Gripla - 01.01.1977, Blaðsíða 30
26
GRIPLA
Á það hefur verið bent að munurinn á gerðum kristniboðsþáttanna sé
bundinn upprunastað og áhugamálum þeirra sem um efni þáttanna
fjölluðu. Þannig er líklegt að Þykkvabæjarmunkar hafi farið höndum
um Njálugerð Þangbrands þáttar og Þingeyramunkar um Þorvalds þátt.
Mjög er líklegt að menn á svæðinu við Hítará eigi þátt í Skeggbjamar-
frásögninni í Þangbrands þætti Kristni sögu.28 Þannig endurspegla hinar
ýmsu gerðir mótsetningar og reipdrátt líklega af mörgu tagi í samfélagi
ritunartíma síns, hagsmuni kirkna og klaustra, skoðanir einstakra stór-
bænda eða höfðingja, viðhorf í ákveðnum héröðum eða landshlutum.
I gerðum Landnámabókar er sagt frá vígi Veturliða skálds. Er það
mjög á einn veg í Sturlubók og Hauksbók. Segir þar að Þangbrandur
prestur og Guðleifur Arason frá Reykhólum hafi vegið Veturliða um
níð.29 í Þórðarbók er eftirfarandi spássíugrein úr Melabók: ‘Landnama
s. Veturlidi nydde Þorbrand fyrir þui vaa Þorbrandur hann ad torfgróf-
um, hann vardist med torfskera Gudleifi aras. af Reikianesi. Þorbrandur
lagdi hann med spiote. um Gudleif orti liodarkeptur lofdrapu —’.30
Á það hafa Maurer og Brenner bent að Ljóðarkeptur þessi sé líklega
höfundur vísunnar ‘Ryðfjónar gekk reynir’, en þar segir frá vígi Vetur-
liða.31
Talið hefur verið að Ljóðarkeptur, höfundur Guðleifsdrápu, sé sama
skáld og það sem í Skáldatali Snorra-Eddu er kallað Óðar keptr eða
Óttarr keptr og talið skáld Knúts ríka.32 Þannig er hugsanlegt að Guð-
leifsdrápa sé frá fyrri hluta 11. aldar.
Áður var á það drepið að Njálugerð Þangbrands þáttar notaði
heimild um Guðleif sem greindi frá fleiru en því sem sagt er um hann í
hinum gerðum þáttarins. Jafnframt var ljóst að eitt af forritum Njálu-
gerðarinnar var gerð af þættinum sem svipaði til Ólafssögu- og Kristni-
sögugerðar hans, þar sem Guðleifs var fyrst getið í sambandi við víg
Veturliða skálds.
Samkvæmt Njálugerð Þangbrands þáttar var Guðleifur ‘vígamaðr
28 Sbr. Björn M. Ólsen (1893), bls. 322.
29 Landnámabók (1900), bls. 218 og 106.
30 Skarðsárbók (1958), bls. 164 nm.
31 Maurer (1855-6) I, bls. 395 nmgr.; Brenner (1878), bls. 82; sbr. Almqvist
(1974), bls. 71-3. Leshættir í vísunni og túlkun þeirra er vitanlega umdeilanlegt
efni sem hér verður ekki rætt frekar.
32 Guðmundur Þorláksson (1882), bls. 67; sbr. Almqvist (1974), bls. 72.