Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Side 150
258
Félaga skrá og stofnana.
sjóður eldvarnarliðsins á Akureyri. — Stofnféð, 2600 kr., er gjöf frá
bænum Álasundi í Noregi. Bæjarstjórn Akureyrar hefir á hendi stjórn
sjóðsins. Skipulagsskrá hans er útg. 30. nóv. 1908.
Gjafasjóður frú Idu Ellefsen, stofnaður 4. júlí 1903
með 800 kr. stofnfé. Tilgangur hans er að styrkja karl eða konu sem
heima á í Mosvallahreppi til þess að afla sér söngmentunar, þó eigi
nema einn árlega. Hreppsnefnd Mosvallahrepps hefir stjórn hans á
hendi. Skipulagsskráin er útgefin 8. ág. 1908.
Gjafasj. Guttorms prests Þorsteinssonar —
til verðlauna fyrir góðar og nytsamar ritgjörðir fyrir alþýðu í eðlisfræði,
náttúrusögu, búnaði og kristilegri siðfræði. Skipulagsskrá 29. des. 1837.
Nam við árslok 1910 kr. 1639,65.
Gjafasj. Hans Ellefsens hvalveiðamanns frá
1896. Vextir og vaxta vextir skulu lagðir við höfuðstólinn þangað til
hann er orðinn 2500 kr., úr því skal 9/10 vaxtanna varið til viðhalds
vegarkaflanum milli Flateyrar og Breiðdalsár. Hreppsnefnd Mosvalla-
hrepps hefir stjórn hans á hendi. Skipulagstkrá staðf. 8. ág. 1908.
Gjafasj. Magnúsar Jónssonar til eflingar iðn-
aði stofnaður með 2000 kr. dánargjöf, afhentri 23. marz 1907160-
aðarmannafélagi Akureyrar, sem hefir stjórn sjóðsins á hendi. Skipu-
lagsskrá 21. sept. 1910.
Gjöf Jóns Sigurðssonar. Sjóð þenna stofnaði frú
Ingibjörg Einarsdóttir ekkja J. S., með erfðaskrá, dags. 12. desbr. 1879.
Skal vöxtum varið til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit viðvíkj-
andi sögu íslands og bókmentum, lögum þess, stjórn og framförum.
Alþingi velur í hvert skifti, er það kemur saman, 3 menn, sem kveða
á um hver njóta skuli verðlaunanna. Reglur sjóðsins eru staðfestar 27.
apríl 1882. Við árslok 1910 nam sjóðurinn kr. 52558,22.
Grímseyjarsjóður W. Fiskes er dánargjöf prófess-
ors Willards Fiske að upphæð 12000 kr. Tilgangurinn er að bæta
Hfskjör Grímseyinga. Stjórnarráðið hefir umsjón sjóðsins. Skipulags-
skrá 30. des. 1910. Nam við árslok 1910 kr. 19,984.92.
Gullbrúðkaupslegat Bjarna amtm. Þorsteins-