Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Page 120
228
Fólaga skrá og atofnana
Biskupsskriýstoja, Laufási, opin kl. 9—2. Biskup Þórhallur Bjarnar-
son (laun 5000 kr. 1000 kr. til skrifstofuhalds). Biskupsskrifari síra
Jóhann Þorsteinsson.
Borgarstjóri í Reykjavík, formaður bæjarstjórnar, er Páll Einars-
son, kosinn af bæjarstjórn til 6 ára, frá 1. júlí 1908. Embættið stofn-
að með lögum 22. nóv. 1907. Laun 4500 -|- 1500 til skrifstofu o. s. frv.
Skrifari borgarstjóra Guðm. Olafsson cand. juris. Skrifstofa í Kirkju-
stræti 4, opin kl. 10—3.
Bókmentaýélagið, stofnað 1816 af danska málfræðingnum mikla
Rasmus Kristjan Rask, með þeim tilgangi, >að styðja og styrkja ís-
lenzka tungu og bókvisi, og mentun og heiður hinnar islenzku þjóðar,
bæði með bókum og öðru, eftir því sem efni þess fremst leyfa*. Fé-
lagar nál. 900. Arstillag 6 kr. Stjórn þess hefir verið tvískift, önnur
deildin i Rej’kjavik, hin í Kaupmannahöfn, en með þessu ári samein-
ast deildir Bókmentafélagsins i Khöfn og í Rvik. Sjóður þess er eftir
síðasta reikningi rúm 7000 kr. hjá Reykjavikurdeild og 24.500 kr. hjá
Kaupmannahafnardeild. Auk þess á það svo mörgum tugum þúsunda
kr. skiftir í handritum og bókaleifum.
Forseti Reykjavíkurdeildar er nú Björn M. Ólsen próf., ritari dr.
Björn Bjarnason, féhirðir Halldór Jónsson bankagjaldkeri, bókavörður
Sigurður Kristjánsson bóksali.
Bóksalajélagið í Reykjavík, stofnað 12. janúar 1889, til samvinnu
meðal bóksala landsins og stuðnings þeim atvinnuveg. Stjórn: Arin-
björn Sveinbjarnarson form., Sigurður Kristjánsson bóksali féhirðir og
Pétur Halldórsson bóksali ritari. — Útsölumenn hefir félagið nær 70
innanlands, 2 í Vesturheimi og 1 í Kaupmannahöfn.
Brunabótagjald af húsum og bæjum i Reykjavik er yfirleitt 1 kr.
éo a. um árið af hverjum 1000 kr. i virðingarverði þeirra, greitt í
tvennu lagi, 80 a. hvort skifti. Vátrygging húsa er lögboðin, en að
eins kostur á henni fyrir bæi. Reykjavík er vátrygð i hinum >almenna
brunabótasjóði danskra kaupstaða*, fyrir alls um 11,280,000 kr. (1911).
Gjaldið til þeirra héðan nemur nú um 20,500 kr. Tala vátrygðra
húseigna i kaupstaðnum, þar með bæja, er nú 1186.
Brunabótasjóð á Reykjavik nokkurn, frá þeim tima er bærinn vá-