Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Page 117
III. Félaga skrá og stofnana
o. s. frv.
lAldan, félag skipstjóra og stýrimanna í Rvík, stofnað 17. febr. 1893
til »að hlynna að öllu því, sem til framfara og eflingar lýtur við fiski-
veiðar, og hverju því velferðarmáli, sem einkum varðar þilskipaútgerð
hér við land, og ennfremur að efla Styrktarsjóð skipstjóra og stýrimanna
við Faxaflóa, samkvæmt skipulagsskrá sjóðsinsc. Félagatal 93; árstillag
3 kr. Formaður Hannes Hafliðason skipstjóri.
lAlliance Francaise (frakkneska félagið), stofnað i okt. 1911, með
því markmiði »að auka áhuga og þekkingu á franskri tungu og frönsk-
um bókmentum, meðal annars með frönskum fyrirlestrum, bókasafni
og samkomumc. Félagið á bókasafn franskt (um 200 bindi), sem
gefið hefir verið af frakkneska kenslumálaráðuneytinu. Félagatal 50.
Heiðursforseti félagsins er Alfred Blanche konsúll. Stjórn: Magnús
Stephensen f. landshöfðingi (form.), dr. Guðm. Finnbogason (varaform.),
Páll Þorkelsson gullsm. (ritari), Brynjólfur Björnsson tannlækn. (bókav.),
Pétur Þ. J. Gunnarsson hótelstjóri (gjaldkeri).
^Alpingi. Alþingi skiftist i 2 deildir; í efri deild eiga sæti 6 menn,
er konungur kveður til þingsetu i 6 ár í senn, og 8 þjóðkjörnir þing-
menn, er kosnir eru fyrir alt kjörtimabilið af sameinuðu þingi. í neðri
deild eiga sæti 26 þjóðkjörnir alþingismenn. Kosning hinna þjóðkjörnu
þingmanna er venjulega fyrir 6 ár; siðustu almennar kosningar fóru
fram þann 28. október 1911. Um kjördæmaskiftingu gilda ákvæðin i
18. gr. laga 14. sept. 1877, sbr. lög nr. 19, 3. október 1903. Allir
þingmetin fá 6 kr. i dagkaup frá því þeir fara að heiman, þangað til
þeir koma heim aftur, og ferðakostnað, er alþingi (nefnd kosin i sam-
einuðu þingí) úrskurðar.
8