Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Side 124
232
Fólaga skrá og stofnana.
Fátœkrajulltrúar (fátækrastjórar) eiga að »hafa sérstaka umsjón
með sveitarómögum og þurfamönnum, einkum hver í sínu hverfi, hafa
nákvæmar gætur á högum þeirra, heimilisástæðum og háttalagi, og stuðla
að því, að þurfamenn noti efni sín með sparnaði og forsjá, leiti sér
atvinnu eftir megni, og kosti kapps um að bjarga sér og sínum sem
mest af ramleik sjálfs sín. Styrkbeiðni þurfamanns verður að jafn-
aði eigi tekin til greina, nema fátækrafulltriiinn í hans hverfi styðji
hana, og má ávísa honum styrknum til hagtæringar fyrir þurfamann-
inn, ef ástæða þykir til. Fátækrafulltriiar skulu og gera sér far um,
að afla nákvæmra skýrslna um aðkomna þurfamenn, er orðið hafa öðr-
um sveitum til þyngsla, eða hætt er við, að eigi geti haft ofan af fyr-
ir sér í kaupstaðnum. Fátækrafulltrúar koma á fund fátækranefndar-
innar svo oft, sem hún óskar þess, og skulu þeir ávalt vera á fundi
þá er sveitarómagar eru skrifaðir upp eða rætt um að koma þeim
fyrir, en eigi ber þeim atkvæði«.
Þessir eru nú fátækrafulltrúar, hver í sínu nágrenni: Árni Ein-
arsson kaupmaður (Laugav. 28 B), Arni Jónsson bókari (Laugav. 37A),
Davíð Jóhannsson (Vegamótahús), Guðmundur Þorkelsson (Pálshús),
Jón Tómasson (Grímstaðaholt), Jónas Guðbrandsson (Bergstaðastr. 13),
Ólafur Pétursson (Vesturgata 52) og Þórður Narfason (Nýlendug. 23).
Fiskijtlaq Islands stofnað í febrúar 1911 »til þess að styðja og
efla alt það, er verða má til framfara og umbóta í fiskiveiðum íslend-
inga í sjó, ám og vötnum, svo þær megi verða sem arðsamastar þeim
er hafa atvinnu af þeim, og landinu í heild sinni«. Stjórn: Hannes
Hafliðason skipstj. (forseti), Magnús Magnússon kennari, Guðm. Sig-
urðsson skipstj., Matthias Þórðarson skipstj. og Jón Magnússon út-
vegsmaður.
Fiskimannasjóður Kjalarnesspings, stofnaður 1830 »handa ekkjum og
börnum druknaðra fiskimanna frá Reykjavík og Gullbringu- og Kjós-
arsýslu; nam i árslok 1910 um 27000 kr. Stjórnendur: bæjarfógetinn
í Reykjavík, dómkirkjuprestur, prófasturinn í Kjalarnesþingi, sýslumað-
ur i Gullbringu- og Kjósarsýslu og 2 menn kjörnir, annar úr bæjar-
stjórn Reykjavikur; það er nú Tryggvi Gunnarsson.
Fiskunatsmenn: Ámundi Ámundason (Vesturg. 26J, Árni Jóns-
son (Holtsg. 2), Guðmundur Gissursson (Lindarg. 13), Jón M'agnússon