Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Qupperneq 144
252
Félaga skrá og stofnana.
Eyrna- nef- og hálslækning Pósthússtræti 14 A á fimtud. kl. 2—3.
Tannlækning Pósthússtr. 14 B á mánud. kl. n —12.
Lyjjabúð, Thorvaldsensstræti 6, opin kl. 8—8. Lyfsali P. O.
Christensen.
Lögreqlupjónar bæjarins eru: Þorvaldur Björnsson (Aðalstr. 12);
Páll Árnason (Skólavörðust. 8); Jónas Jónsson (Steinsholti); Ólafur
Jónsson (Borgþórshúsi, Garðastr.) og Runólfur Pétursson (Þinghstr. 11).
Málflutninqsmannafélag Islands, stofnað 27. nóv. 1911, til þess að
gæta hagsmuna málflutningsmanna, efla góða samvinnu milli þeirra og
stuðla til þess, að þeir fylgi sömu reglum um borgun fyrir störf sín.
Félagar alls 14. Stjórn: Eggert Claessen, Oddur Gíslason og Sveinn
Björnsson.
Mentaskólinn almenni i Reykjavík, áður Latínuskóli. Skólastjóri
Steingrímur Thorsteinsson. Yfirkennari Geir T. Zoéga. Aðstoðar-
kennarar Pálmi Pálsson, Þorleifur H. Bjarnason, Bjarni Sæmundsson,
Sigurður Thoroddsen og Jóhannes Sigfússon; aukakennari Böðvar
Kristjánsson; auk þess timakennarar; leikfimiskennari Ólafur Rósen-
kranz; söngkennari Brynjólfur Þorláksson. Nemendur 130.
Minnisvarðar í Reykjavík: 1. Standmynd Alberts Thorvaldsens á
Austurvelli, gefin af Dönum á þjóðhátíðinni 1874. 2. Standmynd
Jónasar Hallgrimssonar á blettinum fyrir framan húsið á Amtmanns-
stíg 1. Reist 1907 á 100 ára afmæli Jónasar fyrir samskot að mestu
leyti. Myndin eftir Einar Jónsson. 3. Standmynd Jóns Sigurðssonar
forseta á stjórnarráðsblettinum; reist 1911 með frjálsum samskotum;
aflijúpuð 10. sepr.; myndin eftir Einar Jónsson. 4. Minnisvaiði Hall-
gríms Péturssonar við dómkirkjuna; reistur 1888.
Nátnujélag Islands, hlutafélag með 500 kr. hlutunt, stofnað 20.
sept. 1908, með þeirri fyrirætlan, að »rannsaka þá staði á íslandi, sem
líkindi eru til að geymi kol, málma eða annað verðmæti, einnig að
reka þær námur, sem líklegastar eru til ágóða fyrir félagið eða á annan
hátt að gera þær verðmætar fyrir það«. Stjórn: Tr. Gunnarsson
(form.), Sturla Jónsson, Jón Gunnarsson, Svemn Björnsson (fé-
hitðir) og H. S. Hansson.
Náttúrujrœðisjélagið, stofnað 16. júlí 1889, með þeim tilgangi, »að