Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Side 130
238
Fólaga skrá og stofnana.
þeir látnir læra sumir iðngreinar ýmsar. Húsnæði: Laugaveg 17.
Námstimi 7 ár, frá 9—10 ára aldri. Skylt er að senda þangað alla
heyrnar- og málleysingja. Nú eru í skólanum 10. Styrkur veittur
til skólans af almannafé: 6000 kr. Forstöðukona hans er frú Margrét
Rasmus. Kenslukona Ragnheiður Guðjónsdóttir.
Hjálprœðisherinn fluttist hingað 1895. Hann hefi aðsetu í Kirkju-
stræti 2, og hefir þar guðrækilegar samkomur. Tala hermanna á land-
inu um 100, flest innlent fólk. Auk þess deildir á Fellsströnd, ísa-
firði, Sauðárkrók, Siglufirði, Akureyri og Hafnarfirði. Yfirmaður er
N. Edelbo adjutant. Gestahæli hefir og. herinn hér í »kastala*
sínum, þar sem veitt er ákaflega ódýr gisting. Eftirspurnar-
skrifstofa, sem grenslast eftir horfnum ættingjum og vinum utan
lands og innan. Hjúkrunarstarfsemi ókeypis. Enn fremur
lestrarstofa, aðallega fyrir sjómenn, og gestahæli i Hafnar-
firði (nýbyrjað).
Hjúkrunarfélag Reykjavíkur, stofnað 8. apríl 1903, með þeim til-
gangi »að hjúkra sjúklingum i bænum, einkum fátækum, sem ekki
þiggja af sveit* — »með því að halda á sinn kostnað æfðar hjúkrun-
arkonur, eina eða fleiri, eftir því sem efni leyfa og þörf gerist*. Minsta
árstillag 2 kr. Félagatal um 200. Sjóður við árslok 1911 rúm 1200
kr. Stjórn: Sira Jón Hclgason prófessor (form.), Sæmundur Bjarn-
héðinsson spítalalæknir (gjaldkeri), Sighvatur Bjarnason bankastjóri
(skrifari).
Holdsveikisspitalinn i Laugarnesi, reistur 1898 af dönskum Odd-
fellowum, fyrir nær 130,000 kr.. veitir hæh 60—70 holdsveikum sjúk-
lingum af öllu landinu (nú 51). Læknir og forstöðumaður spítalans
er Sæm. Bjarnhéðinsson; yfirhjúkrunarkona er frk. Harriet Kiær; ráðs-
maður Einar Markússon; ráðskona Sigríður Gísladóttir. Heimsóknar-
tími kl. 2—ýU-
Hreppstjórar. Landinu er skift í nál. 290 hreppa. Hreppstjóra skipar
sýslumaðnr eftir tillögum sýslunefndar. í laun hafa þeir þóknun, er
nemur 50 aurum fyrir hvern innanhreppsmann, sem býr á jörð eða
jarðarparti, er metinn sé til dýrleika eigi minna en 5 hundruð eftir
gildandi jarðamati og ennfremur 30 aura fyrir hvern innanhreppsmann