Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Page 151
Fólaga nkrá og Btofnana.
259
sonar og konu h a n s frú Þórunnar Hannesdóttur
er myndað af gjöfum einstakra manna til minningar um gullbrúðkaup
þeirra hjóna 22. júlí 1871. Stofnunarskjalið er dags. 24. nóv. 1872.
Tilgi er að stuðla að því, að brýr verði lagðar yfir ár og fljót og
aðrar vegabætur gerðar. Sjóðnum stýrir æðsta stjórnarvald innlent.
Skipul.skr. staðf. 25. febr. 1889. Nam í árslok 1910 5100 kr.
Heiðurslaunasjóður Ben. S. Þórarinsonar, er
eign Háskóla íslands samkv. gjafabréfi, dags. á stofndag háskólans, 17.
júní 1911. Stofnfé 2000 kr. Tilg. að verðlauna framúrskarandi vís-
indi hvers kyns sem eru. Háskólaráðið hefir stjórn sjóðsins á hendi.
Skipul.skr. 10. nóv. 1911.
Legat geheimekonferenzr. C. Liebes. Tilgang-
ur sjóðsins er að styrkja landbúnaðarnemendur til að leita sér frekari
kunnáttu í atvinnugrein sinni í Danmörk eða öðrum löndum. Skipu-
lagsskrá 10. desbr. 1901. Nam við árslok 1910 kr. 11181,50.
M i n n i n g G u ð m. A g. G u ð m u n d s s o n a r frá Mýrum.
Sjóðurinn er stofnaður með gjafabréfi Guðnýjar Guðmundsdóttur, dags.
8. febr. 1898. Tilgangurinn er að styrkja unglinga í ísafjarðarsýslu til
menta. Sjóðurinn er undir stjórn sýslunefndar Vestur ísafjarðarsýslu.
Skipulagsskrá 22. mai 1911.
Minningarsj. Guðm. Jónssonar frá Grænavatni er
stofnaður af þeim hjónurn G. J. og Guðfinnu Guðnad. með 1000 kr.
3. maí 1908. Skal hann settur á vöxtu óskertur til þess er hann hefir
aukist svo, að hægt sé að veita af ársvöxtum hans 50 kr. til verðlauna
fyrir búnaðarframfarir. Verksvið sjóðsins er Skútustaðahreppur.
Minningarsjóður lektors H. Hálfdanarsonar
er stofnaður með frjálsum samskotum, sem við árslok 1898 námu
540 kr. Hinir föstu kennarar prestaskólans hafa stjórn hans á hendi.
Tilgangurinn er að kaupa árlega bækur til verðlauna handa einum eða
tveimur af lærisveinum prestaskólans. Skipulagsskrá staðfest x6. sept.
1897. Nam við árslok 1910 kr. 779,28.
Minningarsj. Jakobs Hálfdanarsonar, stofnaður
20. júni 1906 af Kaupfélagi Þingeyinga með 1000 kr. stofnfé. Til-
10*