Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Síða 132
240 Félaga akrá og stofnana
verkfræðingur; ritari Arinbjörn Sveinbjarnarson bókb.; gjaldkeri Hall-
dór Þórðarson bókb.
Iðnskóli Reykjavíkur hófst i. okt. 1904, og er nii frá því 1906
haldinn í hiisi skólans, Lækjarg. 14. Að eins kent á kveldin kl. 5—10
að jafnaði, 4 skyldunámsgreinar: íslenzka, reikningur, danska og teikn-
un (fernskonar); 2 aukanámsgreinar: þýzka og byggingarefnafræði.
Skólastjóri er Asgeir Torfason efnafræðingur, fastur kennari Þórarinn
B. Þorláksson málari; tímakennarar 6. Nemendur um 50, megnið af
þeim iðnnemar úr Reykjavík. Kenslan stendur 7 mánuði, frá 1. okt.
til 30. apríl.
Iðunn, klæðaverksmiðja, stofnuð i marzmánuði 1903, með 45,000
kr. stofnfé í 100 kr. hlutum, með því hlutverki, »að tæja, kemba og
spinna ull í verksmiðju, sem sett verður á stofn i Reykjavík, svo og
gera klæði úr ull og tuskum í hinni sömu verksmiðju, ásamt litun<.
Tók til starfa undir árslok 1903. Verksmiðjan stendur neðan við
Hverfisgötu innarlega. Brann 2. ágúst 1906, endurreist síðan úr stein-
steypu; var áður úr tré. Hefir kostað 200,000 kr. Verkstjóri I. G.
Chr. Rasmus (þýzkur). Formaður félagsins er Ólafur Ólafsson prent-
ari, gjaldkeri Jes Zimsen konsúll og ritari Pálmi Pálsson aðjunkt.
Isjtlagið við Faxaflóa, hlutafélag, stofnað 5. nóv. 1894, með þeirri
fyrirætlun, »að safna ís og geyma hann til varðveizlu matvælum og
beitu, verzla með hann og það sem hann varðveitir bæði innan lands
og utan, og styðja að viðgangi betri veiðiaðferðar við þær fiskitegundir,
er ábatasamt er að geyma í is«. Hlutabréfafúlga 10,000 kr. í 50 kr.
hlutum, af síðasta ársgróða var hluthöfum úthlutað 14%. Formaður
Tryggvi Gunnarsson, féhirðir Chr. Zimsen konsúll, ritari ]es Zimsen
konsúll.
Islands banki, stofnaður samkv. lögum 17. júni I902 og reglugerð
25. nóv. 1903, með þeim tilgangi, »að efla og greiða fyrir framförum
íslands í verzlun, búnaði, fiskiveiðum og iðnaði, og yfir höfuð að
bæta úr peningahögum landsins*, tók til starfa 7. júní 1904. Bank-
inn er hlutafélag með 3 milj. kr. stofnfé og hefir 30 ára einkarétt til
að gefa út bankaseðla fyrir alt að 2‘/a milj. kr., er handhafi á tilkall