Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Síða 164
272
* Félaga skrá og stofnana
Vcrzlunarmannafélaq Reykjavíkur, stofnað 27. jan. 1891, með þeim
tilgangi, að »efla samheldni og nánari viðkynningu verzlunarmanna
innbyrðis og gæta hagsmuna þeirra«; fundir einu sinni i viku á vetr-
um (lestrarsalur, bókasafn, skemtisamkomur, fyrirlestrar, stuðningur til
að fá góða stöðu). Félagar 80; árstillag 6 kr.; sjóður 160 kr. Bæk-
ur um 400 bindi. Stjörn: Guðjón Sigurðsson orm. úrsmiður, Lúðvík
Andersen skraddari; gjaldkeri, Guðm. Oddgeirsson bankamaður, ritari,
Arent Claessen og Haraldur V. Björnsson.
Verzlunarskóli Islands tók til starfa 12. okt. 1905. Skólatími ella
1. okt. til 30. apríl. Húsnæði Kolasund 1. Skólastjóri Olafur G.
Eyólfsson, og 12 tímakennarar, þar á meðal 5 konur. Námsgreinar:
íslenzka, enska, danska, þýzka, reikningur, bókfærsla, islenzk verzlun-
arlöggjöf, viðskiftafræði og verzlunarlandafræði og skrift. Kent i 3
deildum, þar af miðdeild skift í 2 deildir. Kenslukaup 30 kr. á mann
skólaárið. Nemendur 86 — karlar og konur, úr öllum sýslum lands-
ins, á aldrinum 14—28 ára. Nýtur 5000 kr. landssjóðsstyrks, og
nokkurs styrks frá Kaupmnnnafélagi Reykjavíkur.
Víqslubiskupar, skipaðir samkv. lögum 9. júlí 1909, til þess að
vigja biskupa, er á þarf að halda. Þeir eru nú: sira Valdimar Briem
i hinu forna Skálholtsstifti og síra Geir Sæmundsson í hinu forna
Hólastifti.
Vólundur, trésmíðafélag, stofnað 25. febr. 1904, til að koma á
stofn og reka trésmiðaverksmiðju og viðarverzlun, með 132 þús. kr.
höfuðstól. Félagatal nál. 64. Stjórn: Hjörtur Hjartarson form., Sveinn
Jónsson og Arni Jónsson (framkv.stjóri). Félagið átti á nýári 1912 í
fasteign, vöruleifum og útistandandi skuldum nál. 600,000 kr.
Vörumerkjaskrdrritari, samkv. lögum 13. nóv. 1903, er Pétur
Hjaltested, cand. phil., Suðurg. 7; skrifstofa þar opin kl. 4—5 síðd.
YfirskoÓunarmenn landsreikniugnana eru kosnir af alþingi og hafa
600 kr. að launum. Þeir eru nú: Skúli Thoroddsen (kosinn af neðri
deild) og Lárus H. Bjainason (kosinn af efri deild).
Yfirsetukonur. Hverri sýslu landsins er skift í yfirsetukvennaum-
dæmi samkv. nánari ákvörðun sýslunefndar. Yfirsetukonur fá í laun
iioo kr. í kaupstöðum, en 60 kr. í sveitum. Eftir 10 ára þjónustu