Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Blaðsíða 125
Félaga akrá og stofnana.
233
(Brbst. 15), Ólafur Jónsson (Hlíðarhús). Yfirfiskimatsmaður Þorsteinn
Guðmundsson (Þingholtsstr. 13).
Fjárhaqsneþid, borgarstjóri (form.), og bæjarfulltrúarnir Halldór
Jónsson og L. H. Bjarnason, veitir »forstöðu öllum fjárhag bæjarins,
býr undir áætlun, annast reikninga, ávísar öll útgjöld, sér um stjórn
féhirðis á bæjarsjóði® o. s. frv.
ForngripasajniÖ sjá Þjóðmenjasafnið.
Fornleiýaýélagið (Hið islenzka fornleifafélag), stofnað 5. nóv. 1879
i þeim tilgangi, að »vernda fornleifar vorar, leiða þær í ljós og auka
þekkingu á hinum fornu sögum og siðum feðra vorra«. Félagatal 150,
þar af 62 æfilangt; árstillag 2 kr. (æfilangt 25 kr.); sjóður 1600 kr.
Form. Eirikur Briem prófessor.
Frakkaspitali (Franski spítalinn) við Frakkastíg neðan til, reistur
1904 af frönsku góðgerðafélagi og með stjórnarstyrk, ætlaður eingöngu
frönskum farmönnum og fiskiskipaflota Frakka hér við land. Hann
tekur 20 sjúklinga. Forstöðumaður spitalans og læknir er Matthías
Einarsson. Yfirhjúkrunarkona er mademoiselle Loiseau.
Framjarajélag Reykjavikur, stofnað 5. jan. 1889 til »að auka áhuga
á sjávar- og landvinnu og ýmsu öðru, sem miðar til hagsmuna jafnt
fyrir einstaklinginn sem þjóðfélagið i heild sinnic. Félagsmenn 80,
árstillag 1 kr.; form. Tr. Gunnarsson, féhirðir Einar Helgason garð-
yrkjum., skrifari Gisli Þorbjarnarson búfr.
Fríkirkjusöjnnðurinn í Reykjavik var stofnaður 19. nóvember 1899,
með þeim tilgangi, að »efla og útbreiða frjálsan kristindóm«.
Tala safnaðarmanna alls rúm 6000. Söfnuðurinn á sér kirkju, Frí-
kirkjuna, suður af Barnaskólanum, sem kostað hefir full 35000 kr.
Safnaðarstjórn er, 5 safnaðarfulltrúar og 3 manna safnaðarráð. Það
stýrir andlegum málum safnaðarins. Formaður safnaðarfulltrúanna er
Gísli Finnsson, gjaldkeri safnaðarins Hannes Hafliðason; ennfr. í stjórn
Þórður Bjarnason, Samúel Ólafsson söðlasm. og Karl Nikulásson verzl-
unarm. Formaður i safnaðarráðinu er prestur safnaðarins, sira Ólafur
Ólafsson.
Gasnejnd hefir á hendi umsjón með gasmálum öllum. Borgar-
stjóri er formaður, en aðrir nefndarmenn]ón Jensson, Klemens Jóns-
son, Knud Zimsen og Pétur G. Guðmundsson.