Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Síða 162
270
Félaga skrá og stofnana.
stofnaði 29. marz 1906 nýjan sjóð, Barnauppeldissjóð Thor-
valdsensfélagsins, sem er nú orðinn um 5000 kr. og á að nota síðar
meir til að ala upp munaðarlaus börn, eftir því sem til vinst.
Trésmíðajélag Reykjavíkur, stofnað 10. des. 1899, með þeim til-
gangi »að styrkja samheldni milli trésmiða hér á landi og efla fram-
farir í innlendri trésmíðaiðn«. Félagntal um 150; árstillag 2 kr. Sjóð-
ur um 200 kr. Formaður Jón Halldórsson húsgagnasmiður, ritari Jens
Jónsson, féhirðir Sig. Halldórsson.
Umboðsmenn. Til þess að hafa umsjón með þjóðjörðum í land-
inu eru skipaðir sérstakir umboðsmenn. Þeir byggja jarðirnar, með
samþykki stjórnarráðsins, taka við afgjaldi þeirra og hafa að launum
x/6 hluta afgjaldsins. Sem stendur eru 6 umboð alls á landinu.
Ungmennajélagasamband Islands var stofnnð 2. ágúst 1907, til þess
að koma öllum Ungmennafélögum landsins undir eina yfirstjórn, og
efla samvinnu þeirra i milli.
14. júní 1911 voru í sambandinu 36 félög með 1475 félagsmönn-
um. — Þá í sjóði kr. 283.75. — Arstillagið er 35 aurar af félaga.—
Sambandsstjóri er Guðbrandur Magnússon Spítalastig 6 Reykjavík.
Ungmennajélagið Iðunn var stofnað 15. marz 1908, með því mark-
miði, »að styrkja og efla alt sem þjóðlegt er og landi og lýð til gagns
og sóma, sérstaklega fegrun islenzkrar tungu, að glæða áhuga á íþrótt-
um, og vekja frjálslyndar skoðanir í hvívetna«. Félagar geta allar kon-
ur eldri en 17 og yngri 40 ára orðið. Fundir félagsins haldnir í
Báruhúsinu 2. og 4. föstudag hvers mánaðar kl. 8x/2 e. h. Félagar:
109, alt konur. Arstillag til félagsins er 2 kr., er greiðist með 50 aur.
á hverjum ársfjórðungi. I sjóði 350 kr. Auk þess í húsgerðarsjóði
400 kr. Stjórn: Inga Lára Lárusdóttir (form.J, Kristín Arngrímsdóttir
(ritari), gjaldkeri Soffía Siemsen og fundastjóri Sigurbjörg Ásbjarnar-
dóttir.
Ungtnennajélag Reykjavíkur, stofnað 3. okt. 1906. Tilgangur, að
reyna af alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum til þess að starfa fyrir
sjálfa sig, land sitt og þjóð; að temja sér að beita starfskröftum sín-
um í félagi og utan félags; að reyna af fremsta megni að styðja, við-
halda og efla alt það, sem þjóðlegt er og ramm-íslenzkt og horfir