvöldmatinn, sagði Miriam. — Blessuð farðu nú ekki að hafa mikið fyrir mér, ég er ekki svo kröfuhörð. Hún tók öllu með þökk- um, sem Miriam bar á borðið. — En hvað þetta er allt dásamlegt, sagði Griselda frænka hvað eftir annað. Terry var ekki alveg eins örugg- ur með sjálfum sér, að hún meinti það alvarlega, því að nautasteikin og kartöflurnar voru viðbrenndar eins og að venju, þegar Miriam fór að fást við matargerðina, eftir að eld- hússtúlkan hafði yfirgefið þau fyrir þrem vikum síðan, orðin þreytt á því að bíða vonlaust eftir þeim pening- um sem hún átti inni hjá þeim af kaupi sínu. Griselda þurrkaði sér ánægjulega um munninn. — Hershöfðinginn hefði haft ánægju af slíkri máltíð! Hann var svo hrifinn af nautasteik. Ef til vill af því að hann var Eng- lendingur. — Hershöfðinginn? spurði Terry og leit upp frá disknum sínum. — Já, eiginmaðurinn minn sálugi, svaraði Griselda. Hann var sá ynd- islegasti og bezti af öllum eigin- mönnum mínum. Terry gizkaði á að ekki væri langt um liðið síðan frænkan varð ekkja, og gerði sér upp hluttekningu yfir því að hershöfðinginn væri látinn. — Þakka þér fyrir vinur minn, en mér líður strax betur þegar ég er kominn hingað til ykkar Miriam. Hershöfðinginn og ég vorum alltaf svo glöð þegar við vorum með ungu fólki. Hershöfðinginn og ég lékum tennis og golf, fórum í útreiðartúra og hann flaug í einkaflugvél sinni — allt fram að þeim degi þegar sprengjan sprakk. Miriam hagræddi sér í stólnum og spurði, sprengjan? Já, það voru þessir hræðilegu of- beldismenn sem settu hana í bílinn. Griselda dró djúpt andann og komst í hugaræsing. — Ég ætlaði ekki að gera ykkur þungt í geði . . . með því að segja ykkur frá þessu . . . Það er allt í lagi, Griselda frænka, sagði Terry, hvað var það sem kom fyrir? Grisélda horfði fram fyrir sig eins og hún væri að rifja upp það sem skeð hafði. Sprengjan, sagði hún loks sem drap þá báða. Hershöfðingjann og Ferdie. — Ferdie? Var það sonur þinn? spurði Terry varfæmislega. Griselda var aftur komin til sjálfr- ar sín. Nei, vinur minn, hershöfð- inginn og ég vorum ekki svo ham- ingjusöm að eignast börn. Ef til vill er það þess vegna sem ég leitaði ykkur uppi. Nú á ég engin skyld- menni önnur en ykkur kæru böm, sagði hún viðkvæmnislega og leit á þau á víxl. — En við vomm að minnast á Ferdie, hann var einka- bílstjórinn okkar. Terry og Miriam gáfu hvort öðru hornauga. Og Miriam sagði með létt- um tón, það hefur verið dýrt að hafa einkabílstjóra? — Dýrt? sagði Griselda eins og ut- an við sig. Svo yppti hún öxlum. — Já, hann hafði góð laun. En með öll- um milljónum hershöfðingjans skipti svoleiðis smámunir okkur ekld neinu. Auðvitað gaf ég veslings for- eldrum Ferdies álitlega peningaupp- hæð, það var það minnsta sem ég gat gert. Terry fór allt í einu að verða feikna áhugasamur. — Það ber því vitni kæra frænka, hve góðsöm þú hefur alltaf verið, sagði hann blíð- lega. — En meðal annars hittir þú hershöfðingjann í Venezuela? — Nei, ég var við baðströnd á Ítalíu, nýskilinn við annan eigin- mann minn, þar hitti ég hershöfð- ingjann, einmitt manninn sem ég hafði beðið eftir allt mitt líf. Dásam- legur maður, fallegur, glaður og kátur. Heiðursmaður út í fingur- góma og fullkominn elskhugi. Terry greip fram í fyrir henni. Var hann í hernum þá? — í hernum? Griselda frænka brosti bíðlega. Nafnbót hans var að- eins heiðursvottur, sem konungur- inn í Trans-Kublait hafði veitt hon- um. Ahugamál hershöfðingjans var olía, og það voru slík viðskipti sem drógu okkur til Venezuela — og hinnar hræðilegu sprengju. Óhemju áhugi var allt í einu vakn- aður hjá Miriam til þess að þókn- ast gesti þeirra. — Má ekki bjóða þér svolítið meiri eftirrétt Griselda frænka? Kaffi? Og smástaup af koníaki eftir kvöldverðinn? í næstu viku hafði orðið mikil breyting á háttalagi Bixby hjónanna. Griseldu frænku hafði verið komið fyrir í sólríkasta herbergi hússins. Terry hafði farið með golfkylfum- ar sínar og veðsett þær í lána- stofnun til þess að fá aura fyrir góðu koníaki. Og á morgnana læddust hjónin um á tánum til þess að vekja ekki Griseldu frænku, sem hafði lát- SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.