Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 61

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Síða 61
Griselda frænka var nm það bil að rísa upp úr stólnum, en settist aftur. Hún leit á Terry með köldu augnaráði og sagði rólega: A ég að segja þér dálítið — ég hefi það ein- hvemveginn á tilfinningunni, að ég sé ekkert velkomin hér á heimilinu. Miriam gaf Terry olnbogaskot svo lítið bar á, en sagði svo blíðri röddu: hvernig geturðu sagt þetta? Eg held að þið þolið mig aðeins vegna peninga minna, svaraði Gris- elda frænka umbúðarlaust. Hefði ég verið velkomin, ef ég ætti ekki neina peninga? Nákvæmlega jafn velkomin, flýtti Miriam sér að segja. — Þér er óhæt+ að trúa því. Okkur þykir vænt um þig — vegna sjálfrar þín. Það er alveg rétt, bætti Terry við. Ég var bara dálítið utan við mig, og lét tilfinningar mínar bitna á þér i stað atvinnuveitanda míns. Griselda leit á þau á víxl. — í veikinda eða slysatilfell: hefði ég látið ykkur fá nóga peninga til um- ráða. Terry er einasíi eftirlifandi ættingi minn. Og einhverntíma þeg- ar ég er ekki lengur til, eignast þii allt sem ég á. En þú neyðist tii þess að yfirstíga sjálfur þessa smáerfið- leika Terry. Það gerir þig að betri manni — og það er aðalatriðið fyrir mér. Terry og Miriam stóðu hreyfing- arlaus, og horíðu á eftir Griseldu frænku meðan hún strunzaði út úr dagstofunni. Við fáum peningana aldrei, fyrr en hún er dauð, hvæssti Miriam út úr sér. — Hún veit að hún hefur vald yfir okkur, sagði Terry. — Hún ger- ir okkur að þrælum sínum, bætti Miriam við. En jafnvel þrælar gera uppreisn og taka það, sem þeim rétti- lega tilheyrir . . . Hinn glæsilegi möguleiki blasti snögglega freistandi fyrir þeim. Terry gaut hornauga til Miriam. Honum varð hálf bylt við þegar hann sá hve hún var köld og ákveð- in á svip. Honum varð ljóst að Miri- am hefði strax frá byrjun, eftir að gamla konan hafði talað um auðlegð sína, reiknað með, að andlát henn- ar yrði að bera brátt að. Hún er búin að lifa sitt líf, sagði Miriam. — Það er ekkert að missa fyrir hana. — En hvernig? var það eina sem Terry gat stunið upp. Hún þarf núna að fara í morgun- baðið sitt. Við erum vitni hvort fyr- ir annað. Enginn getur dregið frá- sögn okkar í efa. Griselda frænka rennur til á baðherbergisgólfinu og dettur harkalega. Þér er óhætt að fara að undirbúa sorg þína yfir and- láti þinnar kæru frænku, Terry. Miriam gekk hratt út úr borð- stofunni, án þess að líta til hægri eða vinstri. Terry stóð þögull eftir, og það var eins og allt kerptist saman innaní honum. Hann heyrði að dyr voru opnaðar, eitthvað var talað. Hálfniðurbælt óp. Síðan ómur af ryskingum, annað örvæntingarhróp lengra og átakanlegra. Terry lokaði augunum og hélt fyr- ir eyru sér. Honum fannst þögnin óbærilega löng. Svo birtist allt í einu mannvera í dyrunum. Það var Gris- elda frænka. Hún sléttaði niður blá- an silkikjól, sem hún var auðsjáan- lega nýbúin að færa sig. Hún leit á Terry með ísköldu augnaráði og sagði: — Kæri drengur, ég hefi gert mér að góðu, til þess að drepa leiðindin í þessu húsi, að horfa á fábjánalegar sjónvarpsdag- skrár. Eg hefi snætt þessar hörmu- legu máltíðir sem konan þín hefur verið að burðast við að framreiða. Drukkið meira koníak heldur en ég hafði þörf fyrir, til þess að draga úr ógleðinni sem ég hafði af matnum og leiðindunum hér. Eg gerði mér upp áhuga við að hlusta á hégómlegt tal þitt um hitt og annað. Ég gerði mér þetta allt að góðu — tár komu fram í augu hennar — vegna þess að einmanaleikinn og árin lögðust þungt á mig eftir andlát hershöfð- ingjans. Ég sem hefi ferðast um alla jörðina, og umgengist konunga og fursta, var ákveðin í því að lifa ykkar lífi hér í þessu lítilmótlega umhveríi, þar sem ég yrði loks kær- komin einhverjum. Hún gekk hröðum skrefum að dyr- unum. — Terry reif sig upp úr dval- anum sem lagst hafði yfir hann, og hrópaði, kæra frænka, þetta var ekki ætlun okkar . . . Ég veit ósköp vel hvað var ætlun ykkar. En þú erfir aldrei þessar 50 milljónir mínar. Hún opnaði dym- ar. En ég get bætt því við, að Miri- am hagaði sér ákaflega klaufalega þegar hún réðst á mig. Ég get sagt þér það, Terry, svona okkar á mili, að það þurfti meira en meðal kven- mann til þess að sigrast á hershöfð- ingjanum. Maður þurfti að hafa þekkingu á þvi að ráða við óstýri- láta hesta, og þekkja smáatriðin við nautaat. Hætturnar voru aldrei langt undan í þeim sérkennilega heimi sem við lifðum í — og það eru mörg ár síðan hershöfðinginn kiennidi mér sjálfsvarnarbrögðin f Karate. Ég hefi ekki þurít að beita þeim fyrr en nú í dag . . . Terry reikaði á eftir Griseldu frænku fram að dyrumun. Hann sá þennan granna kvenlíkama ganga niður að gangstéttinni þar sem hún veifaði eftir leigubifreið. Honum var ljóst að hann myndi aldrei sjá hana framar. Einhvemveginn tókst honum að snúa við inn aftur og staulast upp í baðherbergið, þar sem Miriam var að ranka við sér í bað- karinu með hárið allt í tjöfsum og hálfdrukknuð. Hún stundi og veinaði. Terry varð óglatt af því að horía á hana og öskraði, þegiðu. — Nú neyðumst við til þess að leggja þessa þriggja mánaða greiðslu í sjúkrahúsvist fyr- ir þig! . . . HeilræSi til kvenna sem vilja tclja sig ungar: Flytjið til Addis Abeba, höfuðbjrg- ar Ethiopiu. Þegar þangað er komið er strax hægt að draga sjö ár og átta mánuði frá aldri sínum, því þar er enn notað hið Júlíanska tímatal. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.