Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1912, Qupperneq 165
Félaga skrá og stofnana.
273
geta þær fengið 20 kr. launaviðbót á ári. Minsta gjald fyrir yfirsetu
er 3 kr. Sem stendur er tala yfirsetukvenna nál. 200.
Þilskipaábyrgðarjélagið við Faxaflóa, stofnað 8. des. 1894, til að
m koma á »sameiginlegri ábyrgð félagsmanna á skipum þeim, sem í fé-
laginu eru, eftir réttri tiltölu við það, sem þeir hafa keypt ábyrgð ác.
Ábyrgðargjald 272% um 6 mán. Sjóður um 30,000 kr. Tala vá-
trygðra skipa 40, vátrygð samtals fyrir 514,000 kr. Stjórn: Tryggvi
Gunnarsson fyrv. bankastj., Ásgeir Sigurðsson kon'súll og Jón Jóns-
son í Melshúsi.
Þjóðvienjasafnið, stofnað 24. febr. 1863 til að »safna saman is-
lenzkum fornmenjum á einn stað i landinuc. Því er (siðan 1908J
skift i þessar deildir: Þ j ó ð m e n n i n g a r s a f n (áður Forngripa-
safn), aðalsafnið, og eru gripirnir nú orðnir um 6.300; Myntasafn,
um 4000 myntir; Mannamyndasafn; Vídalínssafn, gjaf-
ir Jóns konsúls Vídalíns og konu hans, mest islenzkir kirkjugripir;
Þ j ó ð f r æ ð i s s a f n ; S t e i n a 1 d a r s a f n, mest danskir gripir:
Fiskessafn, gjöf próf. Will. Fiske, mest forn-egipzkir gripir. Safnið
hefir húsnæði á efsta lofti í Landsbókasafnshúsinu við Hverfisgötu og
er almenningi til sýnis kl. 12—2 á sunnudögum, þriðjudögum og
fimtudögum frá 15. sept. til 15. júni, en á hverjum degi kl. 12—2
frá 15. júní til 15. sept. — Fornmenjavörður Matthias Þórðarson er
forstöðumaður safnsins; umsjónarmenn við sýningarnar ern: frú Bríet
Bjarnhéðinsdóttir, Guðbrandur Jónsson, Helgi Árnason og Jakob
Árnason.
Þjóðvinaýélagið, stofnað 8. júní 1870 á héraðsfundi i Þingeyjar-
sýslu, til »að reyna með sameiginlegum kröftum að halda uppi þjóð-
réttindum vorum, efla samheldi og stuðla til framfara landsins og
þjóðarinnar i öllum greinum«. Það er nú eingöngu bókaútgáfufélag
^ (Ándvari, Almanak o. fl.), enda ráð fyrir gert í lögum þess, að það
reyni að ná tilgangi sínum meðal annars með ritgerðum og timarit-
um »um alþjóðleg efni, einkum um réttindi íslands, hag þess og fram-
farirc. Árstillag 2 kr. Forseti Jón Þorkelsson dr. phil. Nefndar-
menn: Björn Jónssonf.ráðh., EinarHjörleifsson og JensprófaslurPálsson.
11