Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Page 139
Félaga skrá og stofnana.
247
nefndarmenn: Þórhallur Bjarnarson biskup (ritari) og Eggert Briem skrif-
stofustjóri. Gjaldkeri er Þorleifur lónsson póstafgreiðslumaður. Eignir alls
um 72,000 kr. (par af húseignir og erfðafestuland 37V2 þús., áhöld,
bækur, innanstokksmunir 6*/2 þús., sjóður, skuldabréf og bankaverð-
bréf 27,000 þiis.) Skrifstofa Lækjargötu 14 B, sem er eign félagsins.
Opiti kl. 12—2. Félagið gefur út tímarit, Búnaðarrit, 4 hefti á
ári. Hefir mjólkurmeðferðarkensiu á Hvítárvöllum (15. okt. til 15.
maí), gróðrastöð í Rvík (garðyrkjukensla þar 6 vikur frá 14. maí), eft-
litsmannakenslu nautgriparæktarfélaga (1. nóv. til 15. des.), heldur bún-
aðarnámsskeið, veitir styrk til jarðyrkjufyrirtækja, nautgriparæktarfélaga,
þar kend berklaveikisrannsókn á kúm, bólusetning sauðF|ár við bráða-
pest o. fl., hrossakynbótafélaga, sauðfjárkynbóta, farkenslu í matreiðslu,
utanfara til uátns, er snertir landbúnað o. fl.
Ráðunautar félagsins eru þeir Einar Helgcson garðfræðingur, Sig-
urður Sigurðsson búfræðingur og Ingimundur Guðmundssor, búfr.kand.
Landijéhirðir er I.andsbankinn, deild af honum, er V. Claessen
veitir forstöðu (laun 3300 kr.), og er viðlátinn til afgreiðslu kl. 10—2
og 5—6 hvern virkan dag, og enn fremur kl. 6—7 þrjá fyrstu daga
i hverjum mánuði.
Landsiminn var opnaður til almenningsafnota 29. sept. 1906.
A nýári 1912 keypti landsíminn bæjarsíma Reykjavíkur af Tal-
símahlutafélagi Rvíkur. Aðalstöð Pósthússtræti 3 uppi (Pósthúsinu),
opin virka daga kl. 8 árd. til 9 siðd., helga daga kl. 8—11 og 4—6.
Bæjarsíminn opinn kl. 8 árd. til 10 síðd. virkadaga, en 10—9 helga daga.
Landsímastjóri er Olaf Forberg (1. 5000 kr.), verkfræðingur landsímans
Paul Smith (1. 2600 kr.). Símritarar í Rvík Friðbj. Aðalsteinsson og
jungfrúrnar Guðrún Aðalstein, Lára Blöndal, Todda Benediktsdóttir,
Anna Klemensdóttir og Ástríður Hafstein. Símastjórar á aðalstöðvun-
um út um land eru: á Akureyri Gisli J. Óla'sson (1. 1800 kr.), á ísa-
firði Magnús H. Thorberg (1800 kr.), á Seyðisfirði R. 'Fönnesen
{1800 kr.), á Borðeyri Björn Magnússon (1600 kr.)
Símskeytagjald er 5 a. á orðið innanlands, þó aldrei minna en 1
kr., 2x/2 a. innanbæjar, en minst 50 a.; til Danmerkur og Bretlands
45 a., til annara Norðurálfulanda flestra 50—65 a.