Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Blaðsíða 143
Félaga skrá og stofnana.
251
Landsyfirréttur, stofnaður með tilsk. n. júlí 1800, er haldinn
hvern mánudag kl. 10 árdegis. Háyfirdómari Jón Jensson (settur
1. 4800 kr.), meðdómendur Halldór Danielsson (1. 3 500 kr.) og Eggert
Briem skrifstofustjóri (settur).
Lauqarnesspítali, sjá Holdsveikisspítali.
Leikýélag Reykjavíkur, stofnað n. jan. 1897, með þeim tilgangi,
»að halda uppi sjónleikum og koma þeim i sem bezt horf«. Félaga-
tal 30; árstillag 2 kr. Formaður Jens B. Waage bankaritari.
Lestrarfélag kvenna í Reykjavik, stofnað 20. júlí 1911, til þess »að
vekja löngun til að lesa góðar bæknr og eftir föngum að rekja og
ræða efni þeirra til aukins skilnings — og ef verða mætti til ein-
hverra verklegra framkvæmda«. Félagskonur eru 100. Bókasafn (rúm
200 bd.) í húsi K. F. U. M. Tillag 3 kr. Stjórn félagssins: Laufey
Vilhjálmsdóttir (form.), Ingibjörg Bjarnason (féhirðir), Inga Lára
Lárusdóttir (ritari), Theódóra Thoroddsen og Sigríður [ensson.
Lestrarjélag Reykjavikur, stofnað 24 apríl 1869, með þeim til-
gangi, »að veita þeim, sem í félaginu eru, tækifæri til að kynnast
þcim skáldskaparritum og öðrum ritum almenns efnis, er út koma á
ári hverju á Norðurlöndum, og svo einnig helztu ritum Þjóðverja,
Englendinga og Frakka<c. Tala félagsmanna 52 (mega ekki vera fleiri);
árgjald 8 kr. Formaður Halldór Datiíelsson yfirdómari.
IJýsábyrgð sjómanna, sjá Vátryggingarsjóðir.
Lúðraýélagið í Keykjavik, stofnað 1876. Félagatal 7. Formaður
Eirikur Bjarnason járnsmiður.
Lúðraýélagið Harpa, stofnað 1910. Félagatal 7. Formaður Hall-
grímur Þorsteinsson.
Lœknaskipun. íslandi er skift í 45 læknishéruð og auk þess eru
2 aðstoðarlæknar (á Isafirði og Akureyri). Laun héraðslækna eru 1500
kr., aukalækna 80j kr. Gjaldskrá fyrir störf héraðslækna er frá 14.
febr. 1908. (Lagas. VI. b. bls. 170). Ferðakostnaður (sjá 5. gr. laga
frá 16. nóv. '07, Lagas. VI. b. bls. 40).
I^ekningar ókeypis: Almenn lækning Þingholtsstr. 23 á þriðjud.
og föstud. kl. 12—1. Augnlækning Lækjarg. 2 á miðvikud. kí. 2—3.