Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Síða 158
266
Félaga skrá og stofnana.
Hefir komið sér upp sláturhiisi á tveim stöðum, í Reykjavík (1907)
og í Borgarnesi (1908). Reykjavíkursláturhiisið stendur neðan við
Lindargötu innarlega (á Frostastaðabletti) og hefir kostað með lóð um
70,000 kr. Yfirslátrari er þar Tómas Tómasson. Nfu manna stjórn:
Agúst Helgason dbrm. í Birtingaholti form.; Björn Bjarnarson dbrm.
í Grafarholti; síra Eggert Pálsson; Guðm. Ólafsson á Lundum; Hannes
Thorarensen verzlstj. í Rvík; Hjörtur Snorrason bóndi á Skeljabrekku;
síra Ólafur Sæmundsson Hraungerði; Páll Ólafsson, Heiði; Þórður
Guðmundsson hreppstjóri i Hala.
Hannes Thorarensen er forstjóri félagsins (Rvik) og í framkvæmd-
arnefnd með honum þeir Björn Bjarnarson dbr. í Grafarholti og Vig-
fús bóndi Guðmundsson í Engey.
Viðskiftavelta félagsins árið sem leið nam rúmum 300,000 kr.
Slökkviliðið í Rvík. »Þegar eldsvoði kemur upp, skulu allir verk-
færir karlmenn í bænum vera skyldir til að koma til brunans og gera
alt það, sem verður skipað af þeim, er ræður fyrir því, er gera skuli
til að slökkva eldinn.< »Allir bæjarbúar, sem til þess verða álitnir
hæfir, skulu vera skyldir til að mæta tvisvar á ári eftir boði bæjarfó-
getans, til þess að æfa sig í að fara með sprauturnar og önnur slökkvi-
tól«. Ennfr. eru ráðnir fyrir borgun 12 fastir menn til þess að hjálpa
til við eldsvoða. Slökkviliðsstjóri er Benedikt Jónasson verkfr. Ný
brunastöð var reist 1911 í Tjarnargötu, virt á 10,800 kr.
Sóknargjóld til prests og kirkju eru lögboðin (lög 9. júlí 1909)
minst 75 au. nefskattur. Sóknargjaldið í höfuðstaðnum nemur nú kr.
3,02 á hvert nef (2,10-f-0,92).
Steinar, hlutafélag, stofnað 28. janúar 1905 með 9000 kr. höfuð-
stól (sem auka má upp í 12000 kr.) í 200 kr. hlutum, og því hlut-
verki, að steypa steina úr sementi og sandi, sem notaðir verði bæði
til húsgerðar og i reykháfa. Stjórn: Jón Þorláksson verkfr. (form.),
Eggert Briem skrifstofustj. (gjaldk.) og Eggert Claessen.
Stjórnarráðið, sjá Landstjórn íslands.
Stjórnmálajélög eru 4 alls í höfuðstaðnum: Félag ungra
skilnaðarmanna, stofnað 1911. Formaður Andrés Björnsson,
stud. jur. Fram, félag heimastjórnarmanna, stofnað 1905. Form.