Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Page 128
236
Félaga skrá og stofnana.
Þ. Clementz vélfræðingur. Félagar eru allir goodtemplarar i undir-
stúkunum i Reykjavík, Hafnarfirði, á Álftanesi, í Kjós og á Akranesi.
Loks hefir yfirstjórn alls félagsins á landinu aðsetu í Reykjavík
og nefnist:
Stórstiika íslands, stofnuð 24. júni i886._ Formaður (stór-
templar) Jón Pálsson organisti; ritari (stórritari) Jón Árnason prentari;
7 aðrir eru auk þeirra í stjórnarnefndinni. Nefndin hefir skrifstofu á
Smiðjustig 5, sem er opin alla virka daga kl. 4—5 og 7—8.
Félagið á samkunduhús, er reist var 1887 við Vonarstræti.
Gujubátsfélag Faxaflóa, hlutafélag, stofnað 1907, til þess að halda
uppi gufubátsferðum á Faxaflóa á þann hátt, er haganlegast þykir, svo
og öðrum ferðum, er við það geta samrýmst*. Innborgað hlutafé er
28 þús. kr. Eign félagsins er gufubáturinn »Ingólfur«, er félagið lét
smiða 1908 i Noregi og kostaði um 70 þús kr. Er 20 smál. Stjórn:
Oddur Gislason málflm.(form.), Guðjón Sigurðsson og Hannes Hafliðason.
Hajnarjjarðarpóstur, milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, fer frá
Hafnarfirði kl. 10 árd. og frá Reykjavík kl. 4 síðd. hvern mánudag,
miðvikudag og laugardag.
Hajnarnefnd, er í eru borgarstjóri (form.) og bæjarfulltrúarnir Jón
Þorláksson og Tryggvi Gunnarsson; enn fremur eru i nefndinni Ásgeir
Sigurðsson konsúll og Geir Sigurðsson skipstjóri. Hefir á hendi um-
sjón og stjórn hafnarmálefna. Gjaldkeri bæjarins er og gjaldkeri
hafnarsjóðs.
Hajnarsjóður Reykjavíkur nemur nú 86—87,000 kr.
Hajnsögumenn í Reykjavík eru þeir Helgi Teitsson og Oddur
Jónsson (Ráðagerði).
Háskóli Islands, stofnaður með lögum 30. júlí 1909; settur á
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Skiftist i 4 deildir:
guðfræðis-, heinispekis- (og norrænu), laga- og læknadeild. llektor
háskólans er frá 1. okt. 1911 til 1. okt. 1912 Björn M. Ólsen dr.
phil. í guðfræðisdeildinni eru tveir prófessorar: Jón Helgason form.
deildarinnar (laun 4000 kr.) og Haraldur Nielsson (3000 kr.) og einn
docent: Sigurður P. Sivertsen (2800 kr.). í heimspekisdeild eru tveir
prófessorar: Björn M. Ólsen í norrænu (4000 kr.), Ágúst Bjarnason